.....?

Sunday, February 17, 2008

...

Löng og ströng vika að baki. Árleg viðtalavinna við, að þessu sinni, 24 sænska framhaldsskólanema, sem hafa það sameiginlega markmið að vilja fara í United World College fór fram um helgina. Þetta þýðir að við þurftum að lesa 24 mjög góðar umsóknir, taka 24 viðtöl og þar á eftir velja og hafna hverjir eiga að komast áfram í lokaviðtalið. Þetta var sko ekki létt.. pínu eins og krossapróf með amk 20 möguleikum og allir voru réttir... bara pínulítið misréttir!!
Í pásunni á milli daga komu svo Hildur og Bogi í mat, við hristum fram þríréttað á nótime saman. Hildur kom með þennan geggjaða risakrabba nýsendan frá Færeyjum (mjög ólöglegur að veiða.. en þetta grey lenti óvart í netinu:/)

Girnó...!!! en þrátt fyrir það þá var þetta með því betra sem ég hef smakkað:)

Næsta mynd átti að bloggast í síðustu viku, veðurþreyttum íslendingum til upplyftingar (já og kannski hvatningar að koma frekar bara í heimsókn til okkar;)

Semsagt bongó blíða og sólsetur ;)

3 Comments:

 • At 1:20 AM, Anonymous Helga Sveinbjörns said…

  Hæhæ!
  Ég er búin að ákveða mig og ég er að sækja um í DTU... Þá er samt frekar stutt að kíkka í heimsókn í bongóblíðuna... ef hún verður ekki hjá mér líka:)

   
 • At 3:36 AM, Blogger Margret Silja said…

  hehe flott, jú minsta málið.. svipað og að skreppa úr hafnarfirði uppí háskóla, nema maður þarf ekki að keyra sjálfur, og maður getur sagst hafa farið til útlanda í leiðinni:) Þetta verður mega gaman!!

   
 • At 3:39 AM, Blogger Margret Silja said…

  .. og smá verkfræðinördafróðleikur fyrir þig helga, þá er veðrið hérna megin og handan brúarinnar talið svo líkt að við vorum látin finna klimatdata í Köben til þess að keyra inní lífslengdsreikninga prógram fyrir asfalt hérna í Lundi! haha, svo bókað mál blíða þar líka:)

  Þið hin lítið algerlega framhjá þessu kommenti!

   

Post a Comment

<< Home