.....?

Saturday, March 24, 2007

Stelputeiti og nítugir karlmenn...

Ég á nítugan granna sem var örugglega sætur þegar hann var áttugur! Þetta væri ágætis trikkí málfarsspurning í Gettu Betur finnst mér.. það væri nú í mesta lagi MR liðið sem gerði athugasemd við svona málfar hehe;)

Í gær skilaði ég Ragga tímabundið til foreldra sinna, kíkti á það hvort hundurinn sem ég var að passa væri ekki örugglega tík því það var STELPUPARTÝ hérna heima!! Við stelpurnar í bekknum létum keyra okkur úr vísó á rútu yfir í Kópavoginn og hófum prýðisteiti verð ég að segja. Þemað fór út um þúfur en endaði samt sem Hááá.... hárskraut, höfuðföt og hári hælar!!! Er leið á kvöldið voru svo allir skreyttir rauðdoppóttunælon hárbandi sem fór sérstaklega vel hnýtt yfir ennið með mismyndalegum slaufum seinna um kvöldið...

Þeir sem eiga H-Hrós skilið eru...

...Ásdís fyrir frumlegasta höfuðfatið .. bleik ljósakróna úr Tiger...

... Rut fyrir að fara virkilega niður í bæ með jólaskraut á eyrunum, doppótt rambóband á enninu og með sólgleraugu...


.... Sirrý fyrir best heppnuðu samsetninguna...

.... Guðrún edda fyrir vinsælasta hattinn...
...Katrín og Óli-Jói-Óli fury fyrir að hafa náð tilfinningalegasta mómenti partýsins á filmu..

...sænskan og Hjörtur fyrir mest kúl mómentið sem náðist á filmu...

... og að lokum allar stelpurnar í bekknum fyrir að vera svona ógeðslega hressar..:)


Já eins og þið sjáið þá bættust karlmenn í stelpupartýið seinna um kvöldið.. þeir grátbáðu hvort þeir mættu koma því við erum einfaldlega bara svona stórskemmtilegar:)

En við verðum endilega að endurtaka leikinn við tækifæri stúlkur;)

Monday, March 19, 2007

Með Jónuskán í Nösunum

Tilhugsunin um Grikkland yljar mér óneitanlega um hjartarætur þegar ég fer út í þennan skítakulda sem herjar á landann þessa dagana... prrrrrr.. en dagatalið segir mér að í dag séu einungis 69 dagar í þá miklu för;)

Það stefnir allt í met hjá mér í mætingu í ræktina undanfarið.. orðið svo slæmt að ég fór í ræktina á Föstudagskvöldi... hmm það er mjöööög langt síðan það hefur gerst enda hugsaði hvort ég hefði virkilega ekkert betra að gera hehe. Ég bætti fyrir heilsusamlegheitin á Laugardagskvöldinu þegar við Margrét G byrjuðum að hita upp fyrir Hjálma um kvöldmataleitið.. ég er ekki frá því að ég sé ennþá með Jónuskán í nösunum því venjuleg búðarkeypt retta var heldur sjaldséðari sjón en þær heimagerðu.. vibbi:/ Ég get hreinlega ekki beðið eftir 1.Júni!!

Þegar mjaðmaliðirnir voru orðnir þreyttir á Reggie taktinum (frekar einhæfur verður að segjast) og Margrét búin að byrja með Bassaleikaranum bara með augnsambandinu einu lögðum við leið okkar á smá pöbbarölt.. enduðum inná gaybar þar sem Raggi var án efa vinsælasti maðurinn okkar á meðal.. honum þótti augun sem skönnuðu hann frá toppi til táar óþægilega mörg á meðan við nöfnurnar skemmtum okkur konunglega:)

Fréttir fara af því að hann Eiríkur Hauksson júróqueen okkar Íslendinga sé ekki lengur rauðhærður.. nei heldur bara eitthvað fake!! Engin garanteruð 12 stig frá Norðmönnum í ár.. maðurinn er óþekkjanlegur!
Talandi um júró júró þá hefði ég ekki syrgt það að vera starfsmaður Kaupþings um helgina og verið boðið í Júróþema og fengið Olsen Bræðurnar live;) Spurning um að bóka þá bara fyrir partýið mitt 12.maí.. bara svona smá Próflokadjamm!

