.....?

Sunday, October 07, 2007

Nýklippt og Barcelona

Áframhald af klippingarsögunni:

Hann Ragnar átti bókaðan tíma á sama stað daginn eftir. Byggt á minni eigin reynslu þá sendi ég stráksa af stað með staðsetningartæki sem átti að leiða hann skref fyrir skref á hárgreiðslustofuna. 20 mín seinna hringir síminn og spurt er um Ragnar, ragnar var sem sagt ekki mættur... hann viltist! Hahaha hvernig er hægt að villast með staðsetningartæki?? (ok það var eitthvað ruglað því við stilltum það inni) en samt... þessi gella klippir okkur aldrei aftur;)
Hér er Raggi sæti nýklipptur á leið í brúðkaupið;)

Barcelona var algert æði! 3 dagar var samt alltof stutt, svo við verðum að fara þangað aftur :) Brúðkaupið var rosa skemmtilegt, báðir aðillar sögðu já á réttum tíma, svo vel heppnað það;)


Við raggi héldum svo leik á sænsku og íslensku svo allir skildu nú.. við vorum komin út í frekar grófa sálma undir lokin og ég fékk heiðurinn af því að sjokkera norðmennina (æææ maður veit ekkert hvað þeir þola langt fyrir neðan mitti, en ég held að guðs blessun hafi nú hvílt yfir þessu öllu saman ahha).

Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan þá lét hún Ella Bríet aðeins minna á sig undir athöfninni;)
Raggi fór svo á Föstudeginum og ég hitti Ninu og Mahmoud um kvöldið, það er alltaf jafn frábært að hitta UWCara.. það er bara eins og maður hafi hist síðast í gær;)

Að fleiri hrakfarasögum af okkur, þá flugum við Raggi bæði út með Sterling en svo átti Raggi að fljúga heim með Ryan Air. Ca hálftíma áður en Raggi ætlaði uppá flugvöll föttuðum við að BCN -Giruna var ekki sami flugvöllur og við lentum á heldur 1,5 klst í burtu!!! Raketta í rassgatið og beint uppí Taxa! Hann var mættur ca. 30 mín fyrir brottför, kallaði bara Malmö-check-in eins og hann ætti lífið að leysa og fékk svarið "you´re lucky, you´re the last one! I was just about to close" haha, seint er betra en aldrei;)

Það var ekki alveg sömu sögu að segja af mér. Ég var mætt tímanlega kl. rúmlega 5 á laugardagsseinnipart, átti að fljúga kl hálf 8. Fyrst var mér tilkynnt að fluginu væri seinkað til kl. 10 eftir það var atburðarrásin svona:

-Meiri seinkun til 00:30
-flugvélin biluð en eru að reyna að laga hana í Köben
-seinkun til 01:00
-flugvélin farin af stað og ný brottföt áætluð kl 01:59
-Vélin bilaði aftur og snéri við á miðri leið
-Ný vél fer af stað frá Köben ... en 17 komast ekki með!
-Ég bauðst til að verða eftir og fá að sofa eitthvað, þurfti þess svo ekki
-Kl. rúmlega 5 um nóttina kom svo eldgömul rella og sótti okkur
-kom heim kl 10 á sunnudagsmorgun!

Þetta var laangt 17 tíma ferðalag, en þökk sé 60 Evru matarmiða-bótunum frá Sterling í búð þar sem allur matur var búin og bara hægt að kaupa drikki þá svaf ég bara ágætlega á flugvallarbekkjunum;) Þetta dró ég svo uppúr töskunni minni þegar ég kom heim...
.. matarmiðar í boði sterling;)

3 Comments:

  • At 12:25 PM, Anonymous Anonymous said…

    Þessar hrakfarir í klippingarmálum eru nú ekki einleiknar hjá ykkur! Vonandi gengur betur næst...
    17 tíma seinkunn er alveg ömurleg, þrátt fyrir 60 evru matarmiða!! 3 dagar í næsta Grey´s...

     
  • At 1:26 PM, Blogger Margret Silja said…

    ó Margrét já.. það besta við að gleyma greys er að það er SVO STUTT í næsta;) Ég er í 13 daga hræðilegu heimaprófi eins og er, svo ég er að spara einn Prison Break þátt líka til að eiga til góða á þreyttum kvöldum;)

    En með hrakfarir í klippingarmálum.. ertu nokkuð orðin stutthærð? rauðhærð? ljóshærð? haha segðu mér

    Sem minnir mig á það að raggi sagði "svona rauðhærð eins og MG" um daginn! og ég bara VAHH er MG rauðhærð? shitt hann er litblindur, hann hélt því líka fram sjálfur um daginn að hann væri ljóshærður ekki brúnhærður.. dööö

     
  • At 3:42 AM, Anonymous Anonymous said…

    Nei nei, engar hrakfarir hjá mér enda hleypi ég ekki hverjum sem er í hárið á mér...það gæti endað sem rautt! Fór reyndar í klippingu um daginn til einnar sem var sextug! Hún var hress...
    Ekki minnast á hræðilega heimaverkefni við mig-á að skila ritgerð eftir tæplega 2 vikur um áhrif ofbeldis sem ég er ekki byrjuð á og kennarinn er kúkú, hún er kolkreisí ég er að segja þér það! Með ósk um gott í gengi í heimaprófinu...

     

Post a Comment

<< Home