.....?

Saturday, March 24, 2007

Stelputeiti og nítugir karlmenn...

Ég á nítugan granna sem var örugglega sætur þegar hann var áttugur! Þetta væri ágætis trikkí málfarsspurning í Gettu Betur finnst mér.. það væri nú í mesta lagi MR liðið sem gerði athugasemd við svona málfar hehe;)

Í gær skilaði ég Ragga tímabundið til foreldra sinna, kíkti á það hvort hundurinn sem ég var að passa væri ekki örugglega tík því það var STELPUPARTÝ hérna heima!! Við stelpurnar í bekknum létum keyra okkur úr vísó á rútu yfir í Kópavoginn og hófum prýðisteiti verð ég að segja. Þemað fór út um þúfur en endaði samt sem Hááá.... hárskraut, höfuðföt og hári hælar!!! Er leið á kvöldið voru svo allir skreyttir rauðdoppóttunælon hárbandi sem fór sérstaklega vel hnýtt yfir ennið með mismyndalegum slaufum seinna um kvöldið...

Þeir sem eiga H-Hrós skilið eru...

...Ásdís fyrir frumlegasta höfuðfatið .. bleik ljósakróna úr Tiger...

... Rut fyrir að fara virkilega niður í bæ með jólaskraut á eyrunum, doppótt rambóband á enninu og með sólgleraugu...


.... Sirrý fyrir best heppnuðu samsetninguna...

.... Guðrún edda fyrir vinsælasta hattinn...
...Katrín og Óli-Jói-Óli fury fyrir að hafa náð tilfinningalegasta mómenti partýsins á filmu..

...sænskan og Hjörtur fyrir mest kúl mómentið sem náðist á filmu...

... og að lokum allar stelpurnar í bekknum fyrir að vera svona ógeðslega hressar..:)


Já eins og þið sjáið þá bættust karlmenn í stelpupartýið seinna um kvöldið.. þeir grátbáðu hvort þeir mættu koma því við erum einfaldlega bara svona stórskemmtilegar:)

En við verðum endilega að endurtaka leikinn við tækifæri stúlkur;)

5 Comments:

  • At 7:28 AM, Anonymous Anonymous said…

    þetta var æði! takk fyrir mig:) flott mómentið hjá sænsku og hirti

     
  • At 10:09 AM, Anonymous Anonymous said…

    hahahahhahaha þetta var svo fyndið partí... takk fyrir mig
    kv Ásdís

     
  • At 2:33 PM, Blogger Margret Silja said…

    Hehe.. þakka ykkur það voruð þið sem voruð svona fynndnar;) Ég gleymdi samt að veita verðlaunin fyrir flottasta búininginn... kandís mynd frá Litháen... gerum það bara næst, myndin fer ekkert!

     
  • At 2:55 PM, Anonymous Anonymous said…

    jájá mergjað partý og geggjaður drykkur sem þú gerðir fyrir mig. Ég kýs þig til að halda öll partý það sem eftir er af skólaárinu, stóðst þig vel!
    P.S. Áfram KR, pú á landsbyggðina!:)

     
  • At 3:13 PM, Blogger Margret Silja said…

    vahh.. ég (landsbyggðin) sem styrkti KR um þúsund kall.. og fæ bara púu í staðinn!! hehe.. ég rukka þig sko inn í partýið mitt næst;)(svona landsbyggðarsjóður!) en já svona óáfengir drykkir þetta vissi ég ekki að ég kynni, en ég get lofað þér því að hann er ekki síðri með slurk af vodka;) færð ekkert dauft næst!

     

Post a Comment

<< Home