.....?

Saturday, October 29, 2005

Aldrei að rífast við konu..

Jæja annar dagurinn í röð á bókasafninu frá oppnun til lokunar.. ég er kannski búin að læra frá mér allt vit og finnst þessi brandari þess vegna svona fynndinn.. eða að ég verð bara að horfast í augu við það að ég er alveg jafn mikil aulabrandara kona og áður;)

Hjón í sumarfríi fóru í bústað við Þingvallavatn. Eiginmanninum fannst best að veiða við sólarupprás. Konunni fannst gaman að lesa. Einn morgun snýr eiginmaðurinn aftur eftir nokkurra klukkustunda veiðar og ákveður að leggja sig. Þó konan þekki ekki vel til á Þingvöllum ákveður hún að fara á bátnum og sigla út á vatnið. Hún siglir stutta vegalengd út á vatnið, setur út akkerið og kemur sér vel fyrir og fer að lesa bók. Stuttu seinna kemur veiðivörður siglandi að henni á bát sínum.
"Góðan daginn frú, hvað ert þú að gera?" spyr hann.
"Ég er að lesa bók" svarar hún (og hugsar með sér hvort það sé ekki augljóst!).
"Þú ert á lokuðu veiðisvæði" segir vörðurinn.
"Fyrirgefðu en ég er ekki að veiða, ég er að lesa" segir hún.
"Já" svarar hann, "En þú ert með allar græjur, hvað veit ég nema að þú farir að veiða eftir skamma stund. Ég verð að fá þig í land svo ég geti gert skýrslu um þetta".
"Ef þú gerir það þá verð ég að kæra þig fyrir nauðgun!" svarar hún þá.
"En ég hef ekki snert þig " segir vörðurinn forviða.
"Það er rétt en þú hefur allar græjur og hvað veit ég nema að þú byrjir eftir skamma stund". "Hafðu það gott í dag frú" sagði vörðurinn og sigldi á brott.

Boðskapur sögunnar: Aldrei rífast við konu sem les. Það er mjög líklegt að hún geti líka hugsað !!

Múahahah.. aldeilis sniðugur;) en ég veit að litli bróðir er örugglega ennþá í svefngalsa eftir rúmlega sólarhrings vöku svo honum fynnst þetta kannski fynndið. Hann sofnaði sko í sturtu í gær!!!! (Halló.. er það hægt???) En hann vaknaði samt sjálfur.. honum var nebbla orðið svo kalt. Ef hann er ekki mesta krútt í heimi!!

Jæja best að skella sér í matarboð og henda frá sér þessum blessuðu bókum.. ég er farin að hugsa í efnaskiptaprocessum.. og það á sænsku! ástandið er slæmt!

Friday, October 28, 2005

Nýjar myndir..

Húff.. setti met í dag! Ég sat nefninlega á bókasafninu að skrifa skýrslu stanslaust frá klukkan hálf 10 -4 þegar þau lokuðu! þvílíkur dugnaður:) Í tilefni þess ákvað ég að taka lærupásu og setja inn nokkrar myndir frá heimsókninni heim á klaka.. þær eru inní myndir 3! Nokkur góð kodak moment þarna.. en þess má geta að þær eru ritskoðaðar;)
Hanna á afmæli á morgun, verður rólegt afmælispartý með matarboði því það eru skýrsluskil og próf í næstu viku. Nú get ég loksins gefið henni koktailabókina og heimaföndruðu koktail glösin;) Svo bauð Sjana vinkona Rakelar mér í Íslenskt stelpu partý á morgun... af hverju þarf alltaf allt að gerast á sama tíma og á röngum tíma??
Annars back to the books.. og videó fyrir háttinn;)

Tuesday, October 25, 2005

Home sweet home á enda.. lít næst upp í lok des...

Jæja jæja.. komin heim.. út heim og ég lagði mig í dag í tilefni þess að ég sé ekki fram á að geta litið upp fyr en eftir jólapróf!!!! Húff var að skima yfir dagskránna og ég vildi að ég væri klónuð..

