.....?

Saturday, September 01, 2007

Ég lofa að skrifa aldrei svona langt blogg aftur...

Jæja þá erum við komin á leiðarenda eftir nokkur þúsund km keyrslu.

Við komum í land í Bergen eldsnemma á Þriðjudagsmorguninn fyrir rúmri viku. Var þá snarlega minnt á það hvað það er viðbjóðslega dýrt að búa í Noregi... HÁLFT smurt rúnstykki á 42 NOK sem gera 460 íslenskar krónur! Við settum stefnuna beint á morgunverðar hlaðborð svo við vorum strax búin að græða ca 1500 kall á öðru rúnstykki heh.

Við brunuðum upp til Flekke (með dyggri aðstoð frá Mrs. Garmin... gps tækinu í framrúðunni) þar var allt jafn æðislegt og áður, sömu gömlu æðislegu kennararnir og fallega veðrið mmm, Raggi stakk uppá því að fara bara ekkert lengra;)

Ingvi lenti í herbergi með kínverskum dverg, einum frá Leshoto, einum Dana og einum Egypta. Egyptinn byrjaði á því að taka upp kross sem hann styllti upp við hliðiná mynd af gömlum manni með sítt og mikið skegg ásamt því að hengja upp fána landsins. Ingvi verður í viðbragðsstöðu að hlaupa bara út þegar hann heyrir “bíb” “bíb” “bíb” í vekjaraklukkum á morgnanna (ok djók þetta var ljótt.. en var samt pínu fynndið þegar hann var að draga þetta upp)

Frá Flekke brunuðum við í einum rykk og hundrað stiga hita (inní bílnum allavega) niður til Stavanger, þökk sé Mrs. Garmin (aftur) að við rötuðum til Gunnars og Sisselar. Þar fór svo vel um okkur að við ákváðum að sleppa Oslo stoppinu okkar og keyra bara Stavanger-Lundur í einum rykk á Sunnudagsmorgninum.... bara 1000 km þar. Gekk áfallalaust fyrir sig fyrir utan það þegar það fór að rjúka úr bremsunum hjá okkur í mesta fjalllendinu í Noregi. Norðmenn fá ekki hrós fyrir góða vegi, en fá án efa hrós fyrir það að vera með vegi yfir höfuð í þessu blessaða landi!!

Fengum íbúðina okkar á Mánudaginn (já gleymdi reyndar að færa þær fréttir að við erum búin að fá íbúð í centrala Lundi.. voða voða fínt;) Eyddum ca. 10 tímum í IKEA sama dag og svo komu Sandra og Árni í heimsókn daginn eftir. Það hitti svo vel á að það var allt til í IKEA nema svefnsófinn og stólarnir sem við ætluðum að kaupa svo dýnur á gólfinu voru það besta sem við höfðum uppá að bjóða í þetta sinn, bæði til að sofa á og borða... Lúxus!!

Svona fyrir utan IKEA þá höfum við verið meira og minna í raftækjaverslunum sem er nú reyndar ekki frásögu færandi nema fyrir það að það átti loksins að fara að ganga á Plasma-baukinn. Við vorum þvílíkt sátt búin að fínna þetta fína LCD á spottprís og komin með það í hendurnar þegar okkur datt í hug að tékka hvort það væri ekki örugglega Scart tengi á imbanum. Þá kom frekar skrýtinn svipur á afgreiðslumanninn og tjáði okkur það að þetta væri tölvuskjár en ekki sjónvarp. Bewhahah.. hefði viljað sjá það þegar við reyndum að tengja sjónvarpið eða mæta brjáluð í búðina og kvarta undan því að fjarstýringuna vantaði haha!

