.....?

Tuesday, February 05, 2008

bolludagar eru góðir dagar

Raggi fékk atvinnusímtal í gær og spurður um það hvað hann væri gamall þá svaraði hann "já ég verð 28 ára á árinu", ég leit á hann og reyndi að minna hann pent á það að hann yrði reyndar 29 ára á árinu. Hann leit á mig tilbaka eins og ég væri að babla tóma steypu, þar til ég gaf honum "alvöru svipinn" minn um að ég hafi ekki verið að fíflast... þá rankaði hann við sér og sagði..."öö já það er reyndar verið að pikka í mig og ég er víst að verða 29 ára á árinu" haha góð tilraun Raggi minn:)

Ég stend nú samt í þeirri meiningu að hann sé náttúrulega bara 27 ára í annað sinn, en að öllu gamni slepptu þá er það kannski fullgróft ætla að ráða sig í vinnu undir falskri kennitölu haha:)

Bolludagar eru góðir dagar (ég tala um daga í fleirtölu því mér til mikillar ánægju er sænski bolludagurinn einmitt í dag, daginn eftir þann íslenska). Á þessum bæ voru bakaðar bollur fyrir landið og miðin..


Jájá myndin er fyrst og fremst af bollunum, það er alger óþarfi að skoða mig og Hönnu eitthvað í þaula, ég með þetta fína sparibros og lokuð augun og hAnus svo gráðug að hún er með rjóma út á kinn;) Ég neita því nú ekki að mér var frkar bumbult eftir að hafa gúffað í mig 8 bollum... öss hvað þetta er gott, svo eigum við ágætis forðabúr af färdiglöguðum í frysti:)

Gúrkutíð í fréttum svo ég ætla að láta þennan fína illabrandara um góðan vin fylgja með:


-Tveir veiðimenn eru á veiðum í skógi þegar annar fellur niður og virðist hætta að anda. Félagi hans grípur farsímann og hringir í neyðarlínuna. "Félagi minn er dauður. Hvað á ég að gera?" æpir hann í símann. Viðmælandinn biður hann að róa sig niður. "Gakktu fyrst úr skugga um að hann sé örugglega látinn. " Þá kemur þögn og svo skothvellur. "Og hvað svo," segir maðurinn svo í símann."

3 Comments:

  • At 3:57 PM, Anonymous Anonymous said…

    haha ég á líka alltaf í vandræðum með að muna hvað ég er gömul.
    Ef ég þekki þig rétt þá hefurðu auðvitað haldið upp á báða dagana:)

     
  • At 1:10 AM, Anonymous Anonymous said…

    mmm bollur. Man einhver hvað hann er gamall? Um daginn var ég að spá í því að ég væri að verða 23 ára. Stuttu seinna var ég spurð hvað ég væri gömul og þá hélt ég bara að ég væri 23. Ekki 22. Ég ætla að passa mig héðan af að ruglast amk ekki UPPÁVIÐ í aldri, hitt er þó skárra.
    kv.Helga

     
  • At 10:08 AM, Blogger Margret Silja said…

    Að sjálfsögðu hélt ég uppá báða dagana og vel það.. er komin á fjórða í bolludegi:)

    En Raggi var mjög þakklátur fyrir þennan auðsýnda skilning sem hann hefur hlotið varðandi það að vita hvað maður sé gamall hah!

    En Helga það að segja sig eldri er bara merki um það hversu unga þú álítur þig vera.. þú veist þegar maður er lítill þá vill maður vera stærri en þegar maður er gamall þá vill maður vera minni:) Svo þetta mismæli þitt er af hinu góða, bara merki um það hversu ung þú ert í anda!

     

Post a Comment

<< Home