.....?

Wednesday, December 06, 2006

Gaman saman í prófunum

Ohh hvað er gott að taka sér frí frá lærdómnum og gera eitthvað GAAMAN;)
Foreldrar Ragga voru svo sæt í sér í gær og buðu okkur á tónleika Frostrósanna.. það var svo æðislegt að ég fæ bara gæsahúð á því að hugsa um þá:) Mér finnst Eyvör alveg geggjuð söngk0na og Sissel Kirkjebö bara í sama klassa og Celen Dion! Að ógleymdum drengjakór Reykjavíkur sem var frábær.. smá pjakkar sem sungu eins og englar:)

Hehe ég get því miður ekki sagt það sama um heiðursgest tónleikanna Petula Clark, söluhæstu söngkonu allra tíma í Englandi og Frakklandi... ajajaj! Ég, Raggi og Guðmundur vorum sokkin niður í stólana og farin að bíta í kinnarnar til að hlægja ekki. Konugreyið getur þó afsakað sig með því að hún er rúmlega sjötug. En hún var ekki bara fölsk og mundi ekki línuna sína heldur hélt hún ekki lagi heldur:/ Hún var farin að halda söngtextanum sínum (sem var með leturstærð 36) fyrir andlitinu og sleppti svo bara sínum hluta úr laginu með Röggu Gísla, svo Ragga greyið varð bara að kreista fram bros og standa eins og auli með henni á sviðinu:) En þetta gerði það að sjálfsögðu bara að verkum að það var smá skemmtun samhliða fallgum söng;)

Nú er næsta tilhlökkunarefni bara jólaball með Sálinni á Broadway 21. des vívívívív.. sem þýðir jú líka það að prófin verða búin! Svo munum við bruna norður í sveitasæluna í afslöppun og á skíði (raggi er svo sætur að hann ætlar að koma með norður um jólin svo næsta hláturskast á eftir Petulu Clark verður þegar hann mun stíga aftur á skíðin býst ég við ahaha..)

Jææææja.. spurning um að fara að leita af einbeitingunni sem ég týndi fyrir síðustu próf...

7 Comments:

  • At 10:03 AM, Anonymous Anonymous said…

    Já ég trúi að tónleikarnir hafi verið æðislegir... mig langaði á þá!
    En gaman að Raggi hafi ákveðið að koma með þér norður, ég er samt fegin að þurfa ekki að standa í slíkum samningsviðræðum hehe =)

    Einbeitingaleysi segiru? Ég er að fara í próf í fyrrmáli og hef ekkert geta lært síðan ég kom úr kaffi kl hálf 4!!!! =(
    Svo vantar mig líka bara að fá útrás, spurning hvort ég skelli mér í nokkur handahlaup hérna á göngum bókhlöðunnar
    Það væri nú gaman að sjá svipinn á fólkinu...

    Kemur þú á bókhlöðuna um helgina?

    Dingaling...

     
  • At 6:55 PM, Anonymous Anonymous said…

    við verðum flottar á próflokajdamminu;) verst að ég er ekki búin fyrr en HÁLF FIMM þann 21.. þannig þetta verður eitthvað skrautlegt.. ;)

     
  • At 2:24 AM, Anonymous Anonymous said…

    Oh, mig langaði svo að fara á þessa tónleika! Ég fór einmitt á tónleika með Sissel hérna heima í fyrra og þeir voru hreint út sagt æðislegir, ég var bara með gæsahúð allan tímann! En vá hvað ég get ekki beðið eftir því að þessi törn sé búin...verst að hún er bara rétt að byrja :(

     
  • At 2:42 AM, Blogger Margret Silja said…

    ahh já.. en það besta er að af því að manni finnst sólarhringurinn verða að vera nokkrum klst lengri í þessari törn til að komast yfir allt saman þá líður einmitt tíminn alveg á ljóshraða!! svo við verðum á Sálarballi og borða jólasteikina áður en við vitum af;) Ætlar þú ekki líka á ball Margrét? En Oddný mér líst vel á þetta með prófið 21.. bara svellkaldan í töskuna sem verður opnaður um leið og þú gengur út OK;) Það eru svosem engar reglur í háskólum um áfengisbann er það? svo byrja jafnvel bara í prófinu??

    En Sandra.. fórstu nokkuð í handhlaup á hlöðunni.. því þá ætla ég að hugsa mig aðeins um hvort ég ætli að koma á hlöðuna um helgina haha;)

     
  • At 2:42 AM, Blogger Margret Silja said…

    ahh já.. en það besta er að af því að manni finnst sólarhringurinn verða að vera nokkrum klst lengri í þessari törn til að komast yfir allt saman þá líður einmitt tíminn alveg á ljóshraða!! svo við verðum á Sálarballi og borða jólasteikina áður en við vitum af;) Ætlar þú ekki líka á ball Margrét? En Oddný mér líst vel á þetta með prófið 21.. bara svellkaldan í töskuna sem verður opnaður um leið og þú gengur út OK;) Það eru svosem engar reglur í háskólum um áfengisbann er það? svo byrja jafnvel bara í prófinu??

    En Sandra.. fórstu nokkuð í handhlaup á hlöðunni.. því þá ætla ég að hugsa mig aðeins um hvort ég ætli að koma á hlöðuna um helgina haha;)

     
  • At 4:00 AM, Anonymous Anonymous said…

    Gangi þér vel í prófunum. Hættu að hanga á netinu eða vara að baka þú átt að læra kona. Tók nínu fyrir okkur í austuríki í lyftunni. Ingveldur raddaði þinn helming:) Hlakka til að sjá þig um jólin.
    kv. SIV

     
  • At 5:41 AM, Blogger Margret Silja said…

    Múahahhahaha.. hefði viljað vera fluga í næsta stól í lyftunni;) Jamm.. sjálfsaginn er genginn svo langt hérna heima að ég er með eyrnatappa og búið að setja mig í þagnabindindi!! haha.. en haltu áfram að skemmta þér og sjáumst eldhressar um jólin;)

     

Post a Comment

<< Home