.....?

Wednesday, April 09, 2008

Líkamsrækt fyrir landsbyggðina!

Jææææjjja.... já er ekki best að kenna bara týndu lykilorði um þetta bloggleysi, annars er ég nú vön að leysa slík vandamál því eftir bara 1 bjór þá stend ég í þeirri trú að ÖLL lykilorð séu ERASMUS haha, önnur og gömul saga það:)

Ég hef enga afsökun, en vona svo innilega að þetta hræðilega sjúkdómavideó hans Hemma hafi verið jafn langlíft fyrir ykkur eins og það var fyrir mig haha.

En þetta er helst frá sl mánuði...

# Ég var ein heima viku af páskafríinu afkastaði að horfa á rúmlega 25 þætti af hinum ýmsu seríum... BARA til þess að effektivisera prjónið mitt..líður frekar illa ef ég geri bara eitt í einu!


# Ég fór í sykurþolspróf í gær og fékk þessar líka fínu niðurstöður sem þýðir að ég má halda áfram að gúffa í mig íslenska namminu sem mamma og pabbi komu með. Páskaeggin okkar enduðu reyndar í smá sólbaði en þau voru ekkert verri á bragðið þrátt fyrir smá útlitsgalla:)
# Guðmundur kom til okkar um páskana. Við skruppum á leirdúfuskotsvæði hérna í næsta bæ sem endaði mér því að ein leirdúfan af næstu skotbraut villtist smá og skildi eftir sig þennan fína skurð í andlitinu á mér


# Henrieke herbergisfélagi minn kom í heimsókn vikuna eftir páska.. við sungum “you ought to know” með Alanis að gömlum roomie-vana og fórum svo á djammið:)

# Mamma og pabbi komu í heimsókn helgina eftir páska. Mamma gerði sér lítið fyrir og kom með risa múlinexvélina mína út.. mmmm sem þýðir Strawberry diaquary (virgin reyndar, en jarðaber og sykur þurfa jú ekki romm til þess að vera góð:)
# Helga og Bjarni komu svo í heimsókn um síðustu helgi, við reyndum að lokka þau til Lundar á mettíma, sjáum hvort við verðum orðin grannar næsta haust:)

Svo er ekki langt í næstu heimsókn því hún Margrét G ætlar að koma við þann 17 apríl þegar hún fer í vinnuferðina sína til Brussel:)Yfir í allt annað. Sumt fólk er bara óheppnara en annað og hún Sigrún A. Árnadóttir er einstaklega orð-Ó-heppin að mínu mati. Þessi frétt var birt á Vísi.is í síðustu viku:

Orkuveita Reykjarvíkur auglýsir til sölu í Morgunblaðinu í dag fjöldann allan af líkamsræktartækjum. Um er að ræða gömul tæki sem fyrirtækið keypti notuð þegar nýja húsið var tekið í notkun. Tilvalið fyrir fólk á landsbyggðinni segir Sigrún A. Ámundadóttir hjá orkuveitunni.

,,Þegar við fluttum yfir í núverandi húsnæði var gert ráð fyrir líkamsræktaraðstöðu og voru keypt notuð tæki. Sían var gerður þjónustusamningur við World Class sem sá um aðstöðuna. Fyrir nokkru ákvað World Class síðan að þessi tækin væru ekki boðleg fyir sína kúnna þannig að þeir tóku þetta yfir í heild sinni og fylltu stöðina af sínum tækjum,” segir Sigrún en í kjölfarið var gömlu tækjunum hent út.

Sigrún segir að tækin séu mörg hver komin til ára sinna og séu ekki boðleg líkamsrækarstðvum í Reykjarvík. ,,Þetta eru engu að síður tæki sem stöðvar úti á landi geta boðið sínum viðskiptavinum, við gerum nefninlega minni kröfur úti á landi,” segir Sgirún en öll tækin verða seld í einu lagi.....

Alveg yndislega heppilega til orða tekið hjá henni haha! Heldur konugreyið virkilega að landsbyggðin sé svo hátækniþróuð að vera komin með líkamsræktarstöðvar?? eins og það sé ekki nóg fyrir okkur landsbyggðarpakk að hlaupa á eftir rollum upp um fjöll og firnindi og þvo þvottinn okkar á þvottabretti útí læk :)9 Comments:

 • At 2:01 PM, Anonymous Guðrún Edda said…

  Loksins, loksins! Ég er búin að bíða alltof lengi eftir þessari færslu! ooo mig langar í stawberry daquiry a la margrét mmmm.....

   
 • At 5:45 AM, Anonymous helga sv said…

  Jei! Færsla! vonandi verðuru ekki fyrir fleiri árásum frá leirdúfum...;)og með líkamsræktartækin... æjæ. Og já ég myndi ekki kvarta yfir eins og einum Daquiry.

   
 • At 9:17 AM, Anonymous Anonymous said…

  Jibbíííí...akkúrat vika þar til ég verð með strawberry daquiry a´la Margrét í hönd!! Hlakka til...MG.

   
 • At 9:51 AM, Blogger Sandra said…

  hmm namm mig langar líka í svona drykk!

  Fólk er greinilega duglegt að heimsækja ykkur skötuhjú, mig langar líka að koma í heimsókn!

  Veistu hvað maður er lengi að fara með lest frá Osló til þín?

  Þessi frétt frá orkuveitunni er alveg met - stuttu eftir að ég sýndi þér hana var búið að taka út bloggfærslurnar, svo var fréttinni breytt - "hún áréttar að þetta er bara hennar skoðun" var bætt við :)

   
 • At 1:16 PM, Blogger Elva B said…

  ég er móðguð ég kom líka í heimsókn en það var ggreinilega ekki nógu merkilegt til að blogga um ;)

   
 • At 2:39 PM, Blogger Margret Silja said…

  Já Guðrún, Helga og Sandra bara skella sér inná icelandair eða express og mæta því hér verða blandaðir Daquiry frá fimmtudegi til sunnudags:)

  Margrét, ég er búin að kaupa klakapoka!

  Sandra, hmm ég hef aldrei tekið lestina þessa leið, en ég veit að Lund-Gautaborg er tæpir 3 tímar, en svo er nottla hræbillegi Säfflabussen sem tekur ca 7 tíma fyrir skitinn 2-3 þús kall:) ætlaru að koma?

  Og Elva Elva sorry sorry, en listinn fól bara í sér heimsóknir um og eftir páska sem náðust á filmu og í staðinn vitna ég í færslu frá Mánudeginum 5 nóv 2007 þar sem þú komst fram á myndformi meira að segja:)

   
 • At 12:49 PM, Anonymous Anonymous said…

  Rakst á síðuna þína á einhverju google vafri :) ótrúlega fyndið með líkamsræktartækin! en langaði að spyrja hvar þið fóruð að skjóta leirdúfur? veit að bóndanum mínum þætti ekki leiðinlegt að komast í svoleiðis.
  Kveðja,
  Sunna Ósk "Lundafélagi"

   
 • At 2:05 PM, Blogger Margret Silja said…

  Haha já leirdúfurnar þær eru allavega nógu langt frá að maður er ekki hættu heima hjá sér:)

  En við fundum þetta svæði í Staffanstorp, skal koma með addressuna í tíma á morgun.. mikið sport, opið á Laugardögum hehe:)

   
 • At 2:13 PM, Blogger Margret Silja said…

  Hér kemur það,
  Staffanstorps Sportskytteklubb Tel. 046 - 25 39 19
  Maskinvägen 5

  Mæli með því:)

   

Post a Comment

<< Home