.....?

Sunday, August 27, 2006

Skólinn...

Jæja þá hefst enn eitt skólaárið og ég byrja í enn einum skólanum!
Sumarfríið mitt byrjaði fyrir klst síðan, þar sem ég var að vinna til 10 í kvöld, svo endar þetta kærkomna sumarfrí kl 8 í fyrramálið þegar ég mun hefja skólagöngu mína í HÍ!
Ég er búin að lofa mér því í 101sta sinn að núna ÆTLA ég að læra jafnt og þétt yfir önnina og ekki fá flogakast daginn fyrir próf því mér finnist ég ekkert hafa gert.. það verður gaman að sjá hvað þetta ÆTLA verður í gildi lengi;) venjulega hefur mér ekki tekist það lengur en út fyrstu skólavikuna:/ en takið eftir ég ÆTLA!

Ég ætla líka alveg helling í viðbót.. ræktin og þess háttar.. en ég ætla að spara yfirlýsingarnar;)

Búin að grafa upp blýpenna, skrifblokk, kaupa mér nýja mjög hraðvirka fartölvu sem hentar minni þolinmæði.. þarf ég eitthvað meira?? Jah ég þyrfti kannski helst að kaupa mér nýja vini þar sem það er örugglega ekkert grín að koma inn í bekk á 3ja þar sem enginn á pláss fyrir fleiri vini haha;)

Við skelltum okkur á snilldarball með Todmobile á Laugardaginn.. djöfull er Andrea kúl söngkona og Eyþór mikill sjarmi!

2 Comments:

  • At 12:40 PM, Anonymous Anonymous said…

    Jáh þetta segir maður við sjálfa sig í upphafi hverjar einustu annar "nú ætla ég að læra jafnt og þétt" svo spyr maður sjálfan sig í prófavikunni "djöfull afhverju var ég ekki duglegri yfir önnina"
    Það er eins og það vanti í mann allan sjálfsaga að fara að læra þegar maður er ekki undir neinum þrýstingi!
    Annars er ég bara að bíða eftir myndum.. Ennþá =)

     
  • At 1:16 PM, Blogger Margret Silja said…

    En sandra.. við ÆTLUM ekki satt.. þó það þurfi að loka þig inn í erfðargreiningu ekki satt hahah;)
    En með myndirnar.. ég gerði tilraun til þess.. en tölvan hans Ragga var á mótþróaskeiðinu:( ég er að koma minni í gagnið og þú munt fá myndirnar, set þetta á eitt af ÆTLA verkunum!

    Og nú er ég hrædd um að ég sé með hálfsæmer light.. brynjar?? bekkjarbróðir eða?? þið verðið að nafngreina ykkur almenninlega fólk;)

     

Post a Comment

<< Home