.....?

Friday, January 04, 2008

Thailand I

Sma frettir ad austan.. vid erum semsagt komin til Thailands, munadi ekki miklu ad vid yrdum vedurtept a klakanum.. sjaesid hvad eg hefdi grenjad!! Vid flugum heim til Svitjodar i einu laegdinni tann 30. des, med fyrsta fluginu tann daginn (kl half 5). Tad var folk buid ad bida fra kl 7 um morguninn og tau turftu bara ad bida enda turfti ad kalla til 4 logreglumenn vid boarding hlidid folk var svo brjalad haha:) Svo tegar vid komum upp a Kastrup a gamlarsdag hittum vid islendinga sem voru bunir ad bida i 9 tima uppa velli tvi tad var ekki flogid heim.

Vid fognudum aramotunum i haloftunum yfir Minsk, flugstjorinn var voda fynndin og tok tvilika dyfu og halladi velinni haegri vinstri (engri sma vel, heldur risathotu med 3+4+3 seatum og efri haed) svo kalladi hann i hatalarann ad ragetta hefdi hitt velina. Litla flughraedda margret var akkurat ad taka sma fotastrekkju var ekki alveg ad fatta brandarann strax heldur tok andkof og hljop med angistarsvip i seatid sitt aftur (eda veltist um ganginn tar til eg var komin i saetid). Eftir ad hjartad for ad sla edlilega aftur ta fekk eg nettan hlaturskrampa:)

Vid stoppudum i Bangkok fyrstu 3 dagana. Hotelid var geggjad flott, 37 haeda svo madur fekk hellur i eyrun tegar madur for upp 37 haedir i lyftunni a svona 3 sekundum. Tad var mjog gaman ad skoda Bangkok, otrulega mikil umferd og mengun og ekki eitt einasta gangbrautarljos, svo tad gat tekid dagodann tima ad koma ser yfir gotuna. Hraebillegar nuddstofur a hverju horni svo madur getur lifad eins og kongur tarna. Og ekki ma gleyma BigMac big size maltid a 180 isk.

Brandari ferdarinnar hingad til hafa verid brjostin a mer. Tau hafa nu sjaldan verid fraeg fyrir ad vera neitt serstaklega stor, en tegar eg kom inn a eina nuddstofuna i Bangkok ta byrjadi konan a tvi ad segja mer ad hun hefdi tekid eftir mer labba fram hja adan og henni hefdi fundist brjostin min svo flott.. svo bara tok hun sig til og kafadi dalitid a teim (ja an tess ad spyrja). Eg vissi ekki hvernig eg att ad vera svo hun bara helt afram ad tukla tau svolitid. Svo vorum vid med Thailenskan fararstjora i einni ferdinni okkar. Vid vorum ad fara ad heimsaekja konungshofid i borginni og tar turfti madur ad vera i sidum buxum, hylja axlir og haela o.fl. Guidinn gekk svo um rutuna og sagdi folki ef tau vaeru i of stuttum buxum osfrv. svo tegar hun kom til min ta sagdi hun mer ad eg vaeri of sexy.. buhahahah! ta var eg i venjulegum skokk og leggings innanundir, en skokkurinn thotti adeins of fleginn:) (eg var i skokknum sem tu gafst mer i afmaelisgjof helga:) En eg vard fyrir miklum vonbrigdum med hrosid med storu brjostin tegar eg aetladi ad kaupa mer brjostahaldara og komst ad tvi ad eg turfti D skalar i Thailenskum staerdum, svo for eg ad lita i kringum mig og sa ad allar thailenskar konur eru nanast flatbrjosta:(

I dag saum vid tad svo ad taer eru lika bossalausar greyin, en vid saum nariur med rasspudum... haha svona wonderbra-ass! Eftir miklar vangaveltur ta fannst okkur eg ekki turfa a aukarassi ad halda, en endilega sendidi mer sms ef tid hafid ahuga:)

Vid komum semsagt til Hua hin i gaer og erum buin ad lata fara vel um okkur her. Strondin er aedi og rumlega 30 stiga hiti og sol (er ekki orugglega rok og rigning heima???) vid eigum aftur a moti ekki hros skilid fyrir solarvarnarabrudinn okkar i dag, vid erum svipad flekkott og Gudmundur brodir ragga var a Rhodos, Raggi kys ad kalla tetta fallega raudskjott, en vid hofum taepar tvaer vikur til ad sparsla i eydurnar:)

Jaeja best ad drifa sig ut i 25 stiga naeturhitann og kaupa ser gos a ca. 25 kronur og olara a 60:)

Svona til tess ad gera ykkur ekki allt of ofundssjuk ta getum vid baett vid ad raggi var naelaegt tvi ad syngja sitt sidasta i gaerkvoldi tegar risa rotta skaust a milli lappanna a okkur i kolnidamyrkri i pinulitlum simaklefa haha. Tad sama gerdist i Bangkok, tegar tad kom rotta hlaupandi upp ur holu og vid stukkum beint ut a gotu og vorum nalaegt tvi ad vera keyrd nidur (gott ad lata keyra a sig en ad bita i sig kjark og kljast vid rottuna!!)

