.....?

Monday, April 21, 2008

heppni engillinn og heimsóknir

Ég ætla að byrja á sögunni af englinum...


Amma hans Ragga var svo sæt í sér að hún gaf okkur lítinn engil sem átti að vera verndarengillinn okkar í langa langa road-trippinu okkar í haust. Hann stóð sig vel á ferðalaginu sjálfu en það fór svolítið illa fyrir honum þegar raggi ætlaði að bjóða hann velkomin hingað inn í fyrsta sinn því hann lenti beint í gólfinu og hálsbrotnaði:/ Jæja ég þorði nú ekki öðru en að tjasla hausnum á engilsgreyið aftur. Hann hefur staðið sig með prýði á eldhússkenknum síðan. Þangað til á Laugardaginn þegar við sátum inní stofu og heyrum að það brotnar eitthvað í eldhúsinu. Ég tölti inn til þess að tékka á aðstæðum og þar blasti enginn annar en engillinn við mér í þremur hlutum á gólfinu:

Aumingja engillinn, ég veit ekki hvort þetta eru sjálfsmorðshugleiðingar hjá honum eða hvort hann er bara svona aktívur í að taka við hrakföllum í okkar stað. Nú leita ég sveitt af englalíminu sem ég fjárfesti í fyrr í haust.. svo viðgerð stendur enn yfir:)


Annars þá var hún Margrét í heimsókn hérna um helgina


Við fengum Bongó blíðu, versluðum skó, drukkum daquiry í sólinni, borðuðum Sushi og Margrét rústaði okkur í póker (af tómri byrjendaheppni að sjálfsögðu ;))

Margrét á 1-2 verðlaun skilið fyrir að vera duglegur heimsækjandi, hún og Guðmundur deila sæti og hafa komið 2 sinnum með einungis 18 vikna millibili!! Mamma og pabbi eru reyndar að fara að taka þau í ra****ið bráðlega því hún mamma er búin að kaupa sér útskriftarferð og þau ætla að koma í heimsókn um hvítasunnuna aðeins 6 vikum eftir síðustu heimsókn:) Þetta er góður árángur hjá gestunum og erum við strax farin að taka við bókunum fyrir næsta haust!!


Að lokum þá setti hann Raggi þetta met um daginn..


Já úldnari mann hef ég ekki hitt:)

3 Comments:

  • At 2:10 PM, Anonymous Anonymous said…

    Takk fyrir að minnast á pókerinn...spurning um að setja það sem fyrirsögn á færslunni!! Ég tek við hamingjuóskum milli 17-19 alla virka daga;)
    Annars bara takk fyrir að hýsa mig, þetta var mjög skemmtileg heimsókn enda ekki annars að vænta af topp gestgjöfum! PS. Myndin af Ragga sést ekki, það væri synd ef alheimurinn fengi ekki að njóta hennar....hahahahaha!

     
  • At 10:41 AM, Blogger Unknown said…

    hehe þú verður greinilega að líma engilinn saman aftur, svo hann geti haldið áfram að taka við hrakföllum í ykkar stað. :)

    Kannst við svona byrjendaheppni - þegar við vorum að spila eitt kvöldið í Ástralíu þá vorum við í never-ending póker, ég var orðin rangeygð að þreytu og sagði bara "all in" með fimmu, sexu og níu á hendi - helduru að ég fái ekki sjöu og áttu og vinn! Það var fyndið..

    Annars þá sé ég myndina af Ragga, skemmtilega úfin :)

    p.s. ég er orðin kópavogsmær.. :)

     
  • At 12:49 PM, Blogger Margret Silja said…

    Haha Margrét ég reyndi að hringja milli 17-19 í gær og í dag, en það er bara alltaf á tali... greinilega brjálað að gera:)

    Takk fyrir komuna segjum við bara, og já ég er sammála það væri sko synd ef það fengju ekki fleiri að njóta ýfu ragnars, og trúðu mér þetta versnar bara með síkkandi hári;)

    já Sandra það er GOTT AÐ BÚA Í KÓPAVOGI!!! :)

     

Post a Comment

<< Home