.....?

Saturday, February 09, 2008

gúrkutíð

Ég á það til að hafa orð á gúrkutíð í fréttamennsku.. finnst það ekki vera upphafsfrétt að fólk á Búðum hafi reykt í Landrover jeppa fyrir utan félagsheimili vegna reykingabanns, eða að kindin Kimbalimb sé týnd uppá fjöllum. Finnst það meira að segja soldið sérstakt að það hafi verið sendur flokkur manna til bjargar fé í sjálfheldu uppí kletta... hva til þess eins að fara með þær á sláturhúsið nokkrum mánuðum seinna til að éta þær?? Allavega hliðarspor það, en að pointinu þá hef ég ákveðið að hætta að láta ófréttnæmar fréttir fara í taugarnar á mér og leggja þær frekar í lærdómsbankann minn. Eftir að hafa lesið þessa frétt á mbl hef ég einmitt lært heilmikið nýtt um það hvernig á EKKI að forgangsraða og ætla að nýta mér þessa nýju kunnáttu í nánustu framtíð:)

"Bjór í belti en ekki barnið

Þegar lögreglan í St. Augustine í Flórída stöðvaði 46 ára gamla konu sem ók á rauðu ljósi sá hún að bjórkassi í bíl konunnar var vandlega spenntur í öryggisbelti. Það var hins vegar ekki barnið í aftursætinu sem var 16 mánaða gamalt....."


En af þessu daglega þá gerist lítið hér nema lærdómur.. ég gerði algert félagslegt sjálfsmorð í gær þegar ég var í skólanum 9-18 og settist þá niður heima og skrifaði til 1 um nóttina... jamm á föstudagskvöldi og það er ekki prófavika! var svo mætt í hópavinnu í morgun..það ætti að vera bannað að setja svona mikið fyrir! Ég hafði nú þrátt fyrir verkefnabyrðina hugsað mér að slá á létta strengi í kvöld og mæta í Beach partý... spurning um að fara að hugsa sér hversu miklu eigi að flassa og velja sér bikiní og kannski smá slæðu í samræmi við það....

6 Comments:

  • At 8:50 AM, Anonymous Anonymous said…

    Dugleg Margrét, ég vildi að ég hefði gert það sama og þú því trúðu mér, nóg eru verkefnin! Í staðinn varð dagurinn að hálfgerðu Greys maraþoni...það var líka brjálað veður svo það eina í stöðunni var að halda áfram að horfa á Greys...eða já, ég vil halda því fram! Góða skemmtun í kvöld;)

     
  • At 11:04 AM, Blogger Margret Silja said…

    ööö bíddu bíddu... ekki erum við að tala um nýtt greys??? þarf ég að sleppa partýinu eða??

     
  • At 12:17 PM, Anonymous Anonymous said…

    Ónei...ekki nýtt, var að fá 2.seríu á DVD...mjög slæmt þegar maður á að vera að byrja á BA, en verkfallinu er lokið þannig vonandi þurfum við ekki að bíða lengi eftir nýjum!!

     
  • At 1:00 PM, Anonymous Anonymous said…

    Er verkfallið búið??? JEIII

     
  • At 2:00 PM, Anonymous Anonymous said…

    Já Margrét gúrkutíð frétta á íslandi er lokið í bili. Upp kom Prison Break uppákoma í fangageymslum lögreglunar í rvk í nótt. Segjið svo að maður geti ekki notað aðriði úr svona þáttum í hinu daglega lífi:)
    En við Ósk viljum fara að fá bumbumyndir hingað inn já eða á mailið okkar:)

     
  • At 2:01 PM, Anonymous Anonymous said…

    Kveðja ÓSK og SIV

     

Post a Comment

<< Home