Svona að lokum þá megið þið endilega láta mig vita ef einhver rekst á videobrot á YouTube þar sem hún Margrét slædar skemmtilega niður Laugarveginn á óheppilega staðsettum hálkubletti miðað við skóbúnað;)

Tuesday, March 13, 2007

Fasteignafélag Margrétar & Ragnars...

Við Raggi erum að hugsa um að stofna fasteignafélag, svo ef þið eruð í fjárfestingahugleiðingum þá veitum við faglega ráðgjöf og setjum upp ítarlegar fjárhagsáætlanir í Excel;) En við fengum smá mbl sýki í síðustu viku eftir að ein í bekknum smitaði mig.. datt inn á þessa prýðisíbúð í Karfavogi, litla, mjög huggulega nýuppgerða kjallaraíbúð.. sem við keyptum svo í dag! Neibb.. við ætlum ekki að flytja úr Furugrundinni heldur ætlum við að eiga þær báðar og leigja þessa nýju út ;) Svo nú krosslegg ég bara fingur og bið fyrir að skólpflóðaldan mikla skelli ekki á vogahverfið .... ojjjjjjjjjj ég hugsa að ég hefði bara gefið bílinn minn ef ég hefði átt bíl í kjallaranum á Sólvallagötunni haha vibbbbii!! Hér koma nokkrar myndir af krúttsprengjunni...












.. og að helginni... þá er stefnan sett á Hjálma með MG á Laugardaginn.. síðast þegar ég fór á Hjálma þá þóttist ég vera Svíi og alger FAN svo ég hefði komið alla leið frá Svíþjóð bara til að hlusta á þá spila á skemmtistaðnum Steiktur grænn Tómatur á Akureyri.. spurning hvað ég á að vera núna??

Monday, March 05, 2007

Árshátíð og jarðarfarir

Jæja helgin afstaðin og árshátíðin var alveg frábær, það er langt síðan ég hef skemmt mér svona vel enda kláraði ég tábergið á dansgólfinu og var óendanlega þakklát fyrir flatbotna mjúku skóna í stað pinnanna, en þeir fengu að fjúka strax eftir matinn;) Já árshátíð verkfræðinema er sko laus við allt snobb... skemmtunin leit meira út eins og villt áramótateiti með tilheyrandi höttum, lúðrum og hawai böndum:) mikið mikið gaman!!

Ég er búin að setja inn myndir frá árshátíðinni í albúmið Myndir 6.. linkur hér til hliðar..

Mamma og systkyni hennar eru að fara í gegnum dánarbúið ömmu og afa, sem er nú ekki frásögufærandi nema fyrir það að það er búið að finna ýmislegt bráðskemmtilegt eins og t.d. jólakort frá foreldrum Ásdísar Jónu til ömmu minnar og afa:

“Jól ’85 Kæru Margrét og Jósi...”

Takið eftir því að samkvæmt ártalinu á jólakortinu þá er hún Ásdís rétt rúmlega eins árs þessi jólin...

....”Ásdís Jóna stækkar og ræður húsum hér. Hún er á við þá báða ef ekki meira!”

Hahahah og þarna er vitnað í bræður hennar tvo!! Ég hef nú alltaf vitað að Ásdís væri ákveðin en það var greinilega meðfætt;) haha Ásdís mér var falið að geyma kortið og færa þér einhvern daginn;)


Annars þá var alveg brjálað að gera hjá mér í nótt, ég held ég hafi farið í heilar fjórar jarðarfarir, já og þar af þrisvar í jarðaförina hennar Sigríðar. Ég var alveg miður mín þegar ég vaknaði því þetta var svo sorgleg nótt, vaknaði nokkrum sinnum grátandi með hálfgerðan ekka, þar voru bókstaflega allir að deyja í kringum mig!! Ég hringdi nú samt í hana Sigríði til DK til að tékka á lífsmarkinu og það var sem betur fer í fúllum fem;)

Ég hef örugglega verið svona sorgmædd í nótt eftir fréttirnar um að Greys væri í margra vikna pásu!! Þetta er engan veginn mannsæmandi svona píndarpásur:( En spurning um að hætta að leika sér og gera ekki neitt og líta kannski í bók.. miðannarpróf framundan in the super uber dúber ambitious doctorslevel subject.. og ég er bara búin að vera að leika mér á fjórhjóli í dag.. sem var reyndar alls ekkert leiðinlegt;)