.....?

Thursday, January 25, 2007

Lasarus

Ohh ég veit um fátt verra en að vera með 39 stiga hita ein heima og geta ekki lyft hausnum af koddanum... oj hvað mér leiddist!!! Ég sver það að tíminn var svo lengi að líða að vísarnir færðust aftur á bak! Ég þakkaði guði fyrir seriu II af Grey´s anatomy þessa daga, svona tiltölulega ekki mjög krefjandi að horfa á, heldur sleppur alveg að horfa á hlið;) en þó svo að þetta þýði að ég sé komin 10 þáttum fram úr Ragga.. þýðir það nokkuð að ég verði að bíða á meðan hann horfir á þessa 10??? njehhh

Mig hefur alla æfi dreymt sama drauminn þegar ég fæ hita, og ég veit um fleiri sem dreymir nákvæmlega þann draum.. þið vitið.. allt er hart, óþægilegt, stingur, er kassalaga, fullt af litum og lítur pínulítið út eins og lað rölta um í vörugeymslunni í IKEA.. bara allt ómögulegt... en nei í þetta sinn dreymdi mig að ég væri á útsölum! Ég var að hnoðast í mjög óþægilegri mannþröng (sem stakk reyndar eins og í hinum draumnum) og svo voru alls konar kjólar að þvælast fyrir mér og maður þurfti að kaupa til að losna við að líða svona illa haha.. já þetta hefur líklega bara verið kaupæðisbremsan sem var að láta mig vita;)

En ussss.. íslenska landsliðið í handbolta, þvílík spenna..maður getur varla beðið eftir leiknum í dag. Við treystum því að strákarnir rústi Pólverjum bara;)

Monday, January 22, 2007

þrútnar tær..

Æjjj æjj.. Föstudagurinn síðasti var líklega síðasta skiptið sem ég var kvenleg og var skreytt pinnahælum!! Ég mun ekki ráðleggja 13 tíma standandi djamm á neinu nema strigaskóm hér eftir:/ Í dag er Mánudagur og ég er ennþá með bólgið táberg:( Vísindaferðin var mjög skemmtileg, Pravda með skólafélögunum var einnig mjög skemmtileg, svo minnir mig að það hafi verið rosalega gaman í afmælinu hjá Sjönu, svo hlýtur að hafa verið gaman á tjúttinu með Margréti og Söndru, svo sagði Raggi mér að við hefðum skemmt okkur konunglega eftir að hann kom niður í bæ.. en það var ógeðslega heitt að vakna í útifötunum kl 9 á Laugardagsmorguninn! Svo ég ætla bara að vera heima að “læra” það sem eftir er af mánuðnum... enda nóg að gera þar sem Prison break er að byrja eftir rúmlega mánaðar pásu, og ég er komin með 90% af seriu II af Grey´s anatomy... sem hefði nú verið ágætis sjónvarpsefni á Laugardaginn!

Talandi um Laugardaginn þá skelltum við okkur í 4 ára afmælispartý sem var nú ekki frásögu færandi nema fyrir það að ég var eina konan á barnseignaraldri sem var ekki komin á steypirinn! Það voru semsagt ég og ömmurnar tvær sem vorum þær einu sem vorum ekki kasóléttar, en þær voru að minnsta kosti 5 með risakúlu.. ég ætla rétt að vona að þetta sé ekki smitandi:/

Yfir í annað.. þá er ég búin að vera 1 í einu námskeiði í 2 tímum... já alein í tíma að tala um skólp og fráveituhreinsun.. á enn skiljanlegri íslensku.. að tala um kúk og piss! Við erum semsagt 3 skráð í kúrsinn en 1 hefur aldrei látið sjá sig. Þar sem við erum svona fá þá hefur verið ákveðið að breyta þessu í sérnámskeið.. sem þýðir “að við höfum bara huggulega stund inni á skrifstofu hjá mér 1 sinni í viku”.. eins og kennarnn orðaði það. Hmm hvernig getur maður haft huggulega stund yfir þessu málefni?? Ég er komin með klígju yfir tilhugsuninni um verklegu tilraunina sem ég er að fara í í næstu viku í skólphreinsistöð í Hveragerði.... já taka sýni og krukka aðeins! Jæja ég ætla að fara að safna kjarki.. ég get þetta!

