.....?

Sunday, February 24, 2008

Allir dagar eru hamingjudagar!

Við Ragnar erum nú ekki þekkt fyrir að rómantíkin sé neitt að kæfa okkur -höfum aldrei haldið uppá sambandsafmæli, bóndadagurinn var eins og hver annar föstudagur nema jú við fórum út að borða því við vorum of löt til að elda (reyndar af ragga frumkvæði og ég hafði ekki hugmynd um daginn), Valentínusardagurinn.. hef ekki heyrt á hann minnst! og loks konudagurinn í dag þar sem raggi tönglaðist á því að ég ætti nú að dedúa við hann í dag, elda fyrir hann kræsingar og með því, þangað til ég leiðrétti hann að það væri reyndar konudagur þá minntist hann ekki á kræsingarnar meir (Jamm hann var ekki að grínast... hann hélt að það væri annar í bóndadegi eða eitthvað)
En jæja þrátt fyrir þennan skort á rómantík á heimilinu þá lifum við bara prýðislífi og bara þónokkuð um hamingju á heimilinu:) ... ég held að þetta sé lykillinn....

.. en varið ykkur stelpur þó þeir séu á hnjánum með kreditkortið þá skulið þið ekki gera þau mistök að taka þá með að versla.. það getur algerlega eyðilagt þessa verslunarstemmningu!! t.d. þegar maður er að kaupa skó og heyrir "áttu ekki svona 3 alveg eins pör" ???

6 Comments:

  • At 3:09 PM, Blogger Unknown said…

    thíhí.. ég er svosem ekkert hissa að Raggi segi þetta - því það er líka alveg satt! Það á enginn jafn marga skó og þú =)
    Verst að ég passa ekki í þá, annars myndi ég glöð ættleiða e-ð af þeim! :)

    Ennþá er hægt að fara að versla með Árna, hann er eiginlega kaupglaðari en ég, og ef ég er e-ð efinst þá segir hann "æi keyptu þetta bara"
    ...sjáum til hvað það endist lengi =P

    Við ákváðum að slá öllum þessum dögum upp í eina helgi og skelltum okkur í bústað, það var heví nice! Heitur pottur, grill, dúna logn, hvítvín og gotterí :)

     
  • At 3:28 PM, Blogger Margret Silja said…

    uuuummmmmm minns er afbrýðisamur!!! ég hef ekki farið út fyrir hússins dyr heldur verið óendanlega óeffektiv heima að læra ALLA helgina:(

    En gleðifregnir í sambandi við skóna þá finnst mér allt í einu allir skórnir mínir vera orðnir of litlir (semsagt ég er ennþá að stækka:) ég verð svei mér þá að fara að kaupa mér nýja:)

    Ég skal alveg bítta á Árna og "Ragga+nokkrum valfríum skópörum" í smá tíma.. þetta er akkurat svarið sem við viljum fá "æææ kauptu þetta bara" !!! :)

     
  • At 7:39 AM, Anonymous Anonymous said…

    Jah sko...þegar maður er single and fabulous þá þarf maður ekkert "samþykki" frá öðrum aðilum til að kaupa sér skó! En burt séð frá því öllu því saman þá er kominn timi til að karlmenn sætti sig bara við það að konur þurfa endalaust mikið af skóm og stundum eru karlmennirnir bara ekkert skárri sjálfir! Og hana nú!

     
  • At 10:45 AM, Blogger Margret Silja said…

    Já það er rétt Margrét! ég beiti eindregið gallabuxna málefninu á hann Ragnar þegar skóumræðan kemur upp.. en hann vantar ALLTAF gallabuxur, svo fer hann inní skáp og dregur út hverjar á eftir örðum ónotuðum (kannski þetta hafi meira með minni að gera)
    Og þetta með að þurfa fá leyfi hjá einhverjum það er mesti misskilningur, ég kaupi þá yfirleitt hvort hið er, svona athugasemdir skyggja bara á gleðina við að kaupa sér skó:)

     
  • At 12:54 PM, Anonymous Anonymous said…

    númer hvað eru skórnir sem eru orðnir of litlir? Ég nota númer 39...

    -kusa..

     
  • At 1:05 AM, Blogger Margret Silja said…

    Ajjhh flestir eru þeir í 36:/ en ég er með fullar vonir um samanskreppandi tær í nánustu framtíð!! en læt þig vita

     

Post a Comment

<< Home