Vikan heima var æðisleg, langþráð hvíld því ég var aðeins of löt við heimalærdóminn, en átti það sko alveg skilið þar sem ég var búin að sitja og skrifa til 2-3 hverja nótt 5 daga áður en ég kom. Þetta var svo týpískt þegar ég sat til kl. hálf 1 aðfaranótt Þriðjudags að leggja lokahönd á stórt verkefni sem ég átti að skila inn áður en ég færi og byrjaði að pakka þá! Hjólaði niður á lestarstöð með allar töskurnar eins og trúður, átti að vera á mjög mikilvægum skildufundi til 12 og átti flug kl 13:15 frá Köben. Auk þess þurfti vitanlega að vera sprungið á hjólinu mínu um m0rguninn! Bara SMÁ STRESS.. en reddaðist;) Rétt náði áður en check inninu var lokað.

Rakel Sif frækna var stödd í Lundi á Mán og kom í mat ásamt vinkonu sinni, gaman að hitta hana, sá hana síðast um jólin held ég bara. Rifjuðum upp gömul góð hlátursköst og prakkarastrik, alveg steinhissa á því að við skulum ekki hafa kafnað úr hlátri á okkar yngri árum;)

Var fyrir sunnan frá Þri-fös. Lenti í smá vafa hvort ég væri virkilega á Íslandi þar sem ég átti í mesta vanda með að skilja afgreiðslufólk landsins:

Rugby Tuesday
Afgreiðslustúlka : "wúld jú lík tú úrdre somtíng??"
Ég, Helga, Raggi og Bjarni: "Vaa?"
Afgreiðslustúlkan: "úrdre súmthíng?"
Ég, Helga, Raggi og Bjarni: "Hvað segirðu?"
*áttuðum okkur á því að þetta átti að vera enska og bárum saman bækur okkar og ákváðum að hún væri að bjóða okkur að panta.
Ég, Helga, Raggi: "yes please.."
Bjarni: " já þakka þér fyrir"

Café Paris
Afgreiðslukona á Café Paris snýr baki í mig að raða uppí hillu 1 m frá mér...

Margét: Fyrirgefðu?.. Afsakið!, Fröken, Afsakið...
(*hækkaði róminn*)
Afsakið fröken getum við fengið að panta?
(*búin að halla mér á stólnum hálfpartinn undir handakrikann á henni*)
Fyrirgefið fröken! ..
(*allir í salnum farnir að horfa á mig en engin viðbrögð -hún gekk í burtu*)
Önnur afgreiðslustúlka: "gé é eittðh afgr ýkkúr?"
Margrét og Oddný: "hvað segirðu?"
Afgreiðslustúlkan: "ég afgreiður ýkkúr?"
Margrét og Oddný: "´Jaaáa.. takk.. .."

McDonalds

3 afgreiðslumenn/konur á sama kassa...

Afgreiðslufólkið: "Vilja tid kaupa?"
Ég og Raggi: "já takk tvær big tasty máltíðir takk"
Afgreiðslufólk: "stóran eða minnstan?"
Ég og Raggi: "bara venjuegar takk"
Afgreiðslufólk: "eikka drekka me?"
Ég: "appelsínusafa takk"
Raggi: "sprite fyrir mig"
Afgreiðslufólk: "kók?"
Raggi: "nei sprite takk"
Afgreiðslufólk: "kók?"
Raggi: "nei sprite takk"
Afgreiðslufólk: "stóran eða minnstan?"
......


Þetta var alger brandari, ég sá sjálfa mig alveg fyrir mér þegar ég kom fyrst til Svíþjóðar, hvað ætli fólk hafi haldið? En ég hafði þá allavega vit á því að halda mig frá svona þjónustustörfum í smá tíma. Ég get rétt ímyndað mér hvernig það fer fram þegar t.d. eldra fólk sem er ekki vel að sér í svona útlensku ætlar að hafa viðskipti á þessum stöðum;)

Annars þá var vikan svona í grófum dráttum:

Þri: Raggi sótti mig á Leifstöð, beint í Hressó-kaffi til Ömmu gömlu og Afa;) Heimsækja Helgu og Bjarna og svo Kaffíhús með Söndru um kvöldið þar til kallarnir mættu og joinuðu okkur kófsveittir og sætir eftir æfinguna!

