.....?

Thursday, September 07, 2006

Fyndnir Færeyjingar;)

Þetta er ástæðan fyrir því að ég og Hildur tölum norsku við hvor aðra þar sem við rifnum alveg úr hlátri þegar við segjum eitthvað á íslensku og færeysku... :


Ég reif mig að sjálfsögðu úr fötunum þegar ég kom að þessu skilti... :)


Og fleiri skilti um nektina.. betra að hafa allt svona á hreinu í Færeyjum!

.. og þar sem ekki er gert ráð fyrir því að maður sé nakin.. þar getur maður keypt Super -Lekker undirklæði Grrrrrr :)

... Talandi um fyndin orð þá spiluðum við stelpurnar Fimbul-Famb í gær.. sem er nú ekki frásögu færandi nema fyrir það að ég sjálf, sem er þekkt fyrir það að vera sérstaklega illa að mér í íslenskum orðtökum (þá sérstakelga þau sem tíðkuðust fyrir árið 2000) plús það að vera orðin hálf ryðguð í lenskunni vann bara spilið:) og vann ekki bara heldur rústaði:) Og anna.. sem spilar helst ekki spil af læknisráði (sökum alvarlegrar tapsárni) tapaði spilinu og hlaut þar með titilinn PRUTLA kvöldsins múhahahha;) Anna þetta var svo sannarlega orð í þínum anda!

Helgin framundan lofar góðu.. vísindaferð á morgun, smá (mikið..) lær um helgina og svo bara SOFA ÚT...

4 Comments:

  • At 7:42 AM, Anonymous Anonymous said…

    Góða skemmtun í eykt :)

     
  • At 3:41 PM, Anonymous Anonymous said…

    ohh ég fekk nú ekki neitt að sofa út! Bara púla og púla meira alla helgina! Enda eru strengir og stífni eftir því! Þú ættir að sjá lærin á mér, þau eru FJÓLUBLÁ!!
    En ég get svosem sofið út á morgun, þarf ekki að mæta fyrr en rúmlega 2 í tíma =D
    Við ættum að hafa svona spilakvöld reglulega!

     
  • At 3:21 PM, Blogger Margret Silja said…

    já ég er til í spilakvöld og jafnvel spik-kvöld til skiptis;) ummmm... súkkulðikökur og smjörugt popp kannski hehe.. heyrumst í vikunni;) prutla verður líka að vera duleg að koma suður!

    En æjæjæj með lærin:(

     
  • At 8:50 AM, Anonymous Anonymous said…

    Prutla sjálf!!! ég þurfti að taka bæði hjartastyrkjandi og róandi þega ég kom heim eftir þetta ),,,,;

     

Post a Comment

<< Home