.....?

Tuesday, March 13, 2007

Fasteignafélag Margrétar & Ragnars...

Við Raggi erum að hugsa um að stofna fasteignafélag, svo ef þið eruð í fjárfestingahugleiðingum þá veitum við faglega ráðgjöf og setjum upp ítarlegar fjárhagsáætlanir í Excel;) En við fengum smá mbl sýki í síðustu viku eftir að ein í bekknum smitaði mig.. datt inn á þessa prýðisíbúð í Karfavogi, litla, mjög huggulega nýuppgerða kjallaraíbúð.. sem við keyptum svo í dag! Neibb.. við ætlum ekki að flytja úr Furugrundinni heldur ætlum við að eiga þær báðar og leigja þessa nýju út ;) Svo nú krosslegg ég bara fingur og bið fyrir að skólpflóðaldan mikla skelli ekki á vogahverfið .... ojjjjjjjjjj ég hugsa að ég hefði bara gefið bílinn minn ef ég hefði átt bíl í kjallaranum á Sólvallagötunni haha vibbbbii!! Hér koma nokkrar myndir af krúttsprengjunni...












.. og að helginni... þá er stefnan sett á Hjálma með MG á Laugardaginn.. síðast þegar ég fór á Hjálma þá þóttist ég vera Svíi og alger FAN svo ég hefði komið alla leið frá Svíþjóð bara til að hlusta á þá spila á skemmtistaðnum Steiktur grænn Tómatur á Akureyri.. spurning hvað ég á að vera núna??

5 Comments:

  • At 6:06 AM, Anonymous Anonymous said…

    Vúhú...til hamingju með íbúðina skötuhjú! Hún lítur ofsa vel út. Varðandi Hjálma, hvernig væri að þú héldir þig við Svíann því það virkaði svona líka vel síðast, en ert núna skiptinemi hér á landi (sem er reyndar satt!) og ég skal bara vera Spánverji, nú eða Frakki-ég meina það gæti alveg verið satt...og pant líka að vera skiptinemi...stuð;)

     
  • At 7:21 AM, Blogger Margret Silja said…

    Ó je.. ætli það sé útlendinga forgangur?? ;) En ef þú ætlar að vera frönsk þá verðuru að vera hallærislega klædd;) hehe

     
  • At 8:00 AM, Anonymous Anonymous said…

    Neinei...ég verð bara hip og kúl Parísarbúi...en þá þarf ég líklegast að byrja að reykja, en hey þá hef ég líka afsökun til að kaupa æðislegu töskuna sem ég sá í glugganum hjá Sævari Karli! Ok nóg komið af dagdraumum;)

     
  • At 10:33 AM, Blogger Margret Silja said…

    Já.. ekki vekja neina draumóra hjá mér góa mín.. ég verð að setja stopp á budduna þar sem aleigan fór í íbúð;) en ég mundi eftir að leggja fyrir 1000 kall inná Hjálma hehe svo don´t worry!! ;)

     
  • At 2:29 AM, Blogger Unknown said…

    Vá þessi íbúð lítur bara vel út! Þannig að þið verðið bara á ágætis launum þegar þið farið út með tvöfalda leigu =)

     

Post a Comment

<< Home