Árshátíð og jarðarfarir
Jæja helgin afstaðin og árshátíðin var alveg frábær, það er langt síðan ég hef skemmt mér svona vel enda kláraði ég tábergið á dansgólfinu og var óendanlega þakklát fyrir flatbotna mjúku skóna í stað pinnanna, en þeir fengu að fjúka strax eftir matinn;) Já árshátíð verkfræðinema er sko laus við allt snobb... skemmtunin leit meira út eins og villt áramótateiti með tilheyrandi höttum, lúðrum og hawai böndum:) mikið mikið gaman!!
Ég er búin að setja inn myndir frá árshátíðinni í albúmið Myndir 6.. linkur hér til hliðar..
Mamma og systkyni hennar eru að fara í gegnum dánarbúið ömmu og afa, sem er nú ekki frásögufærandi nema fyrir það að það er búið að finna ýmislegt bráðskemmtilegt eins og t.d. jólakort frá foreldrum Ásdísar Jónu til ömmu minnar og afa:
“Jól ’85 Kæru Margrét og Jósi...”
Takið eftir því að samkvæmt ártalinu á jólakortinu þá er hún Ásdís rétt rúmlega eins árs þessi jólin...
....”Ásdís Jóna stækkar og ræður húsum hér. Hún er á við þá báða ef ekki meira!”
Hahahah og þarna er vitnað í bræður hennar tvo!! Ég hef nú alltaf vitað að Ásdís væri ákveðin en það var greinilega meðfætt;) haha Ásdís mér var falið að geyma kortið og færa þér einhvern daginn;)
Annars þá var alveg brjálað að gera hjá mér í nótt, ég held ég hafi farið í heilar fjórar jarðarfarir, já og þar af þrisvar í jarðaförina hennar Sigríðar. Ég var alveg miður mín þegar ég vaknaði því þetta var svo sorgleg nótt, vaknaði nokkrum sinnum grátandi með hálfgerðan ekka, þar voru bókstaflega allir að deyja í kringum mig!! Ég hringdi nú samt í hana Sigríði til DK til að tékka á lífsmarkinu og það var sem betur fer í fúllum fem;)
Ég hef örugglega verið svona sorgmædd í nótt eftir fréttirnar um að Greys væri í margra vikna pásu!! Þetta er engan veginn mannsæmandi svona píndarpásur:( En spurning um að hætta að leika sér og gera ekki neitt og líta kannski í bók.. miðannarpróf framundan in the super uber dúber ambitious doctorslevel subject.. og ég er bara búin að vera að leika mér á fjórhjóli í dag.. sem var reyndar alls ekkert leiðinlegt;)
Ég er búin að setja inn myndir frá árshátíðinni í albúmið Myndir 6.. linkur hér til hliðar..
Mamma og systkyni hennar eru að fara í gegnum dánarbúið ömmu og afa, sem er nú ekki frásögufærandi nema fyrir það að það er búið að finna ýmislegt bráðskemmtilegt eins og t.d. jólakort frá foreldrum Ásdísar Jónu til ömmu minnar og afa:
“Jól ’85 Kæru Margrét og Jósi...”
Takið eftir því að samkvæmt ártalinu á jólakortinu þá er hún Ásdís rétt rúmlega eins árs þessi jólin...
....”Ásdís Jóna stækkar og ræður húsum hér. Hún er á við þá báða ef ekki meira!”
Hahahah og þarna er vitnað í bræður hennar tvo!! Ég hef nú alltaf vitað að Ásdís væri ákveðin en það var greinilega meðfætt;) haha Ásdís mér var falið að geyma kortið og færa þér einhvern daginn;)
Annars þá var alveg brjálað að gera hjá mér í nótt, ég held ég hafi farið í heilar fjórar jarðarfarir, já og þar af þrisvar í jarðaförina hennar Sigríðar. Ég var alveg miður mín þegar ég vaknaði því þetta var svo sorgleg nótt, vaknaði nokkrum sinnum grátandi með hálfgerðan ekka, þar voru bókstaflega allir að deyja í kringum mig!! Ég hringdi nú samt í hana Sigríði til DK til að tékka á lífsmarkinu og það var sem betur fer í fúllum fem;)
Ég hef örugglega verið svona sorgmædd í nótt eftir fréttirnar um að Greys væri í margra vikna pásu!! Þetta er engan veginn mannsæmandi svona píndarpásur:( En spurning um að hætta að leika sér og gera ekki neitt og líta kannski í bók.. miðannarpróf framundan in the super uber dúber ambitious doctorslevel subject.. og ég er bara búin að vera að leika mér á fjórhjóli í dag.. sem var reyndar alls ekkert leiðinlegt;)
7 Comments:
At 2:08 AM, Anonymous said…
HAHA :) Ásdís hefur greinilega fæðst með frekjugen.. þvílík snilld :D
At 7:42 AM, Unknown said…
Múhahah.. En hey maður er aldrei frekur, maður er ákveðinn:)..
Þarf samt að ræða við foreldra mína hvað þau eru að segja fólki um litla ENGILINNNNN sinn.
At 7:46 AM, Margret Silja said…
haha mér fannst þetta alveg óendanlega fynndið;) en ég er alveg sammála því að frekja er ofnotað orð.. maður er bara ákveðinn!!! en það má nú milli vera ef það er farið að bera á því á fyrsta aldursári haha;)
At 9:38 AM, Anonymous said…
I feel your pain sistah! Hvernig geta þeir gert okkur þetta, mánaðarpása! Ég veit ekkert hvað ég á af mér að gera, kannski maður fari bara að læra...nah, mér leiðist nú ekki svo mikið;) Er annars sammála þessu með frekjuna, það er ljótt og ofnotað orð!
At 10:49 AM, Anonymous said…
börn sem eru ákveðin eru bara frek og ekkert annað!! að segja að einhver sé ákveðinn er ofnotað!
þið skuluð ekki einu sinni reyna að afsaka þetta!! :) :)
Ásdís.. þú verður eiginlega að skoða hvað mamma þin skrifar í jólakortin í ár.. kallar hún ekki stjórnmálafræði frekjufræði hehehe :)?
At 11:05 AM, Margret Silja said…
Ó neiii er ég semsagt að missa af einhverju um hana Ásdísi, spurning um að fá að vera arftaki möggu ömmu á jólakortalista mömmu þinnar Dísa;)
At 11:07 AM, Margret Silja said…
... já og MG.. ég var einmitt að finna ágætis lausn við Greys leysinu, ég sef bara! voða voða gott að leggja sig;)
Post a Comment
<< Home