.....?

Sunday, November 25, 2007

afmæli og jól;)

Smá lífsmark-láta-vita! En í dag á hann Ragnar afmæli, þessi elska er hættur að eldast svo hann varð 27 ára aftur! stórmerkilegt.. (leiðinlegt fyrir hann þó að eiga aldrei stórafmæli aftur;/ ) Ég ætla að gera eins og Margrét G, ég ætla að hætta að telja í 25 svo ég eigi alltaf stórafmæli ;) það verður semsagt stórt þroskastökk fyrir mig eftir 2 ár þar sem ég hætti síðast að telja í 18.. búin að vera það síðan, yndislegt líf!!!

Hér er mynd af unga manninum á 27 ára II afmælisdeginum sínum, haldiði að það sé dedúað við hann, morgunmatur í rúmið og allt (hafragrautur og hrökkbrauð)

Ekki nóg með það heldur erum við búin að sletta í form svo ostakaka, ylvolg gulrótakaka, bananabrauð og súkkulaðimöffins bíða eftir gestunum;)


En það er víst svo langt síðan ég bloggaði síðast að Guðmundi litla bróðir Ragga hefur tekist að ákveða og framkvæma það að koma í heimsókn til okkar;) það þurfti reyndar ekki svona langa bloggpásu til þess heldur hringdi hann á þriðjudagsmorgni, var búin að bóka miða um hádegi og komin á miðvikudagsmorgni! Hér erum við á leiðinni út að borða;)

En það styttist í jólin... við erum komin með sitthvort súkkulaðijóladagatalið við rúmstokkinn (var að hugsa um að kaupa mér 8 til að vinna upp súkkulaðitapið sl. 8 ár). Svo eru bara nokkur (nookuð mörg) lokaannarverkefni í skólanum og jólafríið í höfn;) Margrét G ætlar svo að koma í smá jólamys til okkar 12 des, við ætlum að djamma, shoppa og slúðra l0ss!

Tuesday, November 06, 2007

Anton Þorri jólasveinn;)

Þessar verða bara að fá að koma hérna inn. Myndir af herra sætustum;) Hann Anton Þorri verður þriggja mánaða á morgun og af sökum þess að hann er orðin jafn stór og meðal 6 mánaða barn þá varð hann bara að opna annan jólapakkann sinn.. það er nú einu sinni komin nóvember og pakkinn var frá jólabarninu Margréti;)

Svo ótrúlega kátur;) Strax búin að læra að meta hvað það er gaman að fá pakka! og ef hann líkist mömmu sinni eitthvað (sem hann gerir einmitt ekki útlitslega) þá er hann líka búin að læra að þukla á öllum pökkunum og reyna að komast að því hvað er í þeim;)Hérna er svo prinsinn mættur í gallann.. ég aftur á móti var ekki jafn góð í að kunna á þessar stærðir (já eða spá fyrir um hvað hann yrði STÓR!) svo hann passar allavega vonandi í þetta út vikuna;)

Monday, November 05, 2007

...

Jæja það þýðir ekki að detta í blogga-á-tveggja-vikna-fresti rythmann;) Allt gott að frétta úr Sverige!

Ég ber þess merki að hafa spilað bandý síðustu tvo sunnudaga og get staðfest hversu marga bolta ég varði þær nokkrar mínútur sem ég stóð í marki!! Sjæsið ég mæli ekki með að spila bandý með strákum.. þeir geta breytt nokkura gramma plastbandýbolta í fleiri kíló sem orsaka ljóta marbletti!!

Síðasta helgi var UWC helgi. Byrjaði á því að fara til Köben til að hitta Hildi
og Magnus sem ég gleymdi reyndar að taka mynd af...
og Elvu og Jensu kærustuna hennarÁ laugardeginum skellti ég mér svo í Beverly Hills partý í Malmö til hennar Söru, hér sjást m.a. Brandon, Andrea och Brenda...
Þar á eftir endaði ég svo í enn einu partýinu hjá Önnu Rögnu og Níní
Og af því að ég græddi heilan klukkutíma á aðfaranótt sunnudags (klukkan færðist semsagt), þá ákvað ég alltaf að bíða smá með að byrja á hlutunum og gerði nottla ekkert að viti það sem eftir var helgarinnar!

Raggi kom svo heim frá Íslandi og fyllti á þrista-birgðirnar okkar;)

Mér tókst að gera All-nighter... AFTUR!! í fjórða sinn á þessari önn... yes skilaði verkefninu inn kl. 4 í nótt og fór í skólann 8-5 í dag! ég vill meina það að allt sé þegar fernt er.. geri þetta ekki aftur!! Ég held að ég sé orðin of þreytt núna því ég lagði mig ekki þegar ég kom heim heldur fannst ég vera svo full af orku að ég bjó til mozarella-tómat sallat, skinku og sveppa omelettu og bakaði gulrótarbollur;) Það ríkur úr matsældinni í eldhúsinu núna svo ég bara bíð eftir að Raggi skríði inn;)

mmm.. ætla að fara að éta!!!!!