Alltaf eins..
- Fyrsta prófið búið
- Alveg eins og ég hélt.. varð fyrst stressuð í gærkvöldi
- Fékk samviskubit yfir slugsinu í mér daginn áður og að hafa verið í innflutningspartýi allt laugardagskvöldið
- Féll þar að auki á tíma í prófinu og horfði á eftir laufléttum spurningum ósvöruðum sem ég hafið einhverra hluta vegna skilið eftir þar til seinna
- Gleymdi alveg að læra fyrir hin prófin sem eru fim-lau-mán-mið.. doldið þétt til að byrja að læra núna
- Raggi nuddar því framan í mig að hann sé komin í jólafrí á morgun.. verður ólíft hérna heima
- Það er þó einn kostur við að Raggi sé búin í prófum því þá á ELD-rauða kafloðna skeggið sem hylur andlit hans að fjúka
- Ég vann ekki 400 þús kr plasma sjónvarpið sem ég ætlaði að vinna í happdrætti heyrnalausra í dag
- Fékk þvílíkan smell í hálsinn þegar ég réðst á vekjaraklukkuna í morgun svo ég er að drepast úr hálsríg langt niður í öxl....
..... Er á leiðinni í heitt bað!
Og svona annars.. fyrir utan hálsinn, prófin, stressið, happdrættið og allt það þá er ég eiturhress;)
6 Comments:
At 12:44 PM, Anonymous said…
Hvernig lítur kafloðið skegg út?
At 2:15 PM, Margret Silja said…
DÖÖÖÖ hver veit þetta ekki??? Sko.. skegg getur verið bara skegg, skegg getur líka verið mikið skegg.. svo þegar skegg er orðið svo langt að það er eignlega farið að krullast upp (farið að loðnast) það er kafloðið skegg! En svo þurfti bara eitthvað orð til þess að lýsa hversu ekkert rosalega spes þetta skegg var orðið..;)
Svo annar fróðleiksmoli úr orðabókinni minni þá er lufsuskegg svona skegg á strákum sem eiga alls ekkert að vera að safna skeggi. Þeir eru semsagt ennþá svo ungir að þeir eru bara með nokkur hár á vanganum en samt að safna. frekar subbó.
En við munum allar hvað brúskur er er þakí??
At 4:40 AM, Anonymous said…
oj já svo sammála þér með þetta lufsuskegg.. ekki flott!
en mér finsnt samt eiginlega flottara að sjá stráka með svona smá brodda en alveg rakaða og mjúka eins og barnarass =)
Þetta er alveg að verða búið, smá törn í viðbót og svo JÓLA JÓLA JÓLAFRÍ...
kv. Sandra
p.s og ÁSTRALÍA.. fyrir suma allaveag hehe
At 8:21 AM, Margret Silja said…
ööö kannski langar mig bara ekkert í hita og sól heldur ætla að njóta stórhríðarinnar og kuldans og öfunda þig því ekkert af því að vera á leið til Ástralíu.... NOOOOT;)
Já millivegurinn er bestur.. ekki kafloðið, ekki með rassaglans og bókað mál engar lufsur!!
Er ekki hægt að koma því sama í tísku fyrir leggjahár.. og hætta þessari kröfu um nývaxaðan glans??
At 9:30 AM, Anonymous said…
djö lúxus væri það!!
At 10:54 AM, Margret Silja said…
Svo lengi sem þetta er SKEGG en ekki lufsur þá er allt í góðu!
Þetta er bara eins og við konurnar.. við söfnum alls kyns líkamshárum þegar við erum í prófum, höfum engan tíma til að hafa okkur til..svo er bara alls herjar make-over þegar þetta er allt yfirstaðið (eða er ég nokkuð ein um að vera svona subbó í prófunum?? er það kannski þess vegna sem kallinn minn vill ekki sofa hjá mér lengur og vildi frekar fara að vinna á nóttunni þangað til ég verð búin?? jahaaáá)
Post a Comment
<< Home