Mið: Sofa út, snúningar, þykjast læra, heimsækja afa gamla, leikur Valur-Snæfell um kvöldið og svo Rugby Tuesday með Ragga, Helgu og Bjarna.

Fim: Snúast, snúast, þykjast læra, heimsækja afa, kaffihús með Oddnýu, mat hjá Ellu og Gísla, Trivial keppni um kvöldið ég og Raggi á móti mömmu hans, pabba og litla bróðir.. við unnum;)

Fös: Snúast, kveðja afa og Helgu, bruna norður ásamt Söndru og Nonna, gera SURPRISE fyrir Sigríði, knúsa hele familjen og beint í langþráðakjötsúpu;) Spilakvöld-köku-söturkvöld heima með vinkonunum þar sem Ósk hreinlega missti sig að vanda;)

Lau: Rise & shine kl 7:45 og beint í rjúpu.. geggað stuð.. 5 tíma ganga og veiddum 16;) Sund, kúra, meiri kökur og matarveisla hjá múttu, Anna Magrét kom á krókinn og demdi út úr sér nokkrum gullkornum eða svo, partý hjá Sigríði, ball með Sixties og hef sjaldan skemmt mér jafn vel!

Gullkorn kvöldsins var þegar Hrund sagðist alltaf vera svo þreytt eftir 1. bjór... þá lagði Anna til ráðanna að opna bara tvo þá væri aldrei neinn fyristi! Tada.. yndislegt þegar þetta kemur uppúr henni!

Sun: Síðasta veislumáltíðin fram að jólum, heimsækja fósturmömmu Kiddu, brunuðum á Stykkishólm þar sem strákarnir tóku Snæfellinga næstum á heimavelli, brunað í bæinn

Mán: Á fætur 5:30.. gamanið á enda.. missti næstum af fluginu (hefði þó verið lúmskt ljúft ;)

Jæja komið að því að face the reality og taka bók í hönd og btw þá gekk bara mjög ágætlega á prófinu sem ég hélt ég hefði skítfallið í um daginn svo "einhvern tíma er alltaf fyrst" á enn eftir að koma.. fæ annan séns í næstu viku;)

Saturday, October 22, 2005

Heima er best

Jæja... þá má loksins uppljóstra leyndarmálinu.. ég er semsagt heima á klaka og búin að vera síðan á þriðjudag;) kom sem surprise fyrir Sigríði sem ég er ekki búin að hitta síðan um jólin!!!Gaman saman ;) búin að búa til mjög góða sögu um að síminn minn hafi dottið í gólfið og þar af leiðandi sé ekki hægt að ná í mig í sænska númerið.. haha góð saga. Búin að vera fyrir sunnan síðan ég kom, svo brunuðum við norður í sveitasæluna, ég, RAggi, Sandra og Nonni í gær! Fórum á rjúpnaveiðar í dag.. fengum 16 rjúpur.. ógeðslega góð í þessu, hah.. jah eða pabbi og Invgi fengu 16.,. en ég og Raggi fengum allavega að prófa að skóta.. og til allrar hamingju þá varð enginn fyrir þessum vel miðuðu skotum okkar, hvorki fulgar né fólk;)Fer heim aftur á mánudaginn... svo síðasti séns til að hitta á mig verður á króknum í kvöld.. I´m waiting Anna .. tszz-tszzz;)

Heima er best

Jæja... þá má loksins uppljóstra leyndarmálinu.. ég er semsagt heima á klaka og búin að vera síðan á þriðjudag;) kom sem surprise fyrir Sigríði sem ég er ekki búin að hitta síðan um jólin!!!Gaman saman ;) búin að búa til mjög góða sögu um að síminn minn hafi dottið í gólfið og þar af leiðandi sé ekki hægt að ná í mig í sænska númerið.. haha góð saga. Búin að vera fyrir sunnan síðan ég kom, svo brunuðum við norður í sveitasæluna, ég, RAggi, Sandra og Nonni í gær! Fórum á rjúpnaveiðar í dag.. fengum 16 rjúpur.. ógeðslega góð í þessu, hah.. jah eða pabbi og Invgi fengu 16.,. en ég og Raggi fengum allavega að prófa að skóta.. og til allrar hamingju þá varð enginn fyrir þessum vel miðuðu skotum okkar, hvorki fulgar né fólk;)
Fer heim aftur á mánudaginn... svo síðasti séns til að hitta á mig verður á króknum í kvöld.. I´m waiting Anna .. tszz-tszzz;)

Saturday, October 15, 2005

Ritstífla...

