.....?

Monday, May 22, 2006

Karneval og Júródjamm


Helgin var ARRRRGASTA snilld!! Karnevalið sem haldið er í Lundi 4 hvert ár var semsagt að ljúka í gær. Við vinkonurnar vorum að vinna á Lunds Nation á Fimmtudagskvöldið. Það var alþjóðlegt þema þar og 9 mismunandi barir t.d. japanskur bar með sushi og japönsku blenni, mexikóskur með nachos og mexikóskum bjór, franskur bar með víni og ostum, þýskur með bier og ölpulsu o.fl... svo var búið að setja upp risa skátatjald fyrir utan staðinn ásamt fleiri tonnum af sandi svo það var alger útlanda stemmning. Þetta var semsagt í annað sinna á mínum lífsferli sem ég missi af Eurvision!!! En ég lét taka það upp og við horfðum daginn eftir;) Sylvia Night er by the way ekki vinsælasta manneskan hérna í Svíaveldi haha!

Á Föstudaginn spókuðum við okkur um í öltjöldum og hlustuðum á tónleika á karnivalssvæðinu og fórum svo á djammið á Lunds nation þar sem við vorum að vinna kvöldið áður. Hápunkti helginnar var síðan náð á Laugardaginn þar sem við byrjuðum á því að fylgjast með Karnevalståget (svona skrúðganga með skreyttum vörubílum með alls kyns atburðum og showum á ásamt fullt af lúðrasveitum) og svo var haldið í White trash júrópartý hjá Sjönu. Ég held að ég hafi aldrei farið í eins vel heppnað þemapartý og upplifað aðra eins stemmningu;) Sænsku vinkonur mínar voru aftur á móti alveg í sjokki yfir hversu háværir íslendingarværu þegar þeir djamma haha;) (enda voru nágrannarnir rétt í því að hóta að hringja í lögregluna þegar við vorum að skríða út.. þeim hefur greinilega ekki þótt Nína öskruð af hópi íslendinga vær söngur fyrir svefninn;)
Eftir partýið héldum við síðan á AF-ballið og héldum áfram að tjútta á júróvision þema dansgólfinu langt fram eftir nóttu. Við fórum úr rifnu hot-pants-unum og netasokkabuxunum áður en við fórum niður í bæ, en mér skilst að sumir hafi látið sig hafa það í búningi í bæinn haha;)
Á myndunum hérna í textanum (þ.e. ef þær birtast) sést mynd af stemmningunni þegar hún Carola vinkona Sylvíu er að taka lagið og á hinum sjást topp 3 búningar kvölsind;) þess má geta að þeir sem ekki mættu í múnderingu fengu refsingu og urðu að ganga um með dömubindi á bringunni allt kvöldið;)
Við slútuðum Karnevalinu svo með því að fara á Kanevalsrevyn (svona leikrit eða skemmtun) á sunnudagskvöldið. Svo þrátt fyrir rigningu og hundleiðinlegt veður þá skemmti ég mér konunglega og er endurnærð fyrir komandi átök næstu viku (bjartsýni og jákvæðni skaðar alrei..) PRÓFALESTUR. Þessi umtöluðu átök hófust semsagt af fullum krafti í dag og kemur til með að ljúka á miðvikudaginn eftir viku. Þessum átakalokum á svo að slúta með Tivolíferð til Köben strax eftir próf þar sem ég mun hitta hann Ragga minn á mirði leið á flugvellinum;) Gaman saman.. svo er ég búin að panta gott veður þessa 5 daga sem ég ætla að sóla mig í Svíþjóð áður en við höldum heim á frónið;)

5 Comments:

  • At 5:28 PM, Anonymous Anonymous said…

    Takk æðislega fyri nínu sögin um helgina þetta iljaði manni svo sannalega um hjartarætur:) Þar sem ég var alsskáð alla helgina í rvk. já gerist víst ekki um hverja helgi. En það var gott. Svo er bara útskrift á fös. þér er að sjálfsögðu boðið. er ekki sp.um að taka sér smá pásu frá lestri og panta sér helgarferð heim verður massa partý:) Svo er það bara Tenerife á miðvikudaginn eftir viku. úff það verður fínt að komast úr þessari snjókomu hérna. Við erum að tala um geggjaða skafla og læti ég festi mig þrisvar sinnum á leiðinni í vinnuna.
    En það verður þá bara betra sumar:)
    Hlakka til að sjá þig eftri þrjár vikur:)
    kv. SIV

     
  • At 12:41 AM, Blogger Margret Silja said…

    Sól sól skín á mig.. snjór snjór burt með þig.. .hér er aftur komin glampandi sól og blíða;) eeennn ég væri sko eiginlega til í snjó fram á næsta miðvikudag því það þarf nánast að binda mig við bækurnar þegar veðrið er svona gott!! :(
    Og Sandra mín fyrirgefðu að þú hafir orðið útundan á laugardaginn .. en það er nú bara eins og það er "Það kemur Nína eftir þessa Nínu"!!! haha;) Ég lofa að hringja í þig næst!
    Sigíður skemmtu þér konunglega á Tenerife og þú færð útskriftargjöf þegar við erum báðar komnar heim;)

     
  • At 4:04 AM, Anonymous Anonymous said…

    Sendi ter goda stauma i profalestrinum, gott samt ad vera buin med tetta og ja, tad er sko ekkert grin ad halda ser fir bokunum a medan hitabzlgja gengurzfir fzrir utan gluggann hja manni.
    en margret, ef tu ert ekki buin ad tjekka a tessu, gerdu tad ta endilega, ter til upplzftingar og zndisauka i profalestrinum
    www.chrihamper.blogspot.com
    hehe, eg tarf ekki ad hafa fleiri ord um tad....

     
  • At 2:42 AM, Blogger Elva B said…

    hérna er lífið í reykjavík svona óspennandi að það er ekki bloggandi um það ,

     
  • At 6:16 AM, Blogger Margret Silja said…

    Nei nei síður en svo.. heldur er bara svo margt annað skemmtilegt að gera en að blogga;) Ég blogga bráðum... heyri í þér hljóðið sem fyrst:)

     

Post a Comment

<< Home