.....?

Wednesday, August 01, 2007

Landsbyggðapakk eða borgar"BÖRN" ??

Það var miðaldra kona sem hringdi í “þjóðarsálina” í dag til að kvarta yfir þyngd símaskrárinnar. Þetta bindi var einfaldlega allt of þungt fyrir aldrað handlama fólk að hennar mati. Athugasemdin var hið besta mál framan af en kellan gekk alveg fram af mér þegar útvarpsmaðurinn spurði þessa ágætu konu hvort hún vildi þá sjá skránna í fleiri og minni bindum? Þetta svar hafði hún við því:

"ja neeii sko ef fólk ætlar yfir höfuð eitthvað að hringja út á land þá fer það ekkert að fletta því upp í símaskránni heldur á það þau númer bara skrifuð hjá sér á miða"

Döööööööö.. jaaaá af því að það þekkja allir bara 2 út á landi.. bíddu búa eitthvað fleiri en 2 úti á landi??? halló er fólk úti á landi nokkuð með síma?? Neeei það ert kannski bara þú sem ert úr Reykjavík kelling og stígur ekki beint í vitið góða mín!! Fáfróða fólk

En til að létta lundina svona með lækkandi sólu þá mæli ég eindregið með eftirfarandi youtube myndböndum...

http://www.youtube.com/watch?v=YsDbOMJOMgQ

http://www.youtube.com/watch?v=IrJSMxRPzPU

... alveg hreint besta skemmtun að horfa en alls engin óskastaða að lenda í :/

6 Comments:

  • At 2:00 AM, Blogger Unknown said…

    Já helv borgarbörn! Einu sinni var ég spurð: Bíddu, er gemsasamband þarna þar sem þú átt heima?

     
  • At 2:07 AM, Blogger Margret Silja said…

    Hey jó þú býrð útí sveit ekki bara útá landi svo ég skil alveg þann sem spurði!

    DJÓKUR!!! :)

    haha sveitin þín er nottla nánast inní höfuðborg norðurlands;)

     
  • At 5:17 AM, Anonymous Anonymous said…

    hahaha shit hvað ég myndi ekki vilja lenda í þessu...úfff. Það er samt búið að eyða hinum linknum, það hefur verið eitthvað svakalegt.

     
  • At 6:15 AM, Blogger Margret Silja said…

    Þetta voru bara eintómir asískir bossar;) doldið fynndið samt, það hefur örugglega einhver japani þekkt á sér blurraðan bossan og kært!

     
  • At 4:56 PM, Anonymous Anonymous said…

    Sælar MS
    Nei ég á engan síma. Skrapp í borg óttans til þess að komast á netið og sjá þetta snildar myndband af klósettunum. Pældu hvað það hefði verið fyndið að hafa svona klósett í eyjum þegar við vorum þar í denn:) og ég að skeina þér:):)
    kv. SIV

     
  • At 4:20 AM, Blogger Margret Silja said…

    Búúahahaha... við hefðum pottþétt komist á topp 10 á You Tube!! ;)

    En ég kem á traktornum mínum norður á morgun en ég skal senda þér símskeiti áður og kannski tón úr ritsímanum svo þú vitir hvenær ég komi haha

     

Post a Comment

<< Home