Klaufaskapur og jólin ;)
Jæja þá erum við komin heim frá Köben og Lundi.. næstum því heil á húfi! Ferðin byrjaði ekkert allt of vel.. það var semsagt stormur yfir Eyrarsundinu og ég að við myndum steypast beint í sjóinn!!! Léttirinn var MJÖG mikill þegar ég fann annað hjólið snerta eitthvað sem minnti á flugbraut.. og enn meiri þegar við fundum að það var ætlunin að hitt hjólið lenti líka þó nokkrum sekúntum seinna væri! Jamm ég var næstum farin að skæla :(
Best ég ljúki hrakfarasögunum af en ég í græðgi minni ætlaði að snæða mér á nýbökuðu rúnstykki í matarboði hjá Hildi sætu. Ég tók mér mjöööög beittan hníf í hönd án þess að vera vör við þessa gríðarlegu beitni.. hmmm en ég fann að ég skar mig aðeins. Bara pínu sko...þvert yfir 3 putta!!! Það blæddi soldið hressilega úr þessu og það glitti bara í löngutangarbeinið..awww. Stuttu seinna þurfti ég að æla og leið eins og það æltði að líða yfir mig, svo hvarf allur litur úr andlitinu á mér, varirnar blánuðu og ískaldur sviti lak niður ennið á mér.. ekki spennó. Hildi stóð sko ekki á sama þar sem ég sat þarna eins og draugur svo eftir samtal við læknavaktina og skipun frá þeim að hringja á sjúkrabíl (haha já útaf skornum putta) þá heftiplástruðum við puttana saman spelkuðum og teipuðum;) þeir hanga ennþá á en ég er ekki frá því að það hefði verið sniðugt að sauma þetta en en ég man það bara næst (því það er sko engin hætta á því að ég eigi ekki eftir að klaufskast eitthvað í bráð þar sem ekki veitir nú af enn einu öriinu á hendurnar á mér!!!)
En af hinu betra þá var helgin alveg frábær og ég get hreinlega ekki beðið eftir jólunum þar sem við Raggi vorum mest megnis í búðum alla dagana og þ.a.l. búin að versla allar jólagjafirnar;););) Það vakti sem sagt mesta undrun úti hvar ég hefði eiginlega fundið ragga þar sem þær hefðu aldrei heyrt um strák sem nennti að hanga með kaupóðri kellingu svona lengi í búðum haha;) ... það kom sér ekkert sérstaklega illa að vera með burðardýr þegar maður var bara pokaburðarhæfur á einari hehe;)
Við afköstuðum þó alveg helling fyrir utan búðirnar; hitta félagana, Lundadjamm, út að borða, horfa á bandýleik með gamla liðinu mínu, 2 afmæli og fullt af gamani;)
Jæja læruhelgi framundan þar sem maður finnur fyrir því að hafa ekki opnað bók í 5 daga:( En ég lét nú samt plata mig í lið fyrir bekkinn minn á Fáránleikunum í kvöld.. jamm fáránleikar eru fáránlegar keppnir svona eins og mér finnst svo gaman;)
- Bara 51 dagur til jóla
- Bara 29 þangað til það má kveikja á aðventukransinum
- Bara 22 dagar þar til Raggi á afmæli
- Bara 52 dagar þar til ég á afmæli
- Bara 38 dagar þar til ég byrja í prófum (og raggi búin í prófum.. þá vitum við hver sér um jólaþrif,-skreytingar og bakstur á okkar heimili;) )
- Bara 47 dagar þar til ég er búin í prófum
- .... Bara enginn dagur þar til ég þarf að byrja að læra!!!
7 Comments:
At 2:45 AM, Anonymous said…
OMG þetta eru alltof lágar tölur! Shit..
At 1:43 PM, Anonymous said…
Bannað að setja myndir af mér frá fáránleikunum á þessa síðu :)
At 4:33 PM, Margret Silja said…
Jú pottþétt.. eða á ég kannski að frumsýna hana frekar á bekkjarmóti??? haha
At 12:12 PM, Anonymous said…
Iss það verða aldrei bekkjarmót hvort eð er :)
At 4:59 AM, Anonymous said…
Hæhó skvísa, jamm þú ert alveg ótrúlega heppinn að hafa náð í svona umburðalynt pokadýr :), en ég get nú ekki neitað því að það var reynt til ýtrustu á þolinmæðistaugina….
Ummm, hlakka til jólanna, liggja í leti og horfa á sjónvarpið og já, bara horfa á þig læra;)
At 7:25 AM, Anonymous said…
ojí hvenær ferðu í jólafrí Raggi??
Við verðum nú einhverntíman að koma því í verk að halda bekkjarmót...
kv. Sandra
At 8:07 AM, Margret Silja said…
Hva hva þolinmæði hva það var sko engin þörf á því þar sem ég var eldsnögg að rupma innkaupunum af bara 3 dagar og jólainnkaupin klár;) Og svo ég láti það fylgja sögunni þá keypti raggi sér jafn mikið og ef ekki meira á sjálfan sig en ég gerði hmm.. en ekkert smá æði að dröslast þetta með mér samt;) og heyriði hann er alveg sáttur við titilinn pokadýr!
En með að horfa á mig læra.. urrr .. já sandra hann er búinn 12 des.. daginn eftir að ég byrja:(
en eins og ég sagði þá er það bara kristal tært ekki satt á hverjum jólahreingerningin lendir?? híhó ;)
Post a Comment
<< Home