.....?

Sunday, July 01, 2007

Bölvaða Pakk!!


Ég var í mínu mesta sakleysi í Vera Moda í Smáralindinni í dag og var auðvitað alveg jafn græn og fyrri daginn með að finnast ég geta treyst öllum heimsins hálvitum til þess að vera heiðarlegir og skildi símann minn eftir í mátunarklefanum þær 3 sek sem ég skrapp í burtu að ath með aðra stærð.. btw þá vorum við ekki meira en í ca. 5 m fjarlægð frá mátunarklefanum! Þegar ég kom til baka sá ég að síminn minn var horfinn... já ennþá þónokkuð glænýji dýrasti síminn sem ég hef átt! Á sama tíma sá ég miðaldra karlmann ganga í átt frá mátunarklefanum og ég hljóp hann uppi og spurði kurteisislega hvort hann hefði nokkuð tekið gsm síma í misgripum úr klefanum. Það kom í ljós að þessi miðaldra maður var af erlendu bergi brotinn sem einkenndist af síendurteknum “noooe noooe noooe” með mjög eystrasaltlenskum hreim. Og eftir að raggi hafði staðfest við mig að hafa séð þennan ekki svo ágæta mann hafa skotist inní klefann og skilið þar eftir peysu þá ásakaði ég manninn óhikað fyrir það að hann hlyti að hafa tekið símann þar sem síminn hvarf um leið og hann skaust inní klefann. Þar á eftir bað ég hann um að sýna mér að hann væri örugglega ekki með símann minn í vasanum, þar sem það fór ekkert á milli mála að hann var með eitthvað í vasanum! Hann féllst á það að grafa vel og lengi í vasann sinn og draga þar upp vel valinn gsm síma (sem var ekki ekki minn) en harð neitaði með “noooe nooe”-unum sínum að sýna mér að vasinn væri tómur. Á þessum tímapunkti var stór hluti kúnnanna í versluninni farin að hlusta á það sem okkar fór á milli og ég farin að skjálfa af óvissu um hvort ég væri að gera mig að fífli og ásaka saklausan mann fyrir að hafa rænt símanum mínum sem ég hefði svosem getað hafa litið framhjá inní mátunarklefanum. Ég gerði honum það alveg ljóst að ég skildi láta hann í friði og taka hann trúverðugan ef hann bara sýndi mér að vasinn sinn væri tómur.. sem hann vildi ekki gera. Þá kveikti Raggi á þeirri mjög svo ágætu hugmynd að hringja bara í símann minn. Þarna stóð karlpungurinn og yppti öxlum yfir ásökunum mínum þegar kærkomna símahringingin “Is that the taxi company? I´m tellin ya this is Shaggy! I need a car cause.....” glumdi úr buxnavasanum hjá honum!! Ég sagði honum alveg brjáluð að þetta væri sko MÍN hringing og reif af honum símann!! Þetta leit út fyrir að vera bara daglegt brauð hjá honum því hann rölti bara hinn rólegasti út úr búðinni.... puff Menningarlaus skrýll!!


Að menningarlegri hlutum þá skelltum við okkur í Kjósina á Föstudagskvöldið og nutum okkar í splunkunýja heitapottinum með kampavín í einari og bjór í hinni.. very naajjs;) Á laugardagsmorguninn pikkaði VST rútan okkur upp á afleggjaranum og við héldum inní Botnsdal í Hvalfirði. Þaðan gengum við í rúma 5 tíma í yndislegu veðri yfir Leggjabrjót og komum niður við Þingvelli þar sem biðu okkar gómsætir grillaðir hamborgarar.. ekki slæmur Laugardagur það. Sólin skildi okkur eftir rauðröndótt eftir bakpoka, boli, sólgleraugu o.fl. mjög kúl!



Eftir gestaforföll um kvöldið sátum við Raggi í góðu yfirlæti yfir hvítvínsbelju og spilastokk og hjóluðum svo á djammið um miðnætti og hittum Margréti G galvaska í bænum! Það voru ALLIR í bænum sveittir.. svo sveittir að maður límdist við næsta mann á dansgólfinu! Ég þakka bara fyrir að fólk var ekki með jafn mikla vindverki og það var sveitt.. je sússi minn! En það er nú reyndar ALLT betra en sígarettureykurinn:)






5 Comments:

  • At 5:12 AM, Blogger Unknown said…

    Dí, ég er farin að halda að það hvíli bölvun á símunum þínum! En gott að þú varst með hljóð á símanum þínum og fekkst hann aftur! =)
    En helgin lýtur út fyrir að hafa verið skemmtinleg, við gerum e-ð sneddý næstu helgi líka í útilegu =D

     
  • At 7:03 AM, Blogger Margret Silja said…

    Já þvílík örlög með þessa blessuðu síma... en það má vissulega hneikslast á mér fyrir að vera svona kærulaus og treysta öllum heiminum... en ég er samt MIKLU hneykslaðari á helv... aumingjunum sem eru að stela símunum! urr

    Og með hljóðið.. þá var sko heldur betur hljóð.. Shaggy sjálfur;)

    En að orðaforðanum mínum þá er ég hrædd um að ég þurfi að bæta við skýringu á orðinu sneddý??

     
  • At 10:52 AM, Anonymous Anonymous said…

    Já maður er oft einum of grænn með að treysta fólki. Sneddý: sniðugt...ekki seinna vænna að bæta þessu við orðaforðann þar sem senn ferð þú af landi brott! Afskaplega sneddý og hentugt orð...;)

     
  • At 4:01 AM, Anonymous Anonymous said…

    Ojj en ógeðslega pirrandi gaur! og var honum svo bara leyft að labba út úr búðinni eins og ekkert hefði gerst? Djöfull eruði góðar rannsóknarlöggur, ánægð með ykkur.

     
  • At 6:18 AM, Blogger Margret Silja said…

    Heldurðu.. svo ef það gengur eitthvað spúkí á þá er það bara að bjalla í okkur og við tökum málið að okkur;) hehe.. en jájá hann rölti bara hinn rólegasti út.. enda reiknaði ég nú kannski ekki með mjög reyndum viðbrögðum þar sem starfsfólkið var flest rétt að skríða uppúr grunnskóla:)

     

Post a Comment

<< Home