.....?

Wednesday, February 28, 2007

Teygjubindi eða plástur???

Ég skellti mér í kaffi í blóðbankann í hádeginu og gaf nokkra dropa. Konan spurði mig hvort ég vildi teygjubindi eða plástur... ég sagði að plástur nægði mér og var svo litið á manninn í næsta stól sem hafði greinilega beðið um teygjubindi. Bindið var skærgult, ca. 5 cm breitt með risastórum brosköllum með reglulegu millibili ahaha þarna var harðfullorðni maðurinn með broskallateygjubindi vafið marga hringi í kringum olnbogann á sér! Ég sá ekkert eftir ákvörðum minni um að fá bara plástur. Mér fannst þetta val á teygjubindum stofnanarinnar frekar sérstakt með tilliti til þess að maður þarf að vera að lágmarki 18 ára til að gefa blóð og þá hefði ég haldið að huggandi sárabindi og litríkir plástrar væru löngu hættir að virka;)

Það er komið að árshátíð hjá skólanum á Föstudaginn.... ég hef barasta ekki farið á árshátíð síðan á öðru ári í fjölbraut og það var fyrir heilum 5 árum síðan! Ekki það að ég hafi verið félagsskítur eða nískupúki sl. 5 ár og annað hvort ekki nennt eða ekki týmt að fara á árshátíð.. neii heldur tíðkast slíkir hefðarviðburðir hvorki í Noregi né Svíþjóð. Í Noregi var meira svona diskó í félagsheimilinu á hverjum Laugardegi og í Svíþjóð var meira um skólapöbba menningu, villt þemateiti inná milli og að ógleymdum sittningum þar sem nemendur mæta oft á tíðum í deildarsamfestingunum sínum og maturinn er ekki borðaður.. heldur kastað í sessunauta og yfir á næstu borð!! Ég lýg því nú reyndar, ég hef einu sinni farið í kjól á tveggja ára búsetu minni í Svíþjóð.

Talandi um kjóla, þá kannast allir við mánuð í ræktinni til að komast í árshátíðarkjólinn... neiiii ég er búin að finna lausn á því vandamáli því ég var svo sniðug að kaupa mér kjól án sniðs í spootnick. Kjóllinn er held ég heimasaumaður af kvenmanni sem er nokkrum kynslóðum eldri en ég. Hann er svo hentugur að ef manni þykir voða voða gott að borða þá er minnsta mál að fara bara afsíðis og laga kjólinn að nýju formi. Svo má ekki gleyma því að það er afar hentugt að hafa ekki farið í ræktina um sinn.. því allt sem áður hétu stinnir vöðvar er núna orðið afar tilfærilegt og ekkert mál að hýfa lærin bara einu leveli ofar í shockwave sokkabuxunum og jafnvel láta bara hluta af maganum sitja í brjóstahaldaranum. Semsagt þessi kjólakaup voru alger kjarabót á sínum tíma því ég sé fram á að geta notað hann á öllum árshátíðum bara næstu 10 árin eða svo:) Flýkin er sérstaklega flókin og ég og Sandra héldum reyndar að ég væri að kaupa pils þegar ég keypti hann...

Nóg af bulli, árshátíðin verður haldin á Hótel Selfossi.. voða fínt og mikið gaman, hljómsveitin Bermuda mun leika fyrir dansi. Mér á örugglega eftir að líða eins og í útlöndum bara þar sem ég hef hreinlega ekki farið á ball með öðrum en hljómsveitunum Von eða Sálinni sl. 5 ár eða svo heldur!

Svo næst á dagskrá er bara lagning og förðun.... ööööö eða ekki! Set gel í hárið og kaupi túpu af meiki:)

2 Comments:

  • At 6:54 AM, Anonymous Anonymous said…

    Hey ég fór einu sinni á árshátíð á selfossi þegar ég var í MH og það var ÓGÓ GAMAN!!!!! nema veislustjórinn var eitthvað fífl sem sagði ekkert nema kúk og piss brandara yfir matnum. Veit ekki í hvaða klóaki hann var fundinn!

     
  • At 5:08 AM, Blogger Margret Silja said…

    hehe.. það var líka sagður klóakbrandari hjá okkur.. en það versta var að mér fannst hann fynndinn;) (hehe enda er ég að læra fráveitur og skólphreinsun!!!) en það var geggjað gaman þarna.. og það má segja að árshátíðin hafi verið orðin meira svona eins og villt áramótateiti með lúðrum og höttum;) En farðu nú að koma þér í siðmenninguna stelpuskjáta ég vil fara að fara á almenninlegt djamm með þér!!! hey og já.. ég er akkurat búin í prófum 12 mai.. sem þýðir Júróteiti.. og þú ætlar að koma OK;)

     

Post a Comment

<< Home