.....?

Friday, February 09, 2007

Píkupóker

Jæja ég fór loksins til læknis á Þriðjudaginn á 16. degi með hita og ógeðslegan hausverk. Læknirinn spurði mig hvort ég stefndi á met.. en þið vitið hvernig það er.. maður trúir því alltaf að akkurat á morgun verði þetta betraJ Svo tjáði hann mér að það væri engin heilvita manneskja með hita í 16 daga svo ég fékk sýklalyf og stera við mjög líklegri sýkingu inní ennisholunum.. sem er líklega skýringin á mjög miklum þrýstingi og jarðskjálfta tilfinningu í hausnum ef ég svo mikið sem kinkaði kolli eða horfði í einhverja aðra átt en beint áfram. Svo ég og krukki af pensilíni erum “like this” þessa dagana að fagna góðum bata og nokkura kílóa létti á höfuðinu... en ekki á djamminu þó. Ég mun mæta tvíefld til leiks í slíkan fagnað að 8 dögum liðnumJ

Ég veit ekki hvort það eru sterarnir.. en ég er farin að nýta krafta mína á óeðlilegustu tímum! Vaknaði við það í fyrrinótt að ég dúndraði hendinni í náttborðið með þeim afleiðingum að flest létt og laust flaug af því og á gólfið.. rankaði við mér og sagði Ragga að í draumnum hafi ég sko verið að gefa honum High-Five haha... Raggi hefur sofið í hinum endanum á rúminu frá því þá.. og getur sko verið þakklátur fyrir það að ég snéri mér í átt að náttborðinu en ekki honum þegar þessi harðhentu High-Five voru látin dynjaJ

Við héldum mini-FNV reunion stelpurnar í gær og héldum Píkupókerkvöld.. mikil skemmtun mikið gaman:) Niðurstöður kvöldsins voru þær að ...

... Elva er GLÖTUÐ í að gera pókerbluff og tapaði því í þriðju umferð
... Oddný spilaði mjög skynsamlega.. væri eflaust ágætis fjárhættu spilari
... Ásdís var of tapsár og yfirgaf því spilið á örlagastundu áður en hún tapaði (haha.. OK hún tapaði kannski ekki;)
... Ég var mjög óvinsæl í því að peppa nýliðann Margréti í ruglið svo hún hagnaðist.. sem ég sá svo mjög eftir þar sem ég var þarna til þess eins að VINNA þrátt fyrir að ég hafi kreist fram bros yfir velgengni hennar
... Margrét G vann.. puff ekkert nema byrjendaheppni !! Bíddu bara þar til næst ;)

Og Sandra .. þín var sárt saknað.. það var ekki einu sinni spilað uppá real money þar sem það vantaði Bankastjóradótturina!! (shit það er langt síðan við höfum notað þennan;)

Já og Anna Margrét.. ég er eiginlega bara fegin þín vegna að þú varst ekki á staðnum... þú manst.. þú spilar jú ekki af læknisráðiJ (við finnum bara eitthvað annað að gera þegar þú ert með.. sauma út eða prjóna eða eitthvað...)

Ég er til í Píkupóker sem fyrst bara aftur stelpur;)

8 Comments:

  • At 6:20 AM, Anonymous Anonymous said…

    Nei ég má ekki spila og alls ekki upp á péninga, það er bara eins og hella olíu á eld.
    samt ánægð með þig að fara ekki til læknis fyrr en á 16. degi ég ætla t.d. ekki til læknis fyrr en elva útskrifast. ég er búin að byrgja mig upp af magnil ef eitthvað skildi koma fyrir áður en hún útskrifast

     
  • At 7:31 AM, Anonymous Anonymous said…

    Nei góða mín.. ef þú ætlar að slá mitt met.. þá er ekkert magníl leyfilegt! hah.. en ertu ekki að grínast.. myndirðu fara til Elvu þó hún væri útskrifuð??

     
  • At 7:32 AM, Anonymous Anonymous said…

    DJÓK!!!!!!! shit hvað við eigum eftir að græða.. bara með gratís lækni að eylífu:) eða heldurðu að það sé nokkuð út af okkur sem hún flutti til DK??

     
  • At 4:29 AM, Anonymous Anonymous said…

    Byrjendaheppni segirðu, við sjáum bara til næst;) haha ég er orðin svo kokhraust, þessi velgengni hefur stigið mér til höfuðs! Ok, nú hætti ég áður en ég eyðilegg lukkuna fyrir mér...

     
  • At 12:51 PM, Anonymous Anonymous said…

    haha Margrét mundirðu ekki örugglega eftir "7-9-13, bank í tré"?? :) En við verðum að endurtaka leikinn sem fyrst og spila þá uppá eitthvað alvöru!

     
  • At 5:09 PM, Blogger Unknown said…

    Jáh það þurfið þið að gera! Þá verður 'x-bankastjóradóttirin' til í slaginn =)

     
  • At 3:19 AM, Anonymous Anonymous said…

    djí þetta er bara of flókið fyrir mig að þið heitið báðar Margrét hehe:) en já ég er skynsöm stúlka.. veit samt ekki hvort ég verði svona skynsöm næst.. enda farin að skilja þetta aðeins betur! Þá tek ég eina Elvu á þetta og tapa strax múhahah :)

    en þetta var mjög gaman og við verðum að spila aftur fljótlega (þá passa ég mig á því að fá engin RÁÐ hjá Ásdísi sem þykist vera hætt ;) )

     
  • At 3:26 AM, Anonymous Anonymous said…

    Já Margrét og Margrét, mér líður stundum eins og ég sé að vitna í mig í 3ju persónu haha, bara svona eins og í Greys.. doldið kúl! Hahah það var best með hjálpina frá Ásdísi.. lá við stríði við pókerborðið útaf fynndnum misskilningi:) en sammála.. við verðum að spila sem fyrst aftur.. erum orðnar heitar;)

     

Post a Comment

<< Home