.....?

Monday, May 01, 2006

Páskafríið í stuttu máli...

-Fórum norður í algjöra afslöppun
-Æðislegur matur
-Skíði, skíði og meiri skíði í sól og blíðu (já ekki bara svig heldur líka gönguskíði)
-Ég lærði að hoppa aftur á stökkpöllunum, en hætti aftur þegar litli bróðir var búin að brjóta 3 rifbeint í einu heljarstökkkinu...
-Raggi lærði á skíði.. orðin alger hetja!!
-Sofa sofa og sofa út
-Fórum í mat hjá Önnu Tszz-Tszz á Skagaströnd... oggó gott;)
-Troðfullt Miðgarðsball og fyrirpartý í Tröð eins og í gamladaga:)
-Grill og spilakvöld í Tröð
-Opinberaði leyndum leik- og sönghæfileikum mínum fyrir Ragga þegar við horfðum á Litlu Hryllingsbúðina frá því í 10. bekk hahha jessus hvað maður var nú lítill og hallærislegur:)
-Fórum í sumarbústað uppí Kjós á leiðinni suður og grilluðum í bongó blíðu og höfðum það gott
-Mokaði skít í hesthúsunum og fór í útreiðatúr (og fór ekkert að skæla eins og á reiðnámskeiðunum í gamladaga..;)
-Buðum nánast allri ættinni í kaffi á sumardaginn fyrsta (amma er búin að rukka mig um kaffiboð frá því í Janúar) svo við bökuðum og bökuðum og buðum bara svo bara allri fjölskyldunni hans Ragga um kvöldið.
-Buðumst til að baka kransaköku kl 10 um kvöldið daginn fyrir fermingu.. og hun varð ótrúlega flott hjá okkur þó ég segi sjálf frá;)
-Keyrði Ragga einu sinni uppá slysó í fríinu þegar honum tókst að skera í sundur slagæð í miðjum bakstrinum, usss maður þarf að kenna þessum bökurum handtökin það munaði litlu að kransakakan eyðilagðist í blóðbaðinu!
-Tókst að vera spurð tvisvar hvort ég væri ekki örugglega orðin 18 þegar ég borgaði mig í sund (og þess má geta að Ragnar sem er aðeins 26 ára var líka spurður í annað skiptið.. ungleg erum við;)
-Lögðum lokahönd á íbúðina svo nú er allt klárt (tja nema 2-3 loftljós..;)
-Héldum snilldarpartý um síðustu helgi þar sem þemað var "hallærislegustu sólgleraugun sem þú finnur" haha það mætti hver einasti maður með gleraugu. Ég skelli inn myndum við tækifæri;)
-Svo þóttist meira að segja læra í vikunni

Nú er ég komin aftur til Sverige, síðasta heimferðin hingað næsta árið eða svo. Skóli í tvær og hálfa viku og endalaus verkefnaskil, svo er djamm í 4 daga (Lundakarnevalið sem haldið er fjórða hvert ár er semsagt í ár.. vííí) svo er prófavika, svo kemur Raggi út og við ætlum að spóka okkur um í tæpa viku áður en við komum heim að vinna;)

Valborghátíðin (eins konar verslunarmannahelgi í Svíþjóð) var í gær en ég kom til Lundar um hálf 12 í gærkvöldi (eftir endalausar tafir á lestum, færiböndum og flugvélum..það brást ekki að taskan mín kom síðust.. LANG síðust í þetta sinn!!) Fór beint á djammið og hitti stelpurnar á Slagerkvöldi á Helsingkrona.. geggjuð stemmning (fólk var nú samt svona í þreyttari gírnum þar sem þau voru búin að djamma frá því kl 9 um morguninn hah) Svo endaði kvöldið á rólegu eldhús-eftirpartý spjalli svo er svo heppilegt að hafa tveggja tíma mun svo ég get hitt hann Ragga á web-camerunni þegar ég kem heim af djamminu;)

Jæja.. taka uppúr töskum, kaupa inn, elda og opna bækur og lífga heilann við...... kem til með að líta aftur upp í lok Maí..

3 Comments:

  • At 10:43 AM, Anonymous Anonymous said…

    Hæ hæ magga mín það var nú aldeilis gaman að fá að sjá smettin á ykkur yfir hátíðarnar og ég er nú meiri helvítis aumingjinn að koma ekki suður, ég er enn að naga mig í handabökin
    jæja geri betur næst
    kiss kiss

     
  • At 2:03 PM, Blogger Margret Silja said…

    ég skal senda þér myndir úr partýinu svo þú bítir þig í handarbökin því það var svo gaman;) en við gerum bara betur næst, og þakka enn og aftur fyrir gott matarboð... þú verður að koma í grill til mín í sumar.. sjáumst hressar eftir one month of hell...

     
  • At 11:50 AM, Anonymous Anonymous said…

    Hey, gaman að sjá þig í biðröðinni í Tindastól, þetta var mín önnur brettaferð :)
    En gangi/skemmtu þér vel í prófunum.
    bæjo

     

Post a Comment

<< Home