Ég þjáist af ritstíflu eins og stendur svo ákvað að hita upp með smá bloggskrifi. En hér er eintóm gleði og gaman .. (reyndar á enda núna..) en Marie kom í gær og var rétt að fara. Ég skildi við lærdóminn og við tókum heldur betur vel á því í gærkvöldi og tókst mér svo sannarlega að kynna hana fyrir riktigu Lundalífi;) Byrjuðum kvöldið á rólegu nótunum með rauðvíni og Tacco-kvöldi með ganginum og rifjuðum svo upp gamla góða takta með martini og ólífum:) Fórum svo beint í partý til Mattiasar þar sem ég get nú sagt að hafi ekki verið edrúasta partýið sem ég hef farið í en þau voru búin að fara "Tour de chambre" (held ég að það sé skrifað) sem þýðir að það var boðið uppá drykk í hverju herbergi.. og ef maður leggur saman 2 og 2 og fær út 20 herbergi þá getið þið ímyndað ykkur ástandið, en gaman var það. Brunuðum síðan á hjólunum til Hallands Nation þar sem við dönsuðum loss. Ég er alveg búin að komast að því að það besta sem ég geri er að borða Taccos þegar maður kemur heim af djamminu! Tilbúið taccos ætti að vera til á hverju heimili!
Fórum á kaffihús með David, fyrsta árs nemanum okkar í dag. Ég hafði ekki hitt hann í eitt og hálft ár en það var eins og ég hefði hitt hann síðast í gær. Hann er ótrúegur, hann er sem sagt 2 árum yngri en ég og er að skrifa bók!!! jú jú öll erum við misjöfn og stefnum mishátt og missnemma;) En hann er semsagt mjög áhugasamur um sögu og ætlar að skrifa bók um hrakfarir "þekktra" leiðtoga í sænsku sögunni sem hafa fallið í skugga hrakfara sinna. Bókin á að heita Vúbbs. Hann var meira að segja á fundi í gær með komandi útgefanda og tóku allir vel í þetta. Ég og Marie gerðum okkar besta í að láta hausinn fylgja eftir og meðtaka allan þennan fróðleik.. það var sko ekki létt hehe
David er að skrifa bók og ég er í mestu vandræðum með að koma saman 1 skýrslu eða svo! Ég ætti kannski bara að gera steypu og önnur byggingarefni og aðferðir að mínu helsta áhugamáli og skella þessu bara saman í bók.. Tja.. ég skoða þetta...
Ég var þvílíkt afkastamikil þegar ég fór í bæinn í dag og keypti afmælisgjafir handa bæði Sigríði og Ósk, en þær verð að bíða þolinmóðar eftir að fá þær.. betra er seint en aldrei;)

Jæja nú er ég kominn í fluggírinn og ætti að geta byrjað að skrifa.. eða ég ætti kannski að leggja mig fyrst.. já það væri prýðishugmynd..

Wednesday, October 12, 2005

"Er ég virkilega svona vitlaus???"

