.....?

Monday, December 11, 2006

Alltaf eins..

  • Fyrsta prófið búið
  • Alveg eins og ég hélt.. varð fyrst stressuð í gærkvöldi
  • Fékk samviskubit yfir slugsinu í mér daginn áður og að hafa verið í innflutningspartýi allt laugardagskvöldið
  • Féll þar að auki á tíma í prófinu og horfði á eftir laufléttum spurningum ósvöruðum sem ég hafið einhverra hluta vegna skilið eftir þar til seinna
  • Gleymdi alveg að læra fyrir hin prófin sem eru fim-lau-mán-mið.. doldið þétt til að byrja að læra núna
  • Raggi nuddar því framan í mig að hann sé komin í jólafrí á morgun.. verður ólíft hérna heima
  • Það er þó einn kostur við að Raggi sé búin í prófum því þá á ELD-rauða kafloðna skeggið sem hylur andlit hans að fjúka
  • Ég vann ekki 400 þús kr plasma sjónvarpið sem ég ætlaði að vinna í happdrætti heyrnalausra í dag
  • Fékk þvílíkan smell í hálsinn þegar ég réðst á vekjaraklukkuna í morgun svo ég er að drepast úr hálsríg langt niður í öxl....


..... Er á leiðinni í heitt bað!

Og svona annars.. fyrir utan hálsinn, prófin, stressið, happdrættið og allt það þá er ég eiturhress;)

Wednesday, December 06, 2006

Gaman saman í prófunum

Ohh hvað er gott að taka sér frí frá lærdómnum og gera eitthvað GAAMAN;)
Foreldrar Ragga voru svo sæt í sér í gær og buðu okkur á tónleika Frostrósanna.. það var svo æðislegt að ég fæ bara gæsahúð á því að hugsa um þá:) Mér finnst Eyvör alveg geggjuð söngk0na og Sissel Kirkjebö bara í sama klassa og Celen Dion! Að ógleymdum drengjakór Reykjavíkur sem var frábær.. smá pjakkar sem sungu eins og englar:)

Hehe ég get því miður ekki sagt það sama um heiðursgest tónleikanna Petula Clark, söluhæstu söngkonu allra tíma í Englandi og Frakklandi... ajajaj! Ég, Raggi og Guðmundur vorum sokkin niður í stólana og farin að bíta í kinnarnar til að hlægja ekki. Konugreyið getur þó afsakað sig með því að hún er rúmlega sjötug. En hún var ekki bara fölsk og mundi ekki línuna sína heldur hélt hún ekki lagi heldur:/ Hún var farin að halda söngtextanum sínum (sem var með leturstærð 36) fyrir andlitinu og sleppti svo bara sínum hluta úr laginu með Röggu Gísla, svo Ragga greyið varð bara að kreista fram bros og standa eins og auli með henni á sviðinu:) En þetta gerði það að sjálfsögðu bara að verkum að það var smá skemmtun samhliða fallgum söng;)

Nú er næsta tilhlökkunarefni bara jólaball með Sálinni á Broadway 21. des vívívívív.. sem þýðir jú líka það að prófin verða búin! Svo munum við bruna norður í sveitasæluna í afslöppun og á skíði (raggi er svo sætur að hann ætlar að koma með norður um jólin svo næsta hláturskast á eftir Petulu Clark verður þegar hann mun stíga aftur á skíðin býst ég við ahaha..)

Jææææja.. spurning um að fara að leita af einbeitingunni sem ég týndi fyrir síðustu próf...

Saturday, December 02, 2006

.........aaaaaaaaarrrrrrrrrrrggggggggwwwwwwwww..

Fór í bíó í gær og sá Borat sem var btw mjög fynndin! Það er gert ótrúlega mikið óbeint grín af The US & A .. eiginlega meira en af Kasakstan. Ég sat með kjánahroll alla myndina haha!
En ég var í pissuspreng og hljóp á klósettið í mirði mynd sem er nú ekki frásögu færandi nema fyrir það að það kostaði mig símann minn:( Ég var á soddan hlaupum og hélt ég hefði sett allt dótið mitt í fangið á Ragga en tók greinilega glænýja símann minn með mér og skildi bara eftir á klósettinu. Fattaði það stuttu seinna og fór að leita af honum.. en þá var búið að taka hann!! og ekki nóg með það þá slökkti ég óvart á símanum þegar ég ætlaði að setja hann á scilent en hugsaði ajj fuck it... kveiki bara á honum á eftir!! SVO týpistk.. að ég get að sjálfsögðu ekki einu sinni hringt í hann né sá sem fann hann hringt í neinn í símaskránni minni. Ekki það að það hefði skipt neinu máli þar sem það var greinilega MJÖG óheiðarleg stúlka sem fann símann því honum var ekki skilað inn í afgreiðsluna eins og allt eðlilegt fólk hefði gert.... ohh ég er pirruð!!! Ég hef nebbla funndið svona 4 síma og alltaf komið þeim til síns heima með því að spjalla við þann sem heitir "mamma" í símaskránni um miðjar nætur haha;) Allavega þá líður mér soldið svona núna...:
og er alveg ógeðslega PISST!