Mállaus, röndótt og bólgin... en öll að koma til
Ég hef líklega sjaldan verið eins lurkum lamin eins og nuna!!! En ég fór suður um helgina. Á Laugardaginn hitti ég Mads frá DK og Anne-Katrine frá Grænlandi sem voru með mér í skólanum í Noregi. Við fengum alveg geggjað veður, svo ég var orðin soldið rjóð eftir daginn og 2 tíma í sundi. Svo á Sunnudeginum plataði ég Ragga með mér í fjallgöngu á Esjuna. Við vorum svona heldur svartsýn vegna þokunnar en létum vaða á það. Það var sko heldur betur sól á toppnum þar sem við horfðum niður á skýjabakkann yfir Reykjavík, svo okkur fannst það ekkert sérstaklega freystandi að fara úr þessu steikjandi hita niður í þokuna. En þetta varð til þess að við sátum og sóluðum okkur á toppnum í rúma 3 tíma. Humm og vitandi að ég er líklega hvítasta manneskja á jarðríki (rauðasta manneskjan á jarðríki núna) þá var þetta aðeins of langur tími í svona blíðu. Ég fann hvernig húðin á mér byrjaði að breytast í tómatlitaða skorpu og sársauka samkvæmt því... outch.. ég svaf ekkert um nóttina fyr en mamma tróð í mig verkjatöflu kl 6 um morguninn. Um 10 -leitið var svo komið að endajaxlatökunni skemmtilegu, allir 4 í einu takk fyrir! Ég var nú alveg viss um að ég kæmi ekki til með að finna fyrir tanntökunni þar sem mér var svo illt eftir sólbrunann fyrir! Jæja nú voru jaxlarnir 4 komnir úr og tungan á mér orðin fimm-föld og skildist ekki orð af því sem ég sagði svo ég gat ekki talaðþað sem eftir var af deginum (sem mér fannst nottla alveg rosalega erfitt) og svo fór deyfingin að hverfa og ég hélt ég myndi hreinlega deyja þann daginn!!! Var samt örugglega alveg ferlega fynndin svona röndótt, mállaus og bólgin eins og hamstur haha. Svo gerði ég þau mistök að skreppa inn í Bónus í borgarnesi til að kaupa einhvern mauk mat fyrir vikuna og þar þurfti ég allt í einu að æla, og fölnaði upp, kaldsvitnaði og sá bara hvítt svo mamma og pabbi náðu að bera mig útí bíl þar sem ég lá með æluna í kokinu alla leiðina norður, en setti bjögga á fóninn sem hélt í mér lífinu. En annars þá fer þessu bara batnandi, verkjalyfjametið hefur verið slegið og það er eins gott að ég verði orðin fílhraust fyrir helgina;) Elva, anna og Sandra tóku víst upphitun fyrir djammið um næstu helgi hérna heima á krók um helgina, svo ég verð undir pressu og mun ekki komast upp með neitt múður. Maður verður sem sagt að fara að virða 60 ára gamla tjaldið og pakka lopapeysunni niður.