Jæja eins og maður segir á sænsku þá "gick tentan ÅT HELVETE" !!! Ég var ekkert smá pirruð í gær.. en ég var sko síður en svo ein um það, það rauk úr eyrunum á öllum því þetta var svo ósanngjarnt próf og það stökk sko ekki nokkrum manni bros á vör þegar við fórum út.. já btw eftir að hafa öll setið fram á síðustu mínútu! Þetta var svona 3x erfiðara en prófin frá síðustu 3 árum! Mér skilst á krökkunum að algengasta hugsunin í prófinu hafi verið: "er ég virkilega svona vitlaus???" haha og stór hluti farin að hugleiða það nú þegar að hætta í náminu haha kannski ekki alvarlega en þetta fór í gegnum hausinn á þeim. Ég sat og velti síðasta dæminu fyrir mér í svona hálftíma hvernig upplýsingarnar sem voru gefnar gætu nú staðist og spurði kennarann að lokum, þá sagði hann "ahh vúbs.. það er rétt hjá þer, þetta er vitlaust... en taktu bara fram að þú notir annað gildi" .. og NEI.. hann var ekkert að upplýsa restina af bekknum um þessa vitleysu í dæminu! Og ég veit að ca. helmingurinn sat í í vandræðum með þessa sömu tölu.. glataður stíll!

En þetta bjargaðist allt saman þar sem við stelpurnar fjölmennuðum í step tíma eftir prófið og fengum útrás í hoppum og spörkum (og viti menn.. ég hékk með í þetta sinn.. svo héreftir set ég mörkin við aerobic tíma!)

En yfir í skemmtilegri hluti þá er hún Marie mín að koma í heimsókn á Föstudaginn og þá á sko að taka vel á því :) Ég hef ekki hitt hana í heilt ár, enda er hún búin að vera í Kína að stúdera kínversku og kenna ensku síðastliðið ár. (Fyrir ykkur sem ekki kveikið þá er hún ein besta vinkona mín úr skólanum í Noregi og er núna í skóla í Gautaborg) Jens komst því miður ekki með þar sem hann er í prófaviku.
En ég sé helgina alveg fyrir mér nú þegar.. við eigum eftir að fara á feitt djamm.. byrja svo á því að bitchtala um öll strákavandamálin hennar og tæma ca. heilan kexpakka á meðan við afgreiðum það .. svo eigum við eftir að stija og skellihlæja þegar við rifjum upp gamla góða atburði frá Flekke og gluggum í árbækurnar ;)

En mitt almannak segir að í dag sé Miðvikudagur.. sem er mjööög gott!! veisla í kvöld;)
En ég er komin með Jazz á fóninn og tölvuna í fangið og byrjuð á skýrslu Nr. II svo nú er það bara tempo sem gildir!

Kramar

*landsleikur í kvöld.. er það satt það sem Svíarnir eru búnir að hræða mig með að Ísland vanti 2 af sínum bestu mönnum??? á ég sem sagt að loka mig bara inní herbergi og horfa ein á leikinn?? ;)

Monday, October 10, 2005

Update

Jæja.. ætlaði bara að láta vita af mér.. er enn við lífsmark.. en það nýjasta:
- Stressuð... próf á morgun!!!!!
+ komst að því núna að prófið er eftir mat en ekki fyrir.. græddi 5 klst!
+ þegar ég var búin að gera allt sem mér datt í hug í staðinn fyrir að læra þá hringdi Mattias og spurði hvort ég vildi vera memm, við elduðum okkur góðan kvöldmat.. bjargaði mér alveg!
- Full tempo eftir prófið... skýrsluskrif í beinu framhaldi!
+Við unnum bandy leikinn í kvöld 9-7!
+/- Landsleikur Ísland-Svíþjóð á miðvikudaginn, mikil spenna ég ein á móti öllum!
+ Það er Miðvikudagur eftir 2 daga ;)

Alltså 5 plúsar og 3 mínusar.. ég hef það bara ljómandi gott;)

Reyndar... ef ég hugsa nánar út í þetta.. það er allt í drasli (stórhreingerning sem bíður mín), það flæðir úr óhreinatauinu (á hrein nærföt fyrir 3 daga í viðbót.. þá fer ég að hlaupa um ber), ég er ennþá með hálsbólgu eftir 4 vikur og pensilinskammt... hummm en jú ávallt spræk.. + vega á við 2 mínusa í dag!

