.....?

Thursday, January 17, 2008

Tæland Framhald

Þá erum við komin heim í kuldann eftir rúmlega 20 tíma ferðalag. Við vöknum ennþá upp um miðjar nætur eldhress eftir tímamismuninn. Þökk sé dýrasta spilastokki sem við höfum nokkurn tíma keypt að við lifðum ferðalagið af (spilastokkar voru mjög framandi hlutur í Thailandi). Við vorum farin að spila póker uppá hina ýmsu hluti á leiðinni. Þegar heim var komið sat Raggi uppi með allan þvott úr ferðinni og átti að redda kvöldmat þegar við komum heim. Mín beið eldamennska og uppvask í 2 daga auk þess að ég á eftir að nudda hann ragga bæði axlir og tær haha.

Ferðin var í alla staði frábær. Við vorum komin til Hua Hin síðast þegar ég skrifaði. Þar láum við mest á ströndinni og böðuðum okkur í sólinni. Það var varla líft annar staðar yfir hádaginn nema næst sjónum þar sem golan var mest. Við leigðum okkur vespur 2 daga og keyrðum um helstu nágrenni í bilaðri vinstri traffík þar sem helsta reglan var að þú varst ekki kúl nema vera að minsta kosti 4 manns á vespunni og í mesta lagi einn með hjálm og það ekki fastan og þú sýndir gangandi vegfarendum EKKI tillitsemi!!! Við brutum allar þessar reglur og vorum bara 2, bæði með hjálm og það stóra og góða hjálma enda horfið fólk á okkur eins og útlendinga;) Þar að auki voguðum við okkur einstaka sinnum að hleypa gangandi vegfarenda yfir 6 akreina götuna sem var ekki með eina göngubrú né gönguljós á meira en 10 km kafla.

Við fórum uppá Apafjallið í Hua Hin sem er þekkt fyrir að vera fullt af villtum öpum. Þessi dýr eru skuggalega lík mönnum. Við réttum einum kókdósina okkar sem hann drakk með bestu list haha. Ég sagði líkir mönnum, ekki að þeir kynnu mannasiði því hann komst fljótlega að því að það sullaðist minna niður á hann ef hann hellti bara smá slurk í einu á stéttina og sleikti það svo upp:)


Við fórum á fílabak einn daginn. Þvílík og önnur eins flykki þessi dýr! Ég ríghélt mér í þegar guidinn hoppaði af baki og lét okkur ríða honum ein.


Flestum kvöldum eyddum við svo hjá klæðskeranum sem er búin að sauma á okkur fullt af fötum, svo vorum við dugleg að prútta á næturmörkuðum bæjarins. Risa-Risa-taskan sem við keyptum okkur í Bangkok og ætluðum bara að setja flugfreyjutöskurnar ofaní á leiðinni heim var allavega stútfull þegar heim var komið:)

Það er soldið skammarlegt að segja frá því að hafa mestmegnis borðað vesturlenskan mat þegar maður er í Thailandi (þar með talið Mc. Donalds og Pizza Company sem er eftirherma af Pizza Hut) en þetta var allt saman gert af læknisráði, því það var mjög slæmt að fá matareitrun haha;) En við stunduðum nú einnig steikhúsið Corner 84 sem var rekið af pjúra tælendingum;) Þar kostaði dýrasta steikin á matseðlinum heilar 800 kr ísl, geggjað flott!


Asíubúar eiga alveg hrós skilið fyrir að kunna ekki að segja RRRRR, þetta var mikið skemmtiefni í ferðinni;) Ég hugsaði mig lengi um áður en ég þáði Elefant lightning... soldið löngu seinna fattaði ég að hann var að reyna að segja elefant riding;) Svo var alltaf seldur Ice-cleme á ströndinni og sticky lice, mjög girnó:) Þetta skilti var doldið gott líka

Tími til að horfast á við raunveruleikann á ný og drífa sig í skólann.. mikil gleði!! Myndirnar frá ferðinni eru komnar inn, undir Myndir 10.

10 Comments:

  • At 2:52 AM, Anonymous Anonymous said…

    vá en gaman. En já þetta er fáránlegt með vespurnar, ég sá einu sinni fimm manns á einni vespu!!

     
  • At 5:08 AM, Anonymous Anonymous said…

    Ég held ég myndi afþakka "Sticky lice".
    Bara útaf tilhugsuninni...
    Þegar við vorum úti þurfti Guðrún Edda ekki að leigja sér vespu, hún fékk bara bremsulausa eldgamla reiðhjólið sem mjálmandi maðurinn átti... (hann fylgdi með hjólinu samt) Mig langar til útlanda núna.

     
  • At 9:34 AM, Blogger Margret Silja said…

    Hahaha ég er ekki alveg að fatta söguna með Guðrúnu og mjálmandi manninn.. eigiði ekki kodak af þessu?? :) Reyndar þegar þú segir mjálmandi þá hljómaði allt sem þeir sögðu mjálmandi.. þið vitið Ice cleeeeeeeeme, sticky liiiiiiccce haha greyin:)

     
  • At 12:34 PM, Blogger Unknown said…

    Haha frábær ferð greinilega! Gaman af myndunum, greyið Raggi með klippinguna :/ Aftanfrá séð allavega - þín kom betur út :)

    Oh hvað ég væri til í að sitja í sólbaði á ströndinni frekar en hérna við skrifborðið endalaust.. =)

     
  • At 6:33 AM, Anonymous Anonymous said…

    ohh næs!! flott klippingin þín! :)

     
  • At 6:34 AM, Anonymous Anonymous said…

    ok þetta var ég sem var að kommenta ;)

     
  • At 7:47 AM, Anonymous Anonymous said…

    Í face-bookinu mínu undir myndir Dubai-Singapore-Tailand er ein mynd af Guðrúnu á hjólinu með mjálmandi manninn:) EF ég man rétt var það oftar en tvisvar sem hún fór í hjólatúr með manninn aftaná...hahahahha. Tek það fram að hún var alltaf með einhverjum öðrum úr hópnum okkar í þessum hjólaferðum líka ...

     
  • At 10:23 AM, Blogger Margret Silja said…

    Það var mjög skynsamlegt hjá Guðrúnu að hafa einhvern með sér haha, ég sé soldið eftir því að hafa ekki hitt á þennan mjálmandi mann, virðist alveg vera kapítuli út af fyrir sig:)

     
  • At 3:19 PM, Anonymous Anonymous said…

    hehe já hann var hress kallinn. Svo einu sinni fór ég með honum og Hirti og við hjóluðum alveg lengst og fórum meira að segja um nokkur gatnamót. Maður var oft næstum búin að ruglast og keyra hægra megin á götunni en það er náttúrulega vinstri umferð þarna. Já og svo var soldið slæmt að það voru ekki bremsur á hjólinu, kallinn setti bara fæturnar í jörðina til að stoppa. En að því sem ég ætlaði að segja, á myndband líka af þessu, frekar fyndið. Sýni þér einhvern tímann:)

     
  • At 10:28 AM, Anonymous Anonymous said…

    hahahahahahahahahahahahahahahahahahahaha vá ég meig næstum á mig hahahah svíar hvað segi ég nú bara, klárlega verður þetta þema í næsta partý hjá mér....ice clllllleam
    sjana

     

Post a Comment

<< Home