.....?

Monday, February 26, 2007

Home Sweet Home...

Við skruppum heim í sveitina um helgina, ég var að halda kynningu í gamla góða FNV um verkfræðideildina í HÍ, þau urðu án efa öll sömul hugfangin af deildinni og fara öll í vekfræði hehe:) en því fylgir að sjálfsögðu algjört dekur að koma heim, en mamma og pabbi dældu í okkur kræsingum.. ummm! Jah það má allavega segja að hann Raggi sé ofdekraðasti tengdasonur landsins því hann fékk jólasteikina sína Hamborgarahrygg með sósunni sinni, og hann fékk hangikjöt með jafningnum sínum plús að það var marensterta sem hann syrgir nú ekki með kaffinu fyrir matinn! Er að hugsa um að skilja hann eftir næst og fara ein og vita hvort það verði ekki bara hristar fram rjúpur úr erminni handa mér?? :)

Ég fór til Óskar og klappaði henni á bumbunni... ohhh vííííí svo gaman!!! En Ósk er einmitt fyrir sunnan núna með krakkana sem hún er að þjálfa í sundi, mig langaði mest að hoppa í sundgallann og keppa þegar ég fór til hennar að horfa á!! Margar góðar minningar af KR-mótum í den... þar stendur eflaust hæst silfurmedalían sem við fengum í einu boðsundinu og tókum ekki af okkur í nokkra daga á eftir við vorum svo stoltar;)

Það er komið að spilakvöldi í kvöld.. einhverjir erfiðleikar með mætingu.. en fámennt en góðmennt spillir aldrei góðu kvöldi ;)

Að lokum fyrir ykkur sem eruð Grey´s aðdáendur.. þá mæli ég eindregið með því að horfa á þátt 17 sem fyrst.. manni líður örlítið betur á eftir:)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home