Friday, October 07, 2005

Lítill heimur

Það var skondið í dag þegar ég var að hjóla niðri í bæ og sá konu sem ég kannaðist geggjað við... hausinn fór í gang.. hugsa-hugsa.. svo pæng þegar ég var búin að hálf snúa mig úr hálsliðnum þá kom uppúr mér mjög upphátt.. AGNES! Haha hversu fast getur útlit á fólki setið í kollinum á mér? því þetta var hún Agnes flokkstjórinn okkar í unglingavinnunni þegar við vorum í 8. bekk!!! og það eru bara 8 ár síðan þá. Hún var svo mikill snillingur og var í þvílíku uppáhaldi hjá okkur stelpunum. Það var svo gaman hjá okkur í vinnunni þetta sumar að okkur fannst bara æði að reita lúpínu! Allavega þá hefur hún ekkert breyst.. á 8 árum og búin að eiga 2 börn! Svona ætla ég að vera.. svo nú ætla ég bara að standa í stað í svona 10 ár héðan í frá -passa að halda vel við þegar ég hnerra og brosa í algeru lágmarki til að flýja hrukkurnar!

Það er innflutningspartý hjá Jenny á morgun, svo við Hanna fórum í bæinn að kaupa innflutningsgjöf, ég keypti nokkrar jólagjafir í leiðinni (jamm í Október..) svo stóð ég mig með eindæmum vel í því að flýja lærdóminn og fór að pakka inn og skreyta.. leið eins og það væru að koma jól! ... ég er eins og lítill krakki.. ég hlakka geggjað til jólanna!!!

Thursday, October 06, 2005

PINSAMT!

Heftur þér einhverntíma liðið eins og illa gerðum hlut sem hringsnýst fyrir framan 50 manns sem allir standa og hlæja af þér???
Ég hef upplifað það... en ég gerði mjög heiðarlega tilraun til þess að fara í aerobic tíma í dag eftir að hafa staðið mig alveg með ágætum í step í gær... en það mun ég ALDREI gera aftur! Þetta var BARA það pínlegasta sem ég hef gert lengi!!!! ég hékk ekki einu sinni með í upphitun.. það kunnu allir hoppin og skrefin í kringum mig og Hanna var farin að dauðskammast sín fyrir mig! Ég tók þá til minna ráða, hnippti í hana og hvíslaði að henni að finna mig í lyftingasalnum þegar tíminn væri búinn því ég ætlaði bara að hjóla í staðinn.. svo hljóp ég út á nóinu!!!
Það besta var að þjálfarinn var hagfræðikennarinn okkar og var búin að heilsa okkur fyrir tímann og var alltaf að brosa til okkar út í salinn.. svo það fór ekkert fram hjá henni heldur að ég hvarf allt í einu... hahaha þetta var nú alveg skemmtilega fynndið þrátt fyrir allt:)

Annars þá er BRJÁLAÐ að gera.. endalaus verkefni, slýrslur og loka próf í vatnafræði á Þri!
Ég og Stefan gerðum miðvikudags-middagen handa ganginum í gær, tókst mjög vel að okkar mati. Gerðum tandoori kjúkling, með kókos, banönum, mangó og hrísgrjónum borið fram með salati og brauði og ávaxtasallat með ís í eftirrétt.. ummm svo núna á ég bara matarafganga fyrir svona 2 vikur fram í tímann, þar sem ég er ennþá að borða restir frá helginni! En ég elska Miðvikudaga, þvílíkt ljúft að koma heim fjórðu hverja viku í tilbúin ljúffengan kvöldmat! Miðvikudagar ættu að vera annan hvern dag.....

Monday, October 03, 2005

Úr afslöppun í prófalestur...

Jæja þá er enn ein helgin liðin, kominn Október.. uss hvað tíminn líður hratt! En þetta var alveg frábær helgi, Raggi var í heimsókn svo það var fullt prógram alla helgina:)
Ég þurfti að fara í einn tíma á Föstudagsmorgninum og kom heim í tilbúið heitt lasagna í hádeginu.. umm ekki slæmt! þetta ætti sko að vera svona á hverjum degi:)
Verslunarferð á Föstudeginum og svo lúbarði ég hann í boxi um kvöldið haha! Það er alltaf svona smá aerobic-taktskref og hopp upphitun og ég svei mér