.....?

Tuesday, April 11, 2006

Páskafrí..vííí!

Komin heim á klakann í þessa líka veðurblíðu.. ófært norður á Krók í síðustu viku og snjóstormur þarna norðan heiða..prrr.. og ég sem fór úr fyrstu sumarblíðunni þetta árið í Sverige! En samt alltaf jafn gott að koma heim;)
Það er ótrúlegt hvað dagarnir eru miklu lengri hérna heima en í Svíþjóð..þó að ég hafi aðeins lent á föstudagskvöld þá er mér búið að takast að gera heilan helling. Fór beint í afmæli til Helgu á Föstudagskvöldið, mikið sungið mikið fjör mikið gaman. Það má segja að party þar sem Heiðar hennar Dagnýar er til staðar með gítarinn sé garanteruð stemmning!

Reif mig á fætur fyrir allar aldir á Laugardagsmorgun (var ennþá stillt inn á bölvaða sænska tímann) hitti múttu og pabba, fór í reddingar, kökuveislu hjá Helgu sætu .. mmm tertur ala mamma;) Svo setti ég upp klippingarstofu í eldhúsinu á Furugrundinni og klippti litla blróðir og Ragga.. (haha ég geri svo mikla töffaraklippingu á brósa að hann er farin að harðbanna nokkrum manni að klippa hann heldur bíður hann eftir að ég komi til landsins.. já þó að það líði einhverjir mánuðir á milli og hann komin með sítt hár haha) Er samt ennþá að venja Ragga við... hann situr og skelfur þegar ég klippi hann og er ávallt viðbúin að ég klippi jafnvel af honum eyrað bara:)

Svo hófst ég handa við að baka eftirrétt fyrir kvöldið, fórum í matarboð til Helgu og Bjarna og á djammið á eftir, alveg stappað niðri í bæ og annar hver maður á Hressó Skagfirðingur. Hitti Sigríði þar alveg í eiturgír.. hef ekki náð tali af henni í dag þó.. þú komst örugglega lifandi heim er þaki SIV?? ;)

Ég fór á klósettið á Ara í Ögri sem er nú ekki frásögu færandi nema fyrir það að þar sat strákur sem tók sinn litla sellófanpoka úr vasanum og fékk sér pínu kók í aðra nösina, stakk því svo bara aftur í vasann og fannst ekkert eðlilegra en að gera þetta bara fyrir framan mann og annan. Ég átti bara ekki til eitt einasta orð!

Ég rakst á þessa snilldar punkta á síðunni hennr Önnu Tszz-tzzs og ákvað að stela þeim:

1.HVERS VEGNA ERU KARLMENN GÁFAÐARI MEÐAN ÞEIR HAFA MÖK? (vegna þess að þeir eru tengdir við snilling! Nú skil ég af hverju svo margir karlar eru að reyna að komast í bólið með mér! )

2.HVERS VEGNA BLIKKA KONUR EKKI AUGUNUM MEÐAN ÞÆR HAFA MÖK? (þær hafa einfaldlega ekki tíma því karlinn er svo fljótur!)

3.HVERS VEGNA ÞARF MILLJÓNIR SÆÐISFRUMA TIL AÐ FRJÓVGA EGG? (þær stoppa ekki til að spyrja vegar)

4.HVERS VEGNA HRJÓTA KARLMENN ÞEGAR ÞEIR LIGGJA Á BAKINU? (pungurinn fellur yfir rassgatið og stöðvar gegnumtrekkinn)Þið eruð farnar að brosa núna stelpur, er það ekki? ;o)

5.HVERS VEGNA FENGU KARLMENN STÆRRI HEILA EN HUNDAR? (annars væru þeir riðlandi á fótleggjum kvenna í kokteilboðum, það væri nú samt gaman að sjá það)

6.HVERS VEGNA SKAPAÐI GUÐ MANNINN Á UNDAN KONUNNI? (þú þarft jú gróft uppkast áður en þú gerir lokaútgáfuna)

7.HVE MARGA KARLMENN ÞARF TIL AÐ SETJA KLÓSETTSETUNA NIÐUR? (hmm, veit ekki.....það hefur ekki gerst ennþá)

8.HVERS VEGNA SETTI GUÐ KARLMANNINN Á JÖRÐINA? (vegna þess að titrari slær ekki garðinn)

9.HVERS VEGNA ERU KONUHEILAR ALLTAF SELDIR ÓDÝRARI EN KARLAHEILAR? (vegna þess að ekki er hægt að selja notaða vöru jafn dýra og ónotaða)

... svona líka dagsatt:) (Sorry Raggi minn, það eru kannski til undantekningar híhí;) En best að halda áfram við að melta allt góðgætið í fermingarveislunni í dag og drífa saumaskapinn af.. er að shæna íbúðina til og sauma gardínur;) Við ætlum að leggja land undir bíl og bruna á norðurlandið annað kvöld með körfuboltaleikjarstoppi í Borgarnesi og hafa það svo gott á Hótel mömmu & pabba yfir páskana;)

Sunday, April 02, 2006

Þjóðlög og ræðuhöld

Mjög skemmtileg helgi að baki;) Stelpu-sushi-poker kvöld á Föstudaginn, ég stóð mig ótrúlega vel í pókernum og var að rústa þar til ég varð aðeins og djörf og féll fyrir "all in" og tapaði spilinu í kjölfarið! Ég á sushi-restir það sem eftir er af vikunni við gerðum svo mikið, sem er alls ekkert slæmt;)

Það var bekkjarpartý í gær, mikið fjör og mikið gaman! Það vildi svo heppilega til að ég lenti við hliðiná "toast-masternum" á borðhaldinu og hann byrjaði kvöldið á því að tilkynna fólkinu í salnum það að ég ætlaði að halda ræðu seinna um kvöldið. Það voru by the way 160 manns í salnum. Aðeins seinna tilkynnti hann það að ég ætlaði að syngja íslenskar fólkvísur þegar líða tæki á kvöldið. Hann var einnig búin að gefa hina ýmsu fróðleiksmola um Ísland. Þegar hann var búin að tilkynna fólkinu það að hann Thorkil pabbi hennar Margretar væri búin að bjóða öllum bekknum í bekkjarferð til Íslands þá fór hvítvínið að renna vel í gegn að sökum stress. Það þýddi ekkert múður heldur fékk ég að gjöra svo vel að standa við orð hans og syngja íslenskar þjóðvísur og halda ræðu í lok borðhaldsinis hahaha (það má nu deila um hvort söngurinn hafi verið þjóðvísa..en ég vona bara að það hafi ekki verið nokkur íslenskumælandi í salnum;)
Það sem var þó verra við kvöldið var að ég kom bara heim á einum hæl þar sem hellulagðar götur Lundar eru ekki mjög high-heel-shoes-friendly (þó efast ég ekkert um að geta mín við að ganga á slíkum skóbúnaði hafi gert illt verra..)

Dagurinn í dag hefur verið algjör "GERA EKKERT AF VITI" dagur.. sem er mjög gott inn á milli. Helsta afrekið var að horfa á 3 síðustu þættina af Prison Break sem ég varð gjörsamlega hooked á í síðustu viku.. spennó spennó;)

Jæja það er best að hlaða batteríin fyrir síðustu törnina sem krefst einhverrar heilastarfsemi.. það eru nefninlega bara 5 dagar í langt og gott páskafrí.... mmmmmmmmmmm:)