En nú er langþráði 26” LCDinn hans Ragga kominn á sinn stað:) Svo kemur svefnsófinn góði á morgun, svo það er orðið gestvænt fyrir áhugasama gesti;)

Það sem ég afrekaði helst á ferðalaginu var það að rjúfa rúmlega 7 ára nammibindindið mitt... shitt hvað appoló lakkrísinn var góður. Svo ég stefni á 7 páskaegg á næsta ári til að vinna þetta nammitap upp;)

Set inn myndir við tækifæri... hej då så länge

9 Comments:

  • At 2:51 AM, Anonymous Anonymous said…

    Góð ferðasaga! Líst vel á plasma/LCD sjónvarpið (kann ekki nógu góð skil á muninum), ekki það að ég ætli mér að hanga tímunum saman fyrir framan það þegar ég kem í heimsókn-nema auðvitað til að horfa á Grey´s!! Fyrsti skóladagurinn í dag og fyrsti tíminn er klámið...hljómar spennó ekki satt!! Verkfræðin toppar það nú ekki eða hvað?;)
    Kv. Margrét

     
  • At 4:05 AM, Blogger Margret Silja said…

    Ohh shitt nei.. synd ad tad skuli ekki vera til Félags-ver-kynjafraedi?? HR og Bifröst eru nu dugleg ad bua til svona starfsheiti eins og heimspeki-vidskiptafraedi.. svo af hverju ekki verkfraedi-kynlifsfraedi??

    En ja astaedan fyrir tvi ad eg kalladi tetta LCD/plasma er ad eg tekki muninn nebbla ekki heldur hehe.. en ég efa tad ekki ad Greys líti jafn vel út á hvoru tveggja ;)

     
  • At 1:38 PM, Anonymous Anonymous said…

    Hmmm...hverjir skyldu vera á fyrsta og hverjir á öðru af þessum herb félögum?...Heitir nokkuð egyptinn ahmed og kínverjinn xialong??:P
    Þetta var nú ekki svo langt blogg, bara gaman af lesa af ferðalögunum!

     
  • At 3:37 PM, Blogger Margret Silja said…

    hmm kínverska nafnið byrjaði allavega á xia.. hmm eins og allir kínverjar kannski, en það er örugglega þessi sem þú ert að meina;) en Egyptinn man ég ekki hvað hét, en þessir tveir voru báðir fyrsta árs nemar... einhverju nær??

    haha verð svo eiginlega að skrifa þér nokkrar quotes eftir Reidunni á msn við tækifæri;) baaara snilld

     
  • At 3:37 PM, Blogger Margret Silja said…

    hmm kínverska nafnið byrjaði allavega á xia.. hmm eins og allir kínverjar kannski, en það er örugglega þessi sem þú ert að meina;) en Egyptinn man ég ekki hvað hét, en þessir tveir voru báðir fyrsta árs nemar... einhverju nær??

    haha verð svo eiginlega að skrifa þér nokkrar quotes eftir Reidunni á msn við tækifæri;) baaara snilld

     
  • At 3:43 PM, Blogger Unknown said…

    Dýnurnar á gólfinu voru bara voða þæginlega, sérstaklega eftir að við færðum ferðatöskurnar svo þær hættu að renna í sundur, ég var alltaf hálf á gólfinu fyrstu 2 næturnar =)
    Árni var svo abbó eftir að hann sá sjónvarpið ykkar að hann rauk strax á laugardaginn og keypti sér 22" LCD tölvuskjá..

     
  • At 10:15 AM, Blogger Margret Silja said…

    haha keypti hann tölvuskjá og ætlaði að kaupa sjónvarp? ææ hef nebbla heyrt að það sé soldið í tísku haha;)

     
  • At 9:36 AM, Anonymous Anonymous said…

    Jamen!

    Hvenær ætlarðu að koma í heimsóóóókn???

    Það er suddalega stutt á milli Lund og Köben!

    Koma svo, við dettum bara í það! ...Æi, nei... Bömmer, get það ekki! Fokk!

    Allt í lagi, bless.

     
  • At 9:18 PM, Anonymous Anonymous said…

    Your blog keeps getting better and better! Your older articles are not as good as newer ones you have a lot more creativity and originality now keep it up!

     

Post a Comment

<< Home