.....?

Monday, April 16, 2007

Fegurðardiss og íslensk tunga.. ef tungu skal kalla


Sko, oggisla hérna alveg bara þú veist sko hénna bara sko þú veist alveg sko ógeðslea sko bara, alveg, ehh sko þú veist.. alveg.... svona hljómaði sjónvarpsviðtal við eina ágæta fyrirsætu í vikunni! Þessi upptöldu hikorð sagði hún 82 sinnum í viðtali sem varaði örfáar mínútur! Ohhh ég verð voða voða pirruð þegar fólk getur ekki einu sinni vandað málfar sitt þegar það kemur fram í sjónvarpinu!! En punkturinn yfir i-ið er settur þegar fréttafólk getur ekki einu sinni talað rétt, því þá spyr maður sig hvort það sé virkilega við börnin að sakast þegar þau segja hluti eins og “það var sagt mér það” eða “ég snúði mér við” því börnin læra jú það sem fyrir þeim er haft.

En aftur að þessu áðurnefnda viðtali þá fannst mér boðskapur þess vera svolítið tvöfaldur. Kynningin var sú að fyrirsætuheimurinn væri mjög harður og alls ekki fyrir alla. Þrátt fyrir það þá virtist áhersluatriði viðtalsins hvað þetta var nú allt ofboðslega gaman! Já miklu skemmtilegra að vera 13 ára fyrirsæta útí heimi að láta segja sér að maður megi nú ekki fitna, á meðan hinir jafnaldrarnir húktu heima í unglingavinnunni! Ó neii hversu “lame” er það að vera í unglingavinnunni!! Viðtalið endaði svo á því að hún sæji ekki eftir neinu en nú væri hún hætt í bransanum. Hún væri nú samt alveg til í að fara aftur út og ferðast ef gott tækifæri byðist... æææi þetta minnti mig svolítið á forvarnarstarf hjá Bubba “þetta var besti tíminn í lífi mínu og ég sé ekki eftir neinu og það er ekkert mál að rífa sig uppúr þessu.. en ekki gera þetta”

Svo ég haldi mig nú við fegurðarbransann þá horfði ég á keppnina Ungfrú Reykjavík á fimtudagskvöldið. Eftir áhorfið hafði ég lært nokkrar staðlaðar klisjur eins og “eina freistingin sem ég get ekki staðist er SÚKKULAÐI!!”. Það leit heldur ekki út fyrir annað en fegurð í dag þýddi brúnkusprautun (svo ýkt að sumar hverjar litu hreinlega út fyrir að vera skítugar) og neonhvítaðar tennur (það leit hreinlega út fyrir að þær hefðu aldrei smakkað súkkulaðið umtalaða!!) Margar þessara ungmeyja meiga reyndar eiga það að hafa verið virkilega huggulegar, en það bar ekki mikið á þeirra náttúrulegu fegurð verð ég að segja.

Það má segja að ég hafi sökkt mér í fegurðarumræður í vikunni því ég ráfaði einnig inná bloggsíðu eins keppandans í keppninni. Þar voru umræður eins og “öðruvísi páskadagur” því að í ár þurfti hún að fara í ræktina og hún gat ekki staðist mátið og STALST í lítinn bita af páskaegginu sínu! Það er spurning hvort atvikið hafi verið refsivert í þessum bransa.. að hafa STOLIST í að smakka páskaeggið sitt. Æææ mér finnst þetta nú ekki alveg heilbrigt!!

Ég hlýt að hljóma eins og ég sé voðalega bitur yfir því að ég skuli ekki vera svona falleg sjálf... en ég held því fram að maður hylmi yfir fegurð með brúnkusprautun og að súkkulaði geri fólk sætara haha;)

4 Comments:

  • At 2:03 AM, Anonymous Anonymous said…

    Funny...

    Salut from Italy

    www.omargo.vai.li

     
  • At 10:28 AM, Blogger Kristín Una said…

    Ohh margrét, ætlara reyna segja mér að þig langi ekki að vera svona ýkt þarna ógisslega þú veist æji, brún og falleg. Svona appelsínugul þú veist.
    hvað kostar eila tíminn í svona þaddna brúnkusprautun, sem gerir mann þarna þú veist svona alveg ógisslega brúnan og sætann?

    Annars held ég að kínamennirnir séu að missa vitið, ég sleppi www á undan slóðinni á síðuna þína og fæ upp "Mega site og Bible studies and information." Eða ert það þú sem ert búin að missa vitið, farin að gera út mega sæt of bible studies?

     
  • At 11:52 AM, Blogger Margret Silja said…

    Já biblíustúdíurnar eru bara svona aukahobbý.. megi guð og Biblían varðveita þig í Kínalandi Kristín mín! hehehe neiii... það eru kínamennirnir sem eru búnir að missa vitið:)
    Annars þá væri nú ekki vitlaust að biðja til hans af og til um að verða tóninum brúnni og flokka það sem náttúrulega fegurð sko?? Þú þarft kannski að biðja um gulan tón til að fitta in? haha

     
  • At 5:04 AM, Blogger Unknown said…

    AMEN! =)

     

Post a Comment

<< Home