.....?

Monday, October 01, 2007

Margrét utan við sig!

Maður þarf víst að vera fínn um hárið þegar maður fer í brúðkaup. Þess vegna bókaði ég klippingu fyrir mig og ragga í síðustu viku, var pínu utan við mig þegar ég pantaði og fattaði svo í gær að stofan sem ég er vön að fara á var ekki lengur þar sem hún var vön að vera. Ég hugsaði mig um og rifjaði upp hvar ég hefði eiginelga pantað klippingu. Komst svo að því að ég pantaði á gömlu góðu stofunni en hún var flutt í annað húsnæði.. hið besta mál! ég mætti í klippingu stundvíslega kl 5! sagði til nafns en hún vildi ekkert við mig kannast. Woobs, ég hafði semsagt pantað á hárgeiðslustofu í verslunarmolli í útjaðri Lundar! sama keðja - sitthvor staðurinn...Sauður! ég hjólspólaði heim og brunaði aldeilis á bílnum út í Nova Lund þar sem ég var nú þegar orðin 5 mín of sein þegar ég lagði af stað. Nei mér tókst að villast, btw ég var ekki að fara þessa leið í fyrsta sinn, en tókst samt að villast!! Ég var orðin frekar pirruð þegar ég var komin í næsta bæ sem heitir víst Varpinge, svo þegar ég sá ekki fyrir endann á einbreiða sveitaveginum sem ég var lent á þá setti ég bara stefnuna á mótórveginn sem ég sá úr fjarlægð. Var mætt í mollið 20 mín á eftir áætlun en er svona líka svakalega fínt klippt;)

Á milli þess sem ég lærði um helgina þá skellti ég mér í partý hjá hAnusi.. þemað var teiknimyndafígúrur.. við vorum maurar...


... svartir maurar ;)
Svona lítur stofugólfið út hjá okkur núna...

.. yes þetta eru jólapakkar (smá vandræði með pappír.. þeir eru nebbla ekki byrjaðir að selja jólapappír hérna :/ ) svooo svooo gaaman.. ég er komin í jólastuð!
En jæja ætla að demba mér í skýrsluskrif, barcelona á Miðvikudaginn!!
Maggan (.. sem gæti verið að fá feitt blátt nef eða glóðurauga á kinnina.. helvítis harka bandý.. outs)



2 Comments:

  • At 6:29 AM, Blogger Unknown said…

    Hahah þetta minnir mig á þegar þú varst að leiðbeina mér e-ð í kópavogi og við enduðum á einhverjum göngustíg í þvílíkum ógöngum! Þá var gott að vera á litlum bíl.... =)

     
  • At 5:30 AM, Blogger Margret Silja said…

    Haha ég man ekki eftir þessu eina tilviki, en að er örugglega bara því þetta hefur síður en svo verið eina skiptið sem ég hef villst (og hvað þá í kópavogi!!)

    Þegar ég var búin að búa í Furugrundinni í rúmt ár þá spurði ég ennþá hvort ég ætti að "beygja núna eða næst!!"

     

Post a Comment

<< Home