Svona á sumarið að vera! Leggja undir sig Mikla tún, spreyta sig í strandblaki og körfubolta langt fram á kvöld í stuttbuxnaveðri! Ég lék boltanum af þvílíkri fingrafimi að annað eins hefur ekki sést! Ok reyndar hefur annar eins klaufaskapur ekki sést frekar.. en ég kom heim með blóðugan putta svo það er nú ekki hægt að segja að ég hafi ekki lagt mig fram að minsta kosti;) En hún hin Margrét G á sko heiður skilið fyrir mikla leikni í körfuboltanum þar sem hún lagði drengina af velli með þvílíkum glæsibrag og endalausri hittni!
Eftir stíf helgarprógröm frá því við komum að utan þá erum við búin að panta afslöppun um næstu helgi fyrir norðan í sveitasælunni! Síðasta helgi var frábær. Við skelltum okkur á Írska (ungverska-Írska- ungverska.. nei írska) daga á Akranesi með Söndru og Árna. Svo hittum við reyndar hana Sigríði fyrir tilviljun:) Ball með Bubba, Buff, Ragga Bjarna og fleirum var ekki leiðinleg upplifun! Hins vegar var troðningurinn á gólfinu ekki alveg sniðin að mínum taugum...:/ Ég var farin að íhuga hnefann þegar ég lét skynsemina ráða og dansaði aftast það sem eftir var ballsins! Það fékk reyndar einn ungur pjakkur að læra sína lexíu með smá eyrnatogi eftir að hafa gefið mér gott olnbogaskot í ennið ásamt nokkrum tátröðkum.. hann hafði ekkert annað en gott af því:) Ég hefði kannski frekar átt að beita þeirri ógn að ég væri keflvíkingur því þá hefðu Skagamenn án efa bara hlaupið undan haha;)
Þrátt fyrir að hafa ekki verið mikil hetja í körfuboltanum í kvöld þá fannst mér ég vera alger hetja á Sunnudaginn þótt ég segi sjálf frá;) Við fórum í reiðtúr og ég datt sko ekki af baki heldur datt hesturinn með mig! Hesturinn var stórslasaður eftir byltuna (þetta var sko alls ekkert orðum ofaukið hehe) en hann fékk sko samt sár á munninn! Og ég hékk ennþá á. Galdurinn er bara sá að gera allt sem maður á alls ekki að gera, það að sleppa taumnum, setja hendur uppí loft og reyna að öskra.. en vera samt svo brugðið að það kemur ekkert hljóð haha þetta var frekar skondið;)
En tíminn flýgur!! Það er nánast hver einasti dagur bókaður fram að brottför þann 16. Ágúst.. ja allavega hver einasta helgi en samt á eftir að gera alveg helling!!! Raggi er farin að hóta mér hjartaslagi ef ég fer ekki að gefa eftir í þessari ofvirkni.. en hann verður bara að fara að skilja það að ég lifi á tvöföldum hraða miðað við hann (ja allavega ef gengið er út frá púlsmælingum ;)
Eftir stíf helgarprógröm frá því við komum að utan þá erum við búin að panta afslöppun um næstu helgi fyrir norðan í sveitasælunni! Síðasta helgi var frábær. Við skelltum okkur á Írska (ungverska-Írska- ungverska.. nei írska) daga á Akranesi með Söndru og Árna. Svo hittum við reyndar hana Sigríði fyrir tilviljun:) Ball með Bubba, Buff, Ragga Bjarna og fleirum var ekki leiðinleg upplifun! Hins vegar var troðningurinn á gólfinu ekki alveg sniðin að mínum taugum...:/ Ég var farin að íhuga hnefann þegar ég lét skynsemina ráða og dansaði aftast það sem eftir var ballsins! Það fékk reyndar einn ungur pjakkur að læra sína lexíu með smá eyrnatogi eftir að hafa gefið mér gott olnbogaskot í ennið ásamt nokkrum tátröðkum.. hann hafði ekkert annað en gott af því:) Ég hefði kannski frekar átt að beita þeirri ógn að ég væri keflvíkingur því þá hefðu Skagamenn án efa bara hlaupið undan haha;)
Þrátt fyrir að hafa ekki verið mikil hetja í körfuboltanum í kvöld þá fannst mér ég vera alger hetja á Sunnudaginn þótt ég segi sjálf frá;) Við fórum í reiðtúr og ég datt sko ekki af baki heldur datt hesturinn með mig! Hesturinn var stórslasaður eftir byltuna (þetta var sko alls ekkert orðum ofaukið hehe) en hann fékk sko samt sár á munninn! Og ég hékk ennþá á. Galdurinn er bara sá að gera allt sem maður á alls ekki að gera, það að sleppa taumnum, setja hendur uppí loft og reyna að öskra.. en vera samt svo brugðið að það kemur ekkert hljóð haha þetta var frekar skondið;)
En tíminn flýgur!! Það er nánast hver einasti dagur bókaður fram að brottför þann 16. Ágúst.. ja allavega hver einasta helgi en samt á eftir að gera alveg helling!!! Raggi er farin að hóta mér hjartaslagi ef ég fer ekki að gefa eftir í þessari ofvirkni.. en hann verður bara að fara að skilja það að ég lifi á tvöföldum hraða miðað við hann (ja allavega ef gengið er út frá púlsmælingum ;)
3 Comments:
At 10:14 AM, Anonymous said…
Já maður getur þetta ennþá...þökk sé stífum æfingum í vetur, svo ekki sé nú minnst á allar glasalyftingarnar!! Held að hittnina megi skrifa á þær! Takk fyrir gott kvöld...
At 3:56 PM, Margret Silja said…
Já þar kom það Margrét!! þær gerðu greinilega herslumuninn því þú ert nú búin að æfa mun stífar en ég allavega síðustu nokkrar helgar haha;) takk sömuleiðis.. en er ég sú eina sem er að deyja úr strengjum???
At 10:45 AM, Anonymous said…
Uhh...nei!! Er með svaka strengi í uppgjafarhendinni! Ég neita því heldur ekki að það var smá púl að ganga upp Esjuna á miðvikudagsmorgninum!
Post a Comment
<< Home