.....?

Tuesday, September 19, 2006

Góð helgi!

Ég varð reynslunni ríkari í síðustu viku þegar kennarinn minn fræddi okkur um að ónákvæmni í vinnubrögðum væri oft ástæða byggingamistaka... svo kom með dæmi um steypu, að steypa blönduð af reyndum mönnum í Reykjavík væri t.d. miklu öruggari en steypa blönduð útá landi þar sem menn slumpuðu bara sementi o.fl. í sveitinni haha mér leið hreinlega eins og það byggju 299.998 manns í Reykjavík og 2 úti á landi og það væri nýbúið að reka þessa 2 frá BM-Vallá!

En helgin var góð.. læru Föstudagur og djamm Laugardagur og mjög þreyttur sunnudagur! Það var partý heima og fámennt en góðmennt átti sko ekki við um það heldur mjög fjölmennt og góðmennt:) svo slæmt að síðustu gestirnir þurftu að mæta með alla eldhússtólana með sér!

Hér eftir verður sko ekkert partý nema bjóða Bjarna og Heiðari Loga með gítarinn með sér (verður að halda eldhúspartýinu við sjáðu til) og Ósk verður nottla að gera "Bukofenokio" sveifluna góðu niður stigaganginn að reglulegum lið í partýjum;) .. ég veit ekki hvað körfuboltaliðið hans Ragga hefur haldið um okkur landsbyggðarpakk haha
Ég skelli inn myndum við tækifæri... og takk fyrir helgina öll sömul;)

4 Comments:

  • At 4:09 PM, Anonymous Anonymous said…

    Takk sömuleiðis vina...þetta var massa fjör...en úff, hvert fór eiginlega sunnudagurinn?!! Annars er ég sammála með gítarinn, ekkert almennilegt partý nema að gítar sé við hönd.

     
  • At 4:47 AM, Blogger Margret Silja said…

    Já svei mér þá ég missti líka af Sunnudeginum:( En það er nú bara svoleiðis að allir dagar eru of stuttir fyrir mig.. ekki bara sunnudagar, sólarhringurinn minn þarf að vera alveg 30 tímar:)
    En sjáumst hressar heima um næstu helgi (kannski ekki alveg til í endurtekt á þessari helgi alveg strax.. en bráðum;)

     
  • At 5:10 AM, Anonymous Anonymous said…

    Hvaða hvaða... það er ekki eins og við eigum eftir að læra e-ð fyrir norðan hvort sem er =)

     
  • At 7:27 AM, Anonymous Anonymous said…

    Nu när du bor i Island måste du ju faktiskt blogga på svenska!! Hallå? Grejen är väl att vi som inte befinner oss i samma land som dig ska fatta.
    Hoppas du har det bra.
    puss o kram,
    marie

     

Post a Comment

<< Home