.....?

Sunday, November 25, 2007

afmæli og jól;)

Smá lífsmark-láta-vita! En í dag á hann Ragnar afmæli, þessi elska er hættur að eldast svo hann varð 27 ára aftur! stórmerkilegt.. (leiðinlegt fyrir hann þó að eiga aldrei stórafmæli aftur;/ ) Ég ætla að gera eins og Margrét G, ég ætla að hætta að telja í 25 svo ég eigi alltaf stórafmæli ;) það verður semsagt stórt þroskastökk fyrir mig eftir 2 ár þar sem ég hætti síðast að telja í 18.. búin að vera það síðan, yndislegt líf!!!

Hér er mynd af unga manninum á 27 ára II afmælisdeginum sínum, haldiði að það sé dedúað við hann, morgunmatur í rúmið og allt (hafragrautur og hrökkbrauð)

Ekki nóg með það heldur erum við búin að sletta í form svo ostakaka, ylvolg gulrótakaka, bananabrauð og súkkulaðimöffins bíða eftir gestunum;)


En það er víst svo langt síðan ég bloggaði síðast að Guðmundi litla bróðir Ragga hefur tekist að ákveða og framkvæma það að koma í heimsókn til okkar;) það þurfti reyndar ekki svona langa bloggpásu til þess heldur hringdi hann á þriðjudagsmorgni, var búin að bóka miða um hádegi og komin á miðvikudagsmorgni! Hér erum við á leiðinni út að borða;)

En það styttist í jólin... við erum komin með sitthvort súkkulaðijóladagatalið við rúmstokkinn (var að hugsa um að kaupa mér 8 til að vinna upp súkkulaðitapið sl. 8 ár). Svo eru bara nokkur (nookuð mörg) lokaannarverkefni í skólanum og jólafríið í höfn;) Margrét G ætlar svo að koma í smá jólamys til okkar 12 des, við ætlum að djamma, shoppa og slúðra l0ss!

6 Comments:

  • At 7:01 AM, Anonymous Anonymous said…

    Éééég hlakka svo tiiiil, ég hlakka alltaf svooo tiiil! Það verður svo gaman að koma í mys, þó ég hafi ekki hugmynd um hvað það þýðir!! Ef það þýðir eitthvað svipað og hygge þá er ég sátt;)Fékk þetta lag á heilann í gær, sko jólalagið með Svölu Björvins, bölvuð Létt-Bylgjan. Annars til hamingju með sambýlismanninn,hehe, hann eldist með reisn!

     
  • At 12:18 PM, Blogger Margret Silja said…

    ohh ég setti einmitt á jóladisk áðan, gott ef lagið hennar svölu er ekki bara á honum;) það er nú soldið fallegt hehe, jamm mys=hygge the same thing! en Margrét eitt... smá misskilningur varðandi sambýlismanninn... hann eldist bara alls ekki ;)

    Sjáumst bráðum;)

     
  • At 1:06 AM, Blogger Unknown said…

    Hvað voða eru sumir búnir snemma í prófum!! Mér finnst þetta alls ekki sanngjarnt, ég þarf að læra til 19.des!

     
  • At 7:10 AM, Blogger Margret Silja said…

    I know.. það er einmitt í desember sem maður kvartar ekki yfir því að hafa verið í skólanum 8-5 nánast alla daga, því þá verður það fullkomlega þess virði;) en ef þú verður leið á þessum prófum, þá bara skellirðu þér út;)

     
  • At 7:47 AM, Anonymous Anonymous said…

    Sammála þér nafna, ég stend á haus núna með verkefnaskil, en það verður svooo þess virði eftir 2 vikur!!

     
  • At 1:21 PM, Blogger Margret Silja said…

    ohh shitt hef ég bara 2 vikur!!!!!

     

Post a Comment

<< Home