Kvedja fra Thailandi

12 Comments:

  • At 7:59 AM, Anonymous Anonymous said…

    Það er gott að heyra að allt gengur vel hjá ykkur fyrir utan árásir frá rottum, það er munur að búa á Íslandi Raggi, engir snákar og rottur!

    Á Sauðárkróki er blíðuveður að venju, blankalogn með bleikum himni við sólaruppkomu í morgun og enn er bjart og fallegt og kl. 15:30.

    Ég vona að ferðin gangi vel hjá ykkur. Þið farið varlega og viljið þið gjöra svo vel og bera á ykkur sólvörn. Þið verið nógu brún þó þið notið hana.

    Við förum til Reykjavíkur á eftir þar sem Ingvi fer til Noregs á morgun.

    Karlarnir biðja að heilsa, gagni ykkur vel, farið varlega og passið ykkur á rottunum.

    Kveðja, mamma

     
  • At 6:52 AM, Anonymous Anonymous said…

    hahaha en gaman! Haldið áfram að skemmta ykkur:)

     
  • At 5:10 PM, Anonymous Anonymous said…

    Sæl verið þið og njótið dvalarinnar.

    Gamla settið er komið heim, en Ingvi Aron er veðurtepptur í Osló. Það er óhætt að segja að veðrinu sé misskipt milli ykkar systkinanna.

    Kveðja
    Pabbi

     
  • At 1:34 PM, Anonymous Anonymous said…

    Haha voða fyndinn flugstjóri! Hafið það sem best!
    kv.Helga Sveinbjörns

     
  • At 7:40 AM, Blogger Unknown said…

    Hahaha ég get ímyndað mér að fleiri en þú hafi fengið auka hjartslátt þegar flugstjórinn var að leika sér!

    Mér finnst það óendanlega fyndið að konan hafi bara þukklað á brjóstunum á þér! =)
    Er ekki búið að bjóða ykkur á Ping Pong og búmm búmm líka ?? =D

    Neinei ég er ekkert abbó, hérna er dimmt og kalt..

    Skemmtið ykkur rosalega vel áfram og ekki verða fyrir bíl! =)

     
  • At 7:40 AM, Blogger Unknown said…

    p.s. gleðilegt nýtt ár =)

     
  • At 6:15 AM, Anonymous Anonymous said…

    Gott að heyra að allt gengur vel. Ætli ég haldi ekki áfram með veðurfréttirnar, hér á krók er stillt veður, smá snjóföl og bara blíða í alla staði-ekki annars að vænta!! Nei djók...ég er ekki orðin alveg eins slæm og mamma! Ætlaði bara að kasta á ykkur kveðju, er sjálf að reyna að gíra mig upp í skólagírinn sem gæti reynst erfitt því ég er búin að hafa það einum of gott hér heima!! Og mundu eftir sólarvörninni, sagði ég ekki að hún kæmi að notum;) Bið að heilsa...

     
  • At 6:18 AM, Anonymous Anonymous said…

    Og ps...það er komin dagsetning á árgangsmótið, 13-14.júní og ef mér skjátlast ekki þá á ég að útskrifast 14.júní...oh well...

     
  • At 9:51 PM, Blogger Binni. said…

    Hæ Margrét. Binni hérna.

    Bekkjarmótið er komið á brjálaðan farveg og það væri alveg úber gott ef þú gætir kannski mailað mér heimilisfangið þitt í Sverige, svo við getum sent þér formlegt bréf og svona leiðindi ;)

    Sendu endilega í binni29@gmail.com

     
  • At 9:54 PM, Blogger Binni. said…

    Spurning samt með þessar útskriftir.... Ég veit allavega um 2 manneskjur sem eru að útskrifast um þessa helgi ... það þarf kannski að skoða málin betur... en það er svosem erfitt að finna dagsetningu sem hentar öllum.

     
  • At 12:59 PM, Blogger Kristín Una said…

    Sæl verið þið.
    Það er óraunverulegt að lesa þessar frásagnir af ferðalögum, sól og hita. ég var hreinlega búin að gleyma að það væri til!
    En gaman engu að síður, upplífgandi svona í skammdeginu.
    leitt að missa algjörlega af þér um jólin Margrét, og ég rétt náði að yfirheyra Ingva um Noregsdvöl í 10 mín þegar hann kom að kaupa flugelda:P
    En ég segi bara góða skemmtun þarna í landi lítilla brjósta og flatra rassa, og gleðilegt árið. Megiði sólbrenna minna og hafa gaman:)
    kv.kusa.

     
  • At 3:24 AM, Anonymous Anonymous said…

    hæ Margrét og Raggi ;) Gleðilegt nýtt ár. Vááá hvað ég er öfundsjúk, væri sko alveg til í hita og sól. I Norge er snjór og frekar kalt, kannski ég skelli mér á gönguskíði og reyni að njóta vetursins hehe.. Vonandi gengur ferðin vel og skemmtið ykkur vel :)

     

Post a Comment

<< Home