.....?

Monday, April 28, 2008

að hjóla með 20 kíló í yfirvikt???

Morguninn í morgun hófst með einfaldri stærðfræði. Ég reif mig fram úr, í sturtu og pakkaði í töskuna mína. Skóladagurinn var þess eðlis að ég þurfti á bókum úr 2 fögum að halda, hádegismat, auk fartölvunnar. Ég get ekki neitað því að taskan tók í og ég kveið mikið fyrir 3 km hjólreiðatúrnum UPP löngu brekkuna. Í staðinn fyrir að safna kjarki í komandi hjólreiðar þá ákvað ég að vikta töskuna sem vó heil 8 kíló. Auk þess steig ég sjálf á viktina og lagði þau 12 kíló sem ég hef safnað síðusta 7 og hálfan mánuðinn saman við 8 kílóa töskuna. Smá hugarreikningur og út fékkst 20 kílóa burður!!! Ég spurði Ragga hvort honum myndi nokkurn tíma detta í hug að hjóla með 20 kílóa farm ALLA leið uppí skóla? (svona já og nei spurning í þannig tón að nei var eiginlega eini kosturinn) Svo var ég ekki lengi að réttlæta það fyrir mér að fara á bílnum í skólann!

Í Lundi er brot á slíku normi samviskubitsvaldur. Hér er maður LATUR ef maður hjólar ekki, en heima er maður ÓTRÚLEGA duglegur ef maður hjólar!! Ég bætti fyrir samviskubitið með því að ræða við mögulegan leiðbeinanda fyrir meistaraverkefni næsta haust en planið er einmitt að taka þar fyrir mjög slæm áhrif einkabílsins:)

To Do listinn minn er lengri en nokkru sinni fyrr, 19 dagar í heimkomu, Valborg framundan, og Raggi minnti mig á það um daignn að skiptináminu mínu lauk fyrir tæplega ári síðan svo titillinn Skiptineminn er kannski orðinn dálítið þreyttur.. einhverjar hugmyndir?

Keikó kveður... andlegur undirbúningur fyrir hjólreiðar morgundagsins í gangi!

12 Comments:

 • At 2:32 PM, Anonymous Oddný Þóra said…

  ohh Margrét mín.. ég verð bara andlega uppgefin að lesa þetta hjá þér!! úff... að detta það í hug að hjóla kasólétt...! þú verður að drífa þig heim og komast í letigírinn ;-)

  Hlakka til að sjá þig og bumbubúann :D

   
 • At 3:48 AM, Blogger Sandra said…

  Hehehe, Þú er fyndin! :)

  Leiðilegt að missa akkurat af ykkur þegar þið komið heim, en það minnir mig á það að það eru bara 17 dagar þar til ég verð í NY, búin með seinustu vorprófin mín í HÍ og á leiðinni í karabíska hafið hmmm... já ekki slæm tilhugsun það!

   
 • At 9:01 AM, Blogger Margret Silja said…

  Takk fyrir þennan andleag stuðning Oddný, ég ætla bara að fara að sökkva mér í letilíf í huganum:)

  Og sandra spurning hvort andlega hliðin á mér komi ekki bara með þér í karabíska hafið!!! ojjjjþér mig langar líka:)

   
 • At 10:31 AM, Anonymous Margrét said…

  Hvað með titilinn móðir í hjáverkum? Það er mjög lýsandi!! Annars vel gert að hjóla með þennan þunga. Ég er einmitt búin að rölta í skólann í nokkrar vikur með þó nokkur kíló á öxlunum-það er ekki nóg að maður sé alveg búinn á því andlega í öllum þessum ritgerðarskilum heldur fer maður að bugast líkamlega, bókstaflega!! BA í prentun...þetta er allt að hafast! Sjáumst 17.maí;)

   
 • At 5:59 AM, Anonymous Helga Sv said…

  fyndið með þetta að hjóla, þetta er alveg satt ef maður myndi hjóla á íslandi er maður OFUR duglegur! Það er einmitt að byrja átakið "Hjólað í vinnuna" núna á miðvikudaginn og ég skráði mig... er orðin nett stressuð að komast að því hvað maður er í raun og veru í slæmu formi!! Sjáumst fljótlega:)

   
 • At 12:57 PM, Anonymous Guðrún Edda said…

  hahaha mér finnst þú fyndin og skemmtileg:)

   
 • At 4:33 AM, Anonymous Margrét said…

  Úje...prófin búin, skólinn búinn, djamm í kveld...mikið djöfull öfunda ég þig samt af þessu frábæra veðri núna!! Oh well, njóttu þess meðan þú getur því þú ert að koma heim!! Sjáumst eftir viku;)

   
 • At 1:22 PM, Anonymous Guðrún Edda said…

  Verðurðu ekki eitthvað í Reykjavík? Eða ferðu beint í sveitina? Mig langar að sjá hvað þú ert orðin feit.

   
 • At 9:30 AM, Anonymous Anonymous said…

  Hæ hæ, kikti vid hehe.. Langadi bara ad oska ykkur godra ferdar heim til Islands. Annars er bara allt gott ad fretta, sol og blida her i Noregi og liklega hjå ter lika:)
  Hlakkar til ad sjå tig/ykkur i sumar. Eg kem å Krokinn i juli:)
  Kvedja Anna Beta

   
 • At 9:33 AM, Anonymous Anna Beta said…

  jå, anonymous... voda flink ad skrifa her inn hehe..

   
 • At 11:57 AM, Blogger Elva B said…

  soldið skondið, held ekki að þú sért buin ad nefna hér a blogginu ástæðu tess ad þú ert nú 12 kílóum þyngri.

  Ef þið stoppið eitthvað í köben áður en þið farið heim mégið þið endilega láta heyra í ykkur

   
 • At 4:21 AM, Blogger Margret Silja said…

  Jæja jæja ég er ekki dauð en aftur á móti þá er hel**** tölvan mín ekki með milklu lífsmarki!!! Urr Ég,tölvur, þolinmæði =ekki samleið!!!

  Allavega, við erum komin heim.. og hér keyri ég bara því það er svo helv langt að hjóla úr hvörfunum í háhæðum kópavogs alla leið í vinnuna! Annars helga þá var ég mjög virkur þáttakandi í "hjóla í vinnuna" í fyrra hehe:) Vonandi ertu búin að standa þig vel!

  Og Guðrún, neibb fer ekki í sveitina fyrr en 20 júní (þá er sko bekkjarmót) svo verð í borginni fram að því, svo ekki spurning við verðum að hittast! Svo vinnurðu líka rétt hjá mér og stórt fólk þarf sko að borða í hádeginu hehe:)

  Takk fyrir kveðjuna Anna Beta, mjög skynsamlegt hjá þér að vera bara meiri hluta sumars í blíðunni úti, ég veit ekki hvað maður er að drífa sig heim í kuldann..prrr:/ Sjáumst í júlí:)

  Og Elva 12 kíló hvað, þetta verður nú ekki blogfært fyrr en þetta verður komið í 15! svo ég hef enn 1 kíló til stefnu áður en bloggskyldan kallar hehe, vertu bara fegin að þú fékkst sko sérsímtal góan mín:) En með Köben heimsókn, það var doldið tight allt saman undir lokin svo heimsókn í haust ég lofa;)

  Og margrét.. við sjáumst eftir smá:)

   

Post a Comment

<< Home