Innflyttningsfest
Mjög góð helgi að baki og skemmtileg innflyttningsfest;)
Veðrið var okkur ekki hliðhollt og það passaði að rigningin byrjaði á slaginu hálf fimm eða hálftíma áður en blakið átti að hefjast! Svona átti veðrið að vera:En við létum það nú ekki á okkur fá og strákarnir fóru í gufu á meðan við stelpurnar höfðum okkur til;) Ég komst alveg að því að köfnunartilfinningin sem raggi fær eftir 20 sek í gufu með mér er bara tómt væl því hann var rúma 2 tíma með strákunum... bjór og réttur félagsskapur virðast gera herslumuninn heh;)
Hér kemur nasaþefurinn af íbúðinni..
Veðrið var okkur ekki hliðhollt og það passaði að rigningin byrjaði á slaginu hálf fimm eða hálftíma áður en blakið átti að hefjast! Svona átti veðrið að vera:En við létum það nú ekki á okkur fá og strákarnir fóru í gufu á meðan við stelpurnar höfðum okkur til;) Ég komst alveg að því að köfnunartilfinningin sem raggi fær eftir 20 sek í gufu með mér er bara tómt væl því hann var rúma 2 tíma með strákunum... bjór og réttur félagsskapur virðast gera herslumuninn heh;)
Pulsurnar sem áttu að grillast í sólinni eftir blakið var seinknað framyfir þurrk svo strákarnir grilluðu dýrindispullur ofaní mannskapinn um 9 leitið;)
Nafnabreiddin í partýinu var mjög einhæf, þar voru tveir Erik, tveir Stefan, tvær Hönnur og tveir Lars, svo var hægt að halda áfram aðeins langsóttara, Palli og Calli, Ragnar og Rasmus etc. Ég er nú svosem ekki óvön því að við séum að minnsta kosti 2 margrétar þar sem ég er. Ég veit ekki hvað þetta er með mig og mína vini, en þetta hentar mér alveg stórvel þar sem ég er alveg glötuð í að muna nöfn!
Eftir partýið fórum við á Helsingkrona nation þar sem þemað var Schlager (sænsk júróvisionlög) sem ég kvartaði alls ekkert yfir;)
Hér kemur nasaþefurinn af íbúðinni..
Eins og sjá má þá mætti halda að við værum sponsruð af IKEA ;)
Restina af myndunum má finna undir "Myndir 9" hér til hliðar.
Annars þá biðjum við bara að heilsa heim á klaka í krapann úr sólinni hérna megin;)
5 Comments:
At 3:21 AM, Unknown said…
Vá, það er heldur betur búið að taka til hendinni! Bara alveg glæsilegt hjá ykkur =)
At 11:09 AM, Margret Silja said…
Þú mátt koma aftur;)
At 11:28 AM, Anonymous said…
Krap, hvar er krap? Allavega ekki í 101 haha! Spáðu í því hvað það hefði verið ofboðslega fyndið ef ég hefði verið í innflutningspartýinu...nei, bara önnur Margrét mætt!! Haha, ó hvað við erum fyndnar;) Rosa fín íbúðin ykkar...hlakka til að sjá hana með mínum eigin augum.
At 8:47 AM, Anonymous said…
Hvað er heimilisfangið ykkar í Lundi?
At 1:53 PM, Margret Silja said…
Råbyvägen 15, G14 (kallað Studentlyckan) ætlaru að koma surprise??;) Nú tek ég til og baka á hverju kvöldi.. just in case!!
Post a Comment
<< Home