Tuesday, January 16, 2007

Gleðilegt árið...

Jææææææjjjjja gleðilegt árið, jólin og allt það... back to business, ég ætla engu að ljúga en ég er fyrst að ranka við mér núna eftir þetta yndislega jólahald! (eða kannski jú..... ég var löngubúin að gleyma jólunum þegar ég var mjög djúpt niðursokkin í útsölur verslunarmiðstöðva landsins síðastliðna viku...)

Ég stóð mig nú frekar vel þetta árið og slapp með aðeins 2 pör af skóm, 1 jakka, 1 par af gallabuxum, 1 pils, 1 úr, 1 peysu, 2 belti, 1 vesti auk ýmissa minniháttar flýka. Auk þess er ég búin að endurnýja grelaugnakostinn, en hann var ekki á útsölu!

Ég var semsagt búin að treina það að fara til augnlæknis soldið lengi (ca 6 ár síðan ég fór síðast) enda sjónin búin að breytast um 1,25 skv síðustu mælingu og gömlu gleraugun ekki alveg að gera sig!

Getiði hvað heyrðist í Ragga þegar ég keypti skópörin 2:

Jæja Margrét mín hvar eiga þessir skór að komast fyrir heima.. hva í hillunni í forstofunnu með hinum 17 pörunum þínum? Eða kannski í skápnum inní herbergi með restinni af 30 pörunum þínum??”

Haha ég hefði átt að svara “Bíddu bara Raggi þar til við flytjum út.. ég skildi hátt í 10 pör eftir þar!” hehe en nei best ég spari fréttirnar af þessum 10 þar til síðar;)

Jólin voru æðisleg.... allt of mikið af góðum mat og svefni;) Við fengum sérstaklega mikið af útivistarfötum í jóla og afmælisgjöf svo við erum að sjálfsögðu búin að vígja ulllarbrækurnar og fara í fjallgöngu frá því að við komum suður!

Svo ég haldi áfram að tala um föt þá er ég alveg ótrúlega heppin að eiga töff mömmu og ömmu;) Helga tók háaloftið heima í gegn um jólin og gróf upp geggjuð föt sem voru frá 17 til 40 ára gömul. Svo ég fékk mjög flottan skokk sem mamma keypti 17 ára fyrir verlsóball haha, pils frá því að hún var svona 14 ára, 2 skyrtur af ömmu frá því hún var ung og stígvélin langþráðu frá því mamma var ólétt af Ingva;)

En lífið er nú ekki tóm hamingja.. skólinn er byrjaður, fullt af verkefnaskilum, early mornings... en maður lætur sig hafa það er þaki?? Prófin fyrir jól gengu rosalega vel (á við öll nema 1) en það gekk nógu vel í því til þess að þurfa ekki að fara í próf á Laugardaginn.. ojj þá hefði ég gubbað!

En reyndar þá verður lífið bráðum tóm hamingja þar sem bæði fjölskyldan hans Ragga og fjölskyldan mín eru búin að bjóða okkur til Grikklands í vor.. svo 2 vikur á Rhodos í lok Maí verða alls ekkert slæmar;) ég get ekki ímyndað mér einbeitingaskortinn sem ég á eftir að glíma við í næstu prófatörn...

Jæja best að fara að einbeita sér í tíma á meðan einbeitingin er enn til staðar.... annars skemmtileg vika/helgi framundan: Frænkuhittingur á Lækjarbrekku í kvöld, Vísó og afmæli á föstudaginn og matarboð á Laugardaginn.(læra á sunnudaginn...)

Hasta la vista...