.....?

Sunday, October 21, 2007

Thailand

Þá er tveggja vikna helvíti loksins að baki... heimapróf sem mér tókst að sjálfsögðu að hanga yfir alla 13 dagana!
Ég segi nú ekki að ég hafi verið með fullri einbeitingu alla dagana 13 þar sem hið langþráða jólafrí okkar Ragga stal olli smá einbeitingarskorti. Við vorum komin hringinn í kringum hnöttinn á internetinu í hugmyndum... fyrst Kenya, svo Malaysia, Venezuela, Egyptaland, Karabíska hafið.. bara neim it, en svo enduðum við í Thailandi:) Við fengum ekki ferð fyrr en á gamlárskvöld (yess við munum halda áramótapartý í háloftunum) og munum þess vegna koma örstutta ferð heim yfir hátíðirnar og hitta okkar næru og kæru;)
Planið er svona: Förum út á gamlársdag, og komum til Bankok snemma á nýársdag. Við munum stoppa í Bankok í 3 daga og fara í alls konar túra, Kanúasiglingar á skurðunum, heimsækjum alls konar hof og skoðum okkur um í borginni. Þar á eftir liggur leiðin suðureftir á ströndina Hua Hin þar sem við ætlum að slappa af og skoða okkur um í 12 daga í viðbót. Slappa af þýðir líklega að missa okkur í alls konar water sports, fílareiðtúrúm, skoðunarferðum og að borða Thai mat;) Ummmm ég sé þetta alveg í hyllingum!
Ströndin í Hua Hin...
Fílareið...
Hofið Wat Po sem við ætlum að skoða í Bankok..
Sem sagt.. ég vona bara að tíminn fram að jólum líði hratt og vel;) Því ekki get ég drepið tímann með því að kaupa jólagjafir þar sem ég er búin að því hehe (jamm í byrjun Október) Ef þessir 15 dagar í Thailandi verða jafnlengi að líða og heimaprófið mitt var þá er ég mjög sátt!
Við Raggi gerðum voða fynndin grikk að okkur fanst í dag;) Hanna vinkona mín var með bílinn í láni til að snúast fyrir surprise 25-ára afmælispartýið hans Calla. Við fórum heim til hennar með aukalykilinn í gær og færðum bílinn um eina hæð í bílastæðahúsinu og parkeruðum honum lengst útí horni. Viti menn, Hanna hringdi með tárin í augunum seinnipartinn í dag og sagðist fyrst hafa haldið að einhver hefði stolið bílnum, en svo hafi hún fundið hann á allt öðrum stað. Ég reyndi að telja henni trú um að hún hafi bara verið svona út úr heiminum þegar hún lagði bílnum, nei hún var alveg handviss um að einhver hefði fært hann og var skíthrædd hvernig það hefði tekist bewhaha, hún er svo auðtrúa þessi elska;)
Jæja ég ætla að fara að njóta 9 tíma fríinu mínu í skólanum áður en næsta önn byrjar!

8 Comments:

  • At 7:00 AM, Anonymous Anonymous said…

    Djöfull er ég ánægð að heyra að þú komir heim um jólin. Er búin að vera með martröð yfir því að ég fari bara í tvær veislur á jóladag en ekki trjár:) nú get ég andað léttar enda engin jól án þess að fara í afmæliskaffi til þín á jóladag elskan:) Annar öfunda ég þig ekkert með þessa tælandsferð:)
    Kv. SIV

     
  • At 8:17 AM, Blogger Margret Silja said…

    This comment has been removed by the author.

     
  • At 8:19 AM, Blogger Margret Silja said…

    haha mann kvíðir víst fyrir ekki hvíðir;) skítt með það

     
  • At 8:25 AM, Blogger Margret Silja said…

    ohh ég fiktari.. en hér kemur kommentið sem mér tókst að eyða áðan... ;)

    Nei segðu.. ég hvíði geðveikt fyrir að fara til Thailands.. á örugglega eftir að eyðileggja nýja árið fyrir mér haha;)

    En jamm það verða nottla engin jól án þess að fá ykkur í afmæliskaffi elskurnar, þó það hafi gengið svona misvel að koma ykkur á óvart haha ;)

     
  • At 12:02 PM, Anonymous Anonymous said…

    Þessi Tælandsför á eftir að verða algjört ævintýri, ekki spurning! Njótið þess út í ystu æsar...svo er nú ekki slæmt að fá smá mömmumat áður en lagt er af stað;)

     
  • At 7:28 AM, Anonymous Anonymous said…

    þetta er bara akkúrat þar sem við fórum í útskriftarferðinni! hua hin er æði, en ég fór ekki mikið á ströndina því hún var ógeð. Gæti hafa tengst því að það var regntími en það var mikið um krabba og drasl... Það er rosagaman á fílabaki og bara rosa flott allt saman. :)
    Rosalega eruð þið mikið í útlöndum... sko öðrum en svíþjóð. En þetta verður ábyggilega æðislegt jólafrí hjá þér!!

     
  • At 1:05 PM, Blogger Margret Silja said…

    haha fynndið alveg nákvæmlega sami staður;) en það verður engin H*u** að eyðileggja fyrir mér fríið svo verður pottþétt æði heh;)

    En mikið í útlöndum.. jamm það er svo stutt til útlanda þegar maður á heima í svíþjóð;) Svo gaman, ég mæli hiklaust með því að flytja af klakanum í smá stund hehe;)

    Gaman að heyra í þér!

     
  • At 4:22 PM, Anonymous Anonymous said…

    Hæ sæta, vá það er svo langt síðan ég kíkti á bloggið þitt.... éghef greinilega misst af miklu! Samt gaman að fylgjast með ykkur turtild
    úfunum á ferð um heiminn ;) Kiss Kiss

     

Post a Comment

<< Home