.....?

Saturday, August 18, 2007

Langur Föreyskur Bloggur





Er stödd í Færeyjum þessa stundina og það hefur margt og mikið drifið á daga mína síðan síðast þrátt fyrir bloggleysið.

Ég er orðin stóra frænka;) Þau Ósk og Axel hafa eignast “lítinn strák” voða voða sætan! Hann fæddist hvorki meira né minna en tæp 21,5 merkur, 58 cm og vel hærður! Og þrátt fyrir að blessaða barnið hafi náð að sitja sem fastast þar til daginn eftir að ég fór suður aftur þá náði ég að sjá hann í einn dag áður en ég fór;)






Við fluttum út úr Furugrundinni og Raggi hefur ákveðið að næst þegar við flytjum heim þá flytjum við í eitthvað hús og flytjum ALDREI úr því aftur!! Mér fór aftur á móti mikið fram í þessum flutningum og ég lærði að HENDA. Henda uppáhalds skóm og já eða bara henda skóm yfir höfuð :) Héldum alveg hreint prýðis kveðjupartý í hálftómri íbúðinni þar sem takmarkið var að klára allt áfengi og sælgæti sem fannst á heimilinu.. það tókst! Náðum að stútfylla voffa með tengdamömmubox á toppnum og að lokum pakka litla bróður ásamt búslóðinni afturí, Ragga fannst þetta nú ekki passa mjög vel við Spoiler-kýttið og kastarana (kræst) Ég lifði af nótt um borð í Norrænu í skelfilegum brotsjó og ruggi án þess að tárast mikið...:/ og án þess að æla! Og nú erum við stödd í Færeyjum í góðu yfirlæti hjá fjölskyldu Hildar.. þvílíkir gullmolar öll með tölu! Pabbi hennar er búin að taka okkur í siglingu frá Tórshöfn til Klakksvíkur á 65 ára gömlu seglskútunni sinni, geggjað flott!



Svo er bíltúr um þessar fallegu eyjar framundan. Ég er svo skotin í Tórshöfn að ég er sko meira en til í að búa hérna:) Keyra hýrisvognur, sofa á hótel Bólið, búa á Snýpuvegur og eiga sumarhús á bænum Inni á Fjósi þar sem ég myndi fleygja mér í sófann á hverjum Sunnudegi, fara svo inní rúmmið og leggja mig svo í sængina.. bewwhaha.. þetta er svo yndislegt mál:)

Sumir hafa líka reitt af sér nokkur gullkorn í ferðinni... :)

Raggi: Ingvi, ertu með kort?
Ingvi: Nei, ég rata alveg. En ert þú með lykil?

Samtalið fór fram í Norrænu þar sem notaðir eru spjaldalyklar að káetunum, og báturinn er nú ekkert svo mikið völundarhús að þörf sé á korti.. en þó hehe:)

Margrét: Hvað keyptir þú fyrir peningana sem frúin í Hamborg gaf þér?
Ingvi: Ég keypti mér hjól
Margrét: Keyptirðu hjól?
Ingvi; JÁ!

Það vantaði bara að byrja leikinn á því að segja að hjólið hafi verið svart og hvítt;)
Einn dagur eftir í Færeyjum svo tæp tveggja daga sigling til Bergen og þaðan upp á fallegasta stað á jörðinni Flekke;) Get ekki beðið!!
Best að skella sér í bæinn á Leygardag kvØldi í Tórshavn:)

3 Comments:

  • At 12:12 PM, Anonymous Anonymous said…

    Flekke?!! Bíddu nú við, er Flekke fallegri staður en Skagafjörðurinn? Það getur nú bara eiginlega ekki staðist er það? Þú hlýtur bara að hafa meint fyrir utan Skagafjörðinn, held það barasta!! Gott að heyra að ferðin sé búin að ganga tiltölulega áfallalaust fyrir sig;) Brussel er líka æðisleg, er búin að taka nokkur nostalgíuköst og er alls ekki illa haldin hérna...vá hvað maturinn er góður!! Fer í aðhald þegar ég kem heim, ekki fyrr! Hafið það sem allra best...kram og kys ;)

     
  • At 3:13 PM, Anonymous Anonymous said…

    Flekke kemst allavegana nálægt því!:)
    Bið að heilsa þangað og veit að þú átt eftir að njóta þess að hoppa í fjörðinn. Ímynda mér að þú eigir eftir að vera í einu stóru nostalgíukasti þarna Margrét mín:)

     
  • At 5:41 PM, Blogger Margret Silja said…

    Hehe já reyndar þá kemst Flekke hættulega nálægt Skagafirðinum í fegurð öss Margrét ímyndaðu þér bara ALLTAF logn og að geta staðið á haus eða fótum og það lítur samt eins út því það speglast allt í sjóum.. mm mig langar bara aftur uppeftir;)

    En aðhald hvað... öss ég byrjaði bara frekar á því að rjúfa 7 ára nammibindindið mitt.. voða voða gott;)

    Og Kristín, þá hafðirðu rétt fyrir þér með nostalgíuna en ekki fjörðinn. Ég sá eftir öllum hoppunum mínum í Fjörðinn og Kayak kennslustundunum mínum í sjónum eftir að ég tók kúrsinn Fráveitur og Skólphreinsun í vetur þegar mér var hugsað til þess að mannarnir og klósettpappírarnir komu fljótandi út um rörið við Eckbo húsið:(

     

Post a Comment

<< Home