.....?

Tuesday, February 20, 2007

Símasurgeon!!

Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég var glöð í gærkvöldi!! Síminn minn drukknaði semsagt... vikugamli geggjað flotti gullsíminn minn;) Hann drukknaði samt á mjög eftirminnilegan metklaufalegan hátt! Ég var alveg búin að úrskurða hann látinn þar sem hann hafði ekki sýnt lífsmark í 2 daga. En svona áður en ég dreif hann í viðgerð gat ég ekki látið slag standast með að skrúfa hann sjálf í sundur og krukka aðeins í honum. Tók til skrúfjárn, augnbrúnaplokkara, beittasta hnífinn minn og eyrnapinna, skar símann upp, braut lítið stykki af honum (óvart) klóraði honum aðeins með eyrnapinnunum, reif af honum velvaldan límmiða og viðraði hann í nokkra tíma. Viti menn... það kom ljós!!! Hann svínvirkaði, enn betur en fyrr ef eitthvað er... ÓÓÓ jééé.. I´m a símasurgeon;)

Og þess er vert að geta að það var ekki bara síminn sem lagaðist heldur komust ég og öll áhöldin heil frá aðgerðinni.. mér hefur nú tekist að gera hlutina verri, skera mig soldið eða skemma eitthvað áður... klapp fyrir mér!

Ég vildi bara deila gleði minn með ykkur.. ég er í símasambandi ef þið viljið samgleðjast mér;)

Bolludagur var í gær.. bolludagar eru góðir dagar! Pabbi gamli var á fundi í borginni svo ég sletti í form bauð Pabba, Helgu og Bjarna í bollukaffi;) Ummm.. rjómi, sulta og súkkulaði.. bolludagar eru óhollir dagar.. en góðir dagar! Bolludagur byrjaði reyndar á Laugardaginn hjá okkur þegar Björk mamma hans Ragga var svo sæt að færa okkur bollur í heimsendingu.. ummm!!

Þetta heldur áfram.. í dag er sprengidagur, sprengidagar eru góðir dagar og okkur er boðið í saltkjöt í kvöld;)

Spurning um að halda þessum góðu dögum áfram og sauma sér búning og ganga um bæjinn á morgun og syngja í búðum??? Einhver in??

1 Comments:

  • At 12:47 PM, Anonymous Anonymous said…

    Vá ég held að ég sé jafnvel glaðari en þú yfir því að síminn er kominn í lag! Var komin með nett fyrir hjartað út af honum, en nú veit ég hvert ég á að fara með minn ef hann lendir í álíka "hnjaski"!! Oh, þessir dagar eru æði, bollur og saltkjöt og baunir...namm;) En ég er ekki til í söng á morgun, allavega ekki fyrir nammi...nema þú bjóðir eitthvað betra? ;)

     

Post a Comment

<< Home