.....?

Sunday, April 22, 2007

Creisý dúíng!!

Sólarhringurinn minn þyrfti að vera amk 5 tímum lengri ef ég á að ná að klára allt sem ég á að klára og fá nægilegan svefn! Urrrr... já eða ég hefði þurft að skipuleggja mig aðeins betur og byrja á hlutunum fyrr.. annað hvort!

Svo í dag verð ég stuttorð og í bloggþagnabindindi fram yfir próf! Þetta er það sem er framundan.........

Í dag: Varúð varúð á vegum úti.. minn elskulegu litli bróðir fær bíl- og mótorhjólapróf í dag!!
Fimmtudagurinn 26. Apríl Þá verður mín elskulega mamma 48 ára!! ooog ég fer í fyrsta prófið mitt!! munnlegt próf í fráveitu og skólphreinsun..mmmm
skólphreinsun...mmm
Föstudagurinn 27. Apríl Skil og kynning á síðasta verkefni annarinnar og jafnframt síðasti skóladagur;)
Miðvikudagurinn 2. Maí Annað prófið og jafnframt erfiðasta prófið! 3 eftir
Mánudagurinn 7. Maí Þriðja prófið! 2 eftir
Fimmtudagurinn 10. Maí Fjórða prófið! 1 eftir
Laugardagurinn 12. Maí Síðasta prófið og jafnframt léttasta prófið! PARTÝ, Kosningar og Júrókvöld:) Komin með “BS” en samt ekkert BS þar sem ég er alltaf í einhverjum útlöndum þar sem er ekkert BS bara Master.. svo 2 years to go!!
Sunnudagurinn 13. Maí Afslöppun, þynnka, gerekkineitt dagur!!
Mánudagurinn 14. Maí Byrja að vinna
Laugardagurinn 26. Maí Rhodos time..wehhooo
Laugardagurinn 9. Júní Heim frá Rhodos
Mánudagurinn 10. Júní Byrja að vinn aftur...Vinna vinna vinna
Þriðjudagurinn 19. Júní Karin og Mattias koma í heimsókn og stoppa fram yfir helgi;)


Sem sagt... ég get ekki beðið þar til 12. MAÍ;)

6 Comments:

  • At 2:23 PM, Anonymous Anonymous said…

    oooohhhhhhh, það er svo erfitt að vera búin í prófum.... hvað á maður eiginlega að gera af sér??

    1. Búin að skoða sömu síðurnar á netinu ansi oft í dag.
    2. Voða erfitt að rífa sig fram úr á morgnana, því ég hef ekkert sérstakt fyrir stafni.
    3. Búin að elda mat fyrir lærandi fólk.
    4. Búin að fara upp í hesthús og temja.
    5. Horfa á sjónvarpið í dag, samviskulaust.
    6. Vinna 8000 kr í póker á föstudagskvöldið og svo hörkudjamm í kjölfarið.

    Þetta allt sama tók voða voða mikið á og er kominn tími á slökun... fyrir framan TV-ið :)

     
  • At 4:18 PM, Blogger Margret Silja said…

    ooooooo hvað ég á eftir að hlægja af þér á næstu vorönn þegar þú verður búin í prófum í lok Júní og ég í lok Maí... óó já lífið er ekki jafn ljúft fyrir alla í útlöndunum;)

    En svo ég snúi mér að punktunum þá eru þeir alls ekkert svo frábrugðnir fyrir mig þrátt fyrir að vera í prófum:
    1. Búin að skoða sömu síðurnar á netinu ansi oft í dag. (af sökum einbeitingaskorts)
    2. Voða erfitt að rífa sig fram úr á morgnana, því ég hef allt og mikið fyrir stafni.
    3. Búin að elda mat fyrir fólk sem hefur ekkert að gera.
    4. Búin að fara upp í hesthús (tamdi reyndar ekki neitt)
    5. Horfa á sjónvarpið í dag, full af samviskubiti
    6. Tapa 500 kr í póker á Laugardagskvöldið og vera æðislegi dræverinn þinn á hörkudjammi.

    Alltså, þú ert ekki að græða neitt á því að vera ekki í prófum;)

     
  • At 4:35 PM, Anonymous Anonymous said…

    Hey það vantar Hallgeirsey inn á planið hjá þér :) !!
    Þarf að bæta Skagfirðingahlutfallið þar!
    Ég held ég hafi verið sá eini í fyrra :S

    kv. Davíð

     
  • At 4:59 PM, Blogger Margret Silja said…

    Já.. reyndar.. það hljómar alls ekkert svo slæmt, hvenær er það aftur?

    Og hvar ert þú aftur?? ég hef ekki einu sinni séð þig bregða fyrir í skólanum!

     
  • At 7:35 AM, Anonymous Anonymous said…

    Oh...vá hvað ég sé 15.maí í hyllingum, og ég er ekki einu sinni byrjuð í prófum! Gangi þér vel...og Hallgeirsey hljómar alls ekki illa;) Úff, aftur í bækurnar!

     
  • At 4:12 PM, Blogger Binni. said…

    Hæhæ.

    Árgangur 84 úr Árskóla er að reyna að koma sér upp bloggsíðu og hefur bloggsíðan www.blog.central.is/argangur84 orðið fyrir valinu.

    Endilega að kíkja þarna inn og láta ljós sitt skína og taka þátt í þessu öllu saman !!

     

Post a Comment

<< Home