.....?

Friday, May 12, 2006

Dýrahatarinn margrét

Öllu góðu fylgir eitthvað slæmt svo að sólinni fylgja víst allskyns óverur eins og GEITUNGAR.. sem ég hata virkilega með öllu mínu hjarta :( Ég hef vaknað síðustu nætur við hel**tis suðið í þeim því ferðir þeirra voru orðnar ansi tíðar innum gluggann hjá mér. Þegar ég þorði loksins að stinga nefinu upp fyrir sængina fylgdist ég aðeins með ferðum þeirra og þær virtust allar eiga erindi uppí djammstúdentahúfuna (svona sænskt fyrirbæri) sem er í hillunni.. hmmm mig grunaði að sjálfsögðu ekki það versta heldur taldi ég þetta bara vera alkólistaflugurnar sem væru að leita í fnykinn af húfunni. En NEIII þegar ég kallaði geitungalögguna Stefan til til að kanna þessa undarlegu hegðun flugnanna (því ég ætlaði sko ekki að koma nálægt þeim!!) þá kom í ljós að bölvurnar voru byrjaðar á þessu myndarlega BÚI í húfunni minni!! OJJJ OJJJ ég er sko búin að tæma húfuna og vacum pakka henni og troða lengst uppí skáp!!
Þessi hatur minn á flugum er ekki af ástæðulausu heldur þykir þeim blóðið í mér yfirleitt mjög gott og bíta mig yfirleitt margar í einu og ég breytist í eitt stórt kíli sem ég kroppa síðan í rúman mánuð og það skilur eftir sig stórt ljótt ör.. svo einfaldlega erum ég og flugurnar ekki eitt:(

Helga ég geri fastlega ráð fyrir vorkunn þinni!! hahaha

7 Comments:

  • At 2:07 PM, Anonymous Anonymous said…

    ojj ojj ojj ojj ojj ojj........ þú hefur alla mína samúð og ég meina það... ég hefði bókstaflega dáið hefði ég vaknað með geitung inni hjá mér og hvað þá marga. Ég hefði fengið mörg hjartaáföll. Ég trúi því ekki að þú hafir þorað að skríða undan sænginni, ég hefði reynt að teygja mig í farsímann og hringt undan sænginni á hjálp. Þú ert algjör hetja.
    Kveðja Helga Elísa

     
  • At 3:59 PM, Blogger Margret Silja said…

    I know I know.. takk helga takk! mér þykir samt fyrir því að ég geti ekki sagt það sama um þig þegar mér er hugsað til sögunnar í fyrra þegar þú hljópst út í loftköstum og læstir geitunginn inni og kallaðir í nágrannann hahaha.. rassgat! jú kannski hetja að vera enn á lífi hreinlega;O) ohh ég ætla að hitta litla sæta bróðir á sunnudaginn í köben.. viltu ekki skella þér með?

     
  • At 4:13 PM, Anonymous Anonymous said…

    hey þú hefðir átt að sjá hvað hann var hræðilegur.... hann var risa risa stór, með risa tennur og brodd og langar klístraðar lappir.... og ég drap hann sjálf.... alveg sjálf, eftir að hafa staðið í forstofunni í klst og svo loksins farið í úlpu, skíðbuxur, ullarsokka, húfu og vettlinga svo hann gæti ekki ráðist á mig, en drap hann sjálf. Þurfti bara nágrannann til að finna líkið af risa fluginni, en við fundum hana ekki svo kannski var þetta bara ímyndun hjá mér allan tíman.

     
  • At 10:02 AM, Anonymous Anonymous said…

    hehe oj. Ég skil þig mjög vel. Ég var einmitt að blogga um dýrahatur líka, tilviljun, samt helvítis fuglana sem eru by the way út um allt. Það var næstum því skitið á mig í dag og mér var ekki skemmt!!!!
    baráttukveðjur sjana

     
  • At 11:23 AM, Anonymous Anonymous said…

    Margrét mín, í frásögninni um geitungana gleymdir þú alveg að nefna hvernig þú myrðir þessi saklausu grey!!!! það er viss sigur að klófesta fluguna með glasi og hleypa þeim síðan út eins og flestir almennir borgarar gera ,,,, En nei nei það gerir hún Margrét ekki..... hún klófestir greyin með glasi og horfir síðan á fluguna með spenningi deyja hægt og rólega vegna súrefnisskort,,,,usss þetta kallar maður mannvonsku......

     
  • At 2:19 AM, Blogger Margret Silja said…

    Helga: Shit, ég var búin að gleyma hvernig sagan var nákvæmlega.. en þú ert náttúrulega sönn hetja að búa ennþá í íbúðinni þrátt fyrir óttan um að hún gæti jafnvel ennþá verið þarna haha;)

    Sjana: Heppin þú að þetta var ekki fuglaflensa!!! En takk fyrir baráttukveðjurnar..þær nýttust svo vel að ég veiddi hann loksins kl 7 í nótt :o)

    Ragnar: Þakka þér fyrir enga samúð! ég ætla að minna þig á það að ég var búin að lýsa yfir stríði á milli mín og Gunnillu Geitungs. Og í stríði fagnar maður því ekki að hafa náð óvininum til þess að sleppa honum síðan (tja eða henda honum út um gluggan...) eða hvað??
    Og eitt enn þá hefði ég sætt mig við að kalla þetta dýravonsku í stað mannvonsku;)
    En ég er búin að ákveða að geyma hana í glasinu þangað til þú kemur svo þú getir hent henni sjálfur út um gluggan haha;)

    Sandra: Múhahah það viðurkenni ég að hafi verið illa gert, þetta voru meira að segja bara litlar saklausar húsaflugur.. Þetta hlýtur að hafa verið þín hugmynd haha

    .. og fyrir áhugasama þá er sagan um Gunillu væntanleg to be continued í næstu færslu.......

     
  • At 3:09 AM, Anonymous Anonymous said…

Post a Comment

<< Home