Harðsperrur og eyrnaklipp
Betra er seint en aldrei.. en hér kemur færslan sem var tilbúin fyrir rúmri viku síðan.. en þökk sé þessari bölvuðu síðu að það var ekki hægt að pósta..
Kannast einhver við tilfinningu sem er góð en samt mjööög slæm??? Ég fékk þessa tilfinningu í síðustu viku.. og hún versnaði/batnaði mikið þegar leið undir lok vikunnar! Þessi umrædda tilfinning eru harðsperrur!! Tilfinningin er góð því hún staðfestir að það eru virkilega einhverja vöðva að finna þarna inn við beinin... en ég var nánast búin að afskrifa það miðað við afrek s.l. mánaða. Slæma tilfinningin er hins vegar sársaukinn sem fylgir harðsperrunum!! Ouuts.. ástandið var svo slæmt að lærunum á mér leið eins og þau væru grjót og stigagangurinn heima var orðinn minn versti óvinur:/
Svo ég komi mér nú að orsök harðsperranna þá var íþróttamót í skólanum. Keppnisgreinarnar voru fótbolti, körfubolti og bandý... já boltagreinar akkurat my thing ;) en þrátt fyrir að vera ekki tæknilega sú bæsta þá fannst mér þetta voða voða gaman;) Svo hef ég ákveðið að hætta fótboltaferilinn bara á toppnum, þar sem nýtingin er ágæt.. spilaði fótbolta í annað sinn og skoraði í annað sinn heh;) (og ég hef ákveðið að fara ekkert nánar í hornspyrnuna sem ég hitti ekki einu sinni inná völlinn!!)
Síðasta helgi var stórskemmtileg, það var aðalfundur hjá nemendafélaginu.. mikið fjör og mikið gaman;) En nemendafélög meiga einmitt ekki skila hagnaði svo það var kannski AÐEINS of mikið af upplífgandi drykkjum í boði.. húff!!
Nú er komið PáskaFRÍ.. wehúú... mjög langþráð! Ég byrjaði fríið á því að gera tilraun til þess að klippa eyrað AF Ragga, mér tókst nú ekki að ná eyranu öllu.. en dágóðum bita!! Þetta gerðist samt alveg óvart þegar ég ætlaði að snyrta aðeins á honum lubbann.. ég veit ég er KLAUFI :( þökk sé heftiplástrunum sem til voru á heimilinu frá því ég nánast skar af mér puttann að við gátum gert við skarðið sjálf!
En jæja ætli það sé ekki best að ég drífi mig bara í afmæliskaffi hjá tengdó áður en ég klemmi mig á lyklaborðinu eða eitthvað..... leggjum líklega í hann norður á fimmtudaginn;)
Kannast einhver við tilfinningu sem er góð en samt mjööög slæm??? Ég fékk þessa tilfinningu í síðustu viku.. og hún versnaði/batnaði mikið þegar leið undir lok vikunnar! Þessi umrædda tilfinning eru harðsperrur!! Tilfinningin er góð því hún staðfestir að það eru virkilega einhverja vöðva að finna þarna inn við beinin... en ég var nánast búin að afskrifa það miðað við afrek s.l. mánaða. Slæma tilfinningin er hins vegar sársaukinn sem fylgir harðsperrunum!! Ouuts.. ástandið var svo slæmt að lærunum á mér leið eins og þau væru grjót og stigagangurinn heima var orðinn minn versti óvinur:/
Svo ég komi mér nú að orsök harðsperranna þá var íþróttamót í skólanum. Keppnisgreinarnar voru fótbolti, körfubolti og bandý... já boltagreinar akkurat my thing ;) en þrátt fyrir að vera ekki tæknilega sú bæsta þá fannst mér þetta voða voða gaman;) Svo hef ég ákveðið að hætta fótboltaferilinn bara á toppnum, þar sem nýtingin er ágæt.. spilaði fótbolta í annað sinn og skoraði í annað sinn heh;) (og ég hef ákveðið að fara ekkert nánar í hornspyrnuna sem ég hitti ekki einu sinni inná völlinn!!)
Síðasta helgi var stórskemmtileg, það var aðalfundur hjá nemendafélaginu.. mikið fjör og mikið gaman;) En nemendafélög meiga einmitt ekki skila hagnaði svo það var kannski AÐEINS of mikið af upplífgandi drykkjum í boði.. húff!!
Nú er komið PáskaFRÍ.. wehúú... mjög langþráð! Ég byrjaði fríið á því að gera tilraun til þess að klippa eyrað AF Ragga, mér tókst nú ekki að ná eyranu öllu.. en dágóðum bita!! Þetta gerðist samt alveg óvart þegar ég ætlaði að snyrta aðeins á honum lubbann.. ég veit ég er KLAUFI :( þökk sé heftiplástrunum sem til voru á heimilinu frá því ég nánast skar af mér puttann að við gátum gert við skarðið sjálf!
En jæja ætli það sé ekki best að ég drífi mig bara í afmæliskaffi hjá tengdó áður en ég klemmi mig á lyklaborðinu eða eitthvað..... leggjum líklega í hann norður á fimmtudaginn;)
7 Comments:
At 3:12 PM, Anonymous said…
Já Margrét, það er best að hætta á toppnum...það gerði ég eftir leikinn sem ég spilaði á 17.júní þegar ég var 6 ára - minn fyrsti og eini opinberi fótboltaleikur! Pabbi þreytist aldrei á að minna mig á stuttan en farsælan feril minn í fótbolta ;)
At 4:20 PM, Margret Silja said…
Já einmitt, það ættu fleiri að taka okkur til fyrirmyndar áður en þeir verða minnistæðir fyrir að geta ekki neitt!! En þess má geta að þrátt fyrir að vera hætt spilamennsku þá er ég alls ekkert hætt að taka hrósi fyrir ferilinn ;)
At 6:49 AM, Anonymous said…
ég er að spá í að reyna ekki oftar að spila fótbolta þar sem ég sannreyndi bæði fyrir mér og öðrum að mér væri ekki ætlað að heppnast neitt í þessum leik... (sprungin vör af sjálfsdáðum... geri aðrir betur í aulaskap) ;)
At 1:30 PM, Margret Silja said…
haha ok ok.. helga þú vannst illakeppnina með því að sprengja eigin vör alfarið af sjálfsdáðum híhí.. en duglegar meigum við kalla okkur þrátt fyrir að vera kannski ekkert rosalega góðar mannstu;)
At 1:32 PM, Margret Silja said…
... svo má nottla ekki gleyma því að þú kannt nú að sparka þó það sé ekki alltaf miðað á boltann!! bewhaha
At 4:14 PM, Anonymous said…
hahaha já helga fór á kostum þarna, var næstum búin að gleyma því...hahahaha alltof fyndið. En já, shit ég er ekki enn búin að jafna mig á færinu sem ég fékk...hrikalegt að klúðra þessu..usussusss
At 8:51 AM, Margret Silja said…
Já stelpur.. ef við getum ekki rústað fótboltamóti.. þá rústum við bara jú jatzy í staðinn í næstu viku!! koma svo...
Post a Comment
<< Home