.....?

Tuesday, January 16, 2007

Gleðilegt árið...

Jææææææjjjjja gleðilegt árið, jólin og allt það... back to business, ég ætla engu að ljúga en ég er fyrst að ranka við mér núna eftir þetta yndislega jólahald! (eða kannski jú..... ég var löngubúin að gleyma jólunum þegar ég var mjög djúpt niðursokkin í útsölur verslunarmiðstöðva landsins síðastliðna viku...)

Ég stóð mig nú frekar vel þetta árið og slapp með aðeins 2 pör af skóm, 1 jakka, 1 par af gallabuxum, 1 pils, 1 úr, 1 peysu, 2 belti, 1 vesti auk ýmissa minniháttar flýka. Auk þess er ég búin að endurnýja grelaugnakostinn, en hann var ekki á útsölu!

Ég var semsagt búin að treina það að fara til augnlæknis soldið lengi (ca 6 ár síðan ég fór síðast) enda sjónin búin að breytast um 1,25 skv síðustu mælingu og gömlu gleraugun ekki alveg að gera sig!

Getiði hvað heyrðist í Ragga þegar ég keypti skópörin 2:

Jæja Margrét mín hvar eiga þessir skór að komast fyrir heima.. hva í hillunni í forstofunnu með hinum 17 pörunum þínum? Eða kannski í skápnum inní herbergi með restinni af 30 pörunum þínum??”

Haha ég hefði átt að svara “Bíddu bara Raggi þar til við flytjum út.. ég skildi hátt í 10 pör eftir þar!” hehe en nei best ég spari fréttirnar af þessum 10 þar til síðar;)

Jólin voru æðisleg.... allt of mikið af góðum mat og svefni;) Við fengum sérstaklega mikið af útivistarfötum í jóla og afmælisgjöf svo við erum að sjálfsögðu búin að vígja ulllarbrækurnar og fara í fjallgöngu frá því að við komum suður!

Svo ég haldi áfram að tala um föt þá er ég alveg ótrúlega heppin að eiga töff mömmu og ömmu;) Helga tók háaloftið heima í gegn um jólin og gróf upp geggjuð föt sem voru frá 17 til 40 ára gömul. Svo ég fékk mjög flottan skokk sem mamma keypti 17 ára fyrir verlsóball haha, pils frá því að hún var svona 14 ára, 2 skyrtur af ömmu frá því hún var ung og stígvélin langþráðu frá því mamma var ólétt af Ingva;)

En lífið er nú ekki tóm hamingja.. skólinn er byrjaður, fullt af verkefnaskilum, early mornings... en maður lætur sig hafa það er þaki?? Prófin fyrir jól gengu rosalega vel (á við öll nema 1) en það gekk nógu vel í því til þess að þurfa ekki að fara í próf á Laugardaginn.. ojj þá hefði ég gubbað!

En reyndar þá verður lífið bráðum tóm hamingja þar sem bæði fjölskyldan hans Ragga og fjölskyldan mín eru búin að bjóða okkur til Grikklands í vor.. svo 2 vikur á Rhodos í lok Maí verða alls ekkert slæmar;) ég get ekki ímyndað mér einbeitingaskortinn sem ég á eftir að glíma við í næstu prófatörn...

Jæja best að fara að einbeita sér í tíma á meðan einbeitingin er enn til staðar.... annars skemmtileg vika/helgi framundan: Frænkuhittingur á Lækjarbrekku í kvöld, Vísó og afmæli á föstudaginn og matarboð á Laugardaginn.(læra á sunnudaginn...)

Hasta la vista...

6 Comments:

  • At 5:56 AM, Anonymous Anonymous said…

    uffff skómálin heima fyrir, kræst:/:/ váááá, hvað ég er feginn að það séu bara 10 pör í Svíþjóð núna, því þú ætlar að geyma öll þín pör sem þú átt hér heim, eftir á Íslandi...... ooohhh næs meira plás fyrir mín 2 pör :):)

     
  • At 3:33 AM, Blogger Margret Silja said…

    hey yo! ég nota skó nr. 36-37 og þú 45 sem þýðir að þýnir taka helmingi meira pláss en mínir svo það er vel réttlætanlegt að ég eigi ríflega helmingi fleiri skópör en þú gói minn;)

     
  • At 4:54 AM, Anonymous Anonymous said…

    Hey Raggi, þú dissar ekki stelpur og skóna þeirra, svo einfalt er það bara. Þeir eru heilagir, hvort sem við notum þá einu sinni á ári eða á hverjum degi;) Ég styð þig 100% í þessu máli Margrét...skórnir eiga allt það besta skilið!

     
  • At 1:17 PM, Anonymous Anonymous said…

    pufffff, stígvélin þín í hillu nr 3, sem þekja allan innganginn eru nú ansi efnismikil, sem gerir það að verkum að mín skíði eru bara fis við hliðin á þínum veglegu stígvélum ;);)

    en margrét ég ber fulla virðingu fyrir kvennmannsskóm en þegar heim er komið, liggur við stórhættu vegna þess að þessi 19(shitt hún keypti 2 pör í viðbót á útsölunum :/:/ ) pör hylja alla forstofuna....

    Stelpur þið hljótið að styðja mig??? hehe

     
  • At 1:51 PM, Anonymous Anonymous said…

    En þú verður líka að átta þig á því Raggi að stelpur þurfa að eiga skó sem passa við fínu buxurnar, gallabuxurnar, stuttu buxurnar, síðu pilsin, stuttu pilsin, kjólana o.s.frv og svo fullt af mismunandi litum

    Þið strákarnir þurfið bara sem passa við helminginn af þessum litum og í langflestum tilfellum við síðbuxur

    Þannig að auðvitað verðum við að eiga fleiri skó =)

    Geggjað að þið séuð að fara til Grikklands, það verður fjör!!

    kv. Sandra

     
  • At 2:56 PM, Blogger Margret Silja said…

    Ég er mjög sátt við þessi rök stelpur.. hver veit nema athyglin muni beinast að skótaui í næsta þemateiti;) .. spurning um að hafa það þá bara stelpupartý líka hah!

    En jamm.. Grikkland.. ummmm ég fæ bara gæsahúð af tilhugsuninni.. eða nei reyndar þá fæ ég smá sviða í húðina við tilhugsunina um sólbruna awww!

    Og svo heljarins skrall á föstudaginn stelpur.. ég er búin að fá ykkur báðar til að "lofa" mér djammi híhí

     

Post a Comment

<< Home