.....?

Wednesday, January 23, 2008

Veðurbloggið

Svíar eru doldið veðurhrætt fólk greyin. Í síðustu viku var gefin út stormviðvörun, ekkert vit í því að fara út fyrir hússins dyr og svona. Strákarnir í liðinu hans Ragga voru að velta því fyrir sér hvort það væri nokkuð vit í því að keyra til Landskrona (40 min í burtu) og spila leik í þessu ofsaveðri. Þeir létu sig þó hafa það! Við biðum spennt eftir óveðrinu en ekkert gerðist. Svo færir sænsk vinkona mín mér þær rosalegu frétttir daginn eftir að það hafi verið allt að 33 m/s í Småland, en það hafi ekki orðið svo slæmt hérna hjá okkur. Svo þegar ég sýndi engin sjokkerandi viðbrögð við þessum 33 m/s (hugsandi um 40 m/s sem við keyrðum suður í um jólin, já og svipaðar tölur svona annað hvert skipti sem maður keyrir undir Hafnarfjallið) þá bætti hún líka við að þessi stormur hafi samt ekki verið jafn slæmur og stormurinn Gudrun! þá hélt ég að ég myndi drepast úr hlátri, þeir skíra öll fjúkin sem blása doldið hressilega mannanöfnum, svona eins og fellibyljirnir í BNA! En til þess að gera ekki lítið úr storminum Gudrunu þá geysti hann hérna yfir jólin 2004, féllu nokkur tré og nokkur rafmagnslaus hús. Þeir ganga meira að segja svo langt að kalla þetta Fellibylinn Gudrun þar sem mældust vindkviður allt að 40 m/s. En ég er hrædd um að við værum komin ansi langt inní stafrófið heima ef við ættum að nefna öll rafmagnsleysis rokin, og vindi sem þeyta köttum og farartækjum... kannski við getum kallað blásið í gær storminn Örn??

Bara svona tillaga til að brydda uppá kaffistofuumræðurnar. Mér finndist nú ekki leiðinlegt að geta sagt hetjusögur frá storminum Inga (ég var ca. 5 ára sko) þegar við þurftum að grafa okkur göng út úr húsinu, bara svona snjóhúsa framlenging haha:)

Önnur sænsk vinkona mín sendi mér skilaboð um daginn þar sem hún sagðist ekki komast í partý hjá okkur því hún væri svo "väderkännslig", gott íslenskt orð yfir það væri líklega að vera veðurnæmur:) Skýringin var sú að rigningin undanfarna daga hafði orsakað svo gríðarlegan höfuðverk að hún treysti sér ekki á djammið strax (það er ljótt að segja frá því að ég skellihló yfir þessu:/ )

Ég held hreinlega að ég sé orðin "náttúruhamfaranæm". Ég hrökk upp við það í nótt að ég upplifði 2 jarðskjálfta (í draumi sko) og eyddi allri nóttinni í að hugga stóru systur (hehe já ég var að hugga hana sjáiði til;) en var aðallega að reyna að beita góðum rökum fyrir því að það væri betra að vera á efri hæðinni, já eða frekast úti ÞEGAR húsið hryndi (eins og þið sjáið þá var ég með mjög traustvekjandi hugg... ÞEGAR húsið hrynur) en við höfðum einmitt horft á Sjávarborg hrynja nokkrum sek áður (en sjávarborg stendur sko enn, þetta var bara draumur). Það fyrsta sem ég sá þegar ég vaknaði upp frá þessum vonda draumi voru svo fréttir af jarðskjálfta í Grindavík, skondin tilviljun. Ég er að hugsa um að fara að virkja þessa "náttúruhamfaranæmni" mína og færa jafnvel fréttir af komandi hamförum bara strax á nóttunni. Sjáið þið ekki fyrir ykkur svona "veðurbloggið... fyrst með fréttirnar" ??

7 Comments:

  • At 3:21 AM, Blogger Unknown said…

    ahahahaha veðurnæmur - það finnst mér illa fyndið! Hún hefur kannski ekki pælt í því að svona mikil innivera vegna rigningar sé valdurinn af höfuðverknum en ekki rigkningin, eða hvað... =)

    Heyrðu, þú mátt endilega segja mér hvernig veður veður 23.febrúar því að þá er ég örugglega að fara í sumarbústað. Getur ekki svo bara farið að stýra veðrinu með draumunm - s.s. dreyma bara sól og sumar og þá verður það þannig :O

     
  • At 3:34 AM, Blogger Margret Silja said…

    jú ég held ég geti allt núna, stoppaði húsið mömmu og pabba frá hruni í nótt (með því að vakna nógu snemma og stoppa drauminn).. stormarnir í svíþjóð hafa þessi áhrif á mig:) Ég fer bara í það að beita allri minni yfirnáttúrulegu næmni í að þeim veðurblíða degi 23. feb ok!!

     
  • At 6:04 AM, Anonymous Anonymous said…

    Fyrst þú ert nú byrjuð í veðrinu, hvernig væri að hafa sól og blíðu á Krít um miðjan júlí?;)...og kannski bara í allt sumar hér á Íslandi? Og veðurblíðu um páskana...og ömurlegt veður þegar ég sit sveitt við að klára BA ritgerðina...og já þá held ég að þetta sé bara komið í bili! Takk takk...

     
  • At 7:27 AM, Blogger Margret Silja said…

    Já þetta lítur vel út.. ég vinn best undir pressu svo ég er bara bjartsýn komin með þessa pressu á mig:) Aumingja Skáningjar þegar ég fer að beita mér fyrir slæmu veðri í heila önn næsta haust þegar ég verð að skrifa mastersverkefnið mitt haha

     
  • At 8:11 AM, Anonymous Anonymous said…

    Hæhæ:) Æðislegt þetta! Spáið í því, ef við værum svona "veðurnæm" hér á Íslandi kæmumst við aldrei útúr húsi. Og ég er ekki hissa að þú hafir sprungið úr hlátri. hahahah...

     
  • At 10:16 AM, Anonymous Anonymous said…

    väderkänslig....hahahahahah æji ég elska þessi svíakrútt, þeir eru bara lúðar hehehe. Ég man eftir "Guðrúnu" þá voru Björn frændi með fullt hús af fólki hjá sér og allir þurftu að gista, því það var svo mikill stormur. Það versta var að hann var nýbúinn að dömpa kærustunni og vegna "Guðrúnar" þurfti grey stúlkan að húka heima hjá honum heheheh ef ég myndi einhvern tímann hafa þvagleka af hlátri þá hefði þetta verið eitt af þeim skiptum...;-) kram sjana

     
  • At 1:08 PM, Blogger Margret Silja said…

    Hahaha aumingja Björn frændi var "Gudda" að pressa svona á hann að segja kæró upp;)

    En haha talandi um Svíakrútt.. það eru bara hálfir-Svíar sem geta fengið þvagleka úr hlátri:)

     

Post a Comment

<< Home