.....?

Friday, July 13, 2007

Köngulóin Ógeð!!

Það er STÓRhættulegt að vera með kóngulóafóbíu og keyra samtímis!!! Ég var að keyra heim úr vinnunni í dag, en var reyndar kyrrstæð í röð þegar ég finn að mig kitlar soldið í hendina. Ég leit niður og sá þetta líka humangus kvikindi brölta upp hendina á mér.. OJJJJJJJJ!! ég hrökk við og hristi hana af mér og vesenaðist eitthvað við að færa mig frá henni og reyna að ýta innkaupapokanum í næsta sæti ofan á hana þegar ég ranka við mér við það að bílaröðin fyrir framan mig er löngu horfin og bíllinn fyrir aftan búin að flauta og flauta.. woobs;) Þar sem ég sá köngulónna síðast í nánd við gírstöngina þá hætti ég ekki mínu litla lífi til þess að skipta um gír heldur tók af stað í öðrum og keyrði í öðrum gír alla leið heim! Svo fór mig nottla að klægja út um allt og fannst hún vera alls staðar á mér svo ég kippti líka nokkrum sinnum höndunum af stýrinu og fékk svona klígju krump ojjjjjj

En örlög köngulórinnar Ógeð urðu þau að hún er enn ófunndin svo ég ætla bara að skilja bílinn eftir hreyfingarlausan fram yfir helgi og vonast til að hún grillist í sólinni!!!

Farin í frí.....

0 Comments:

Post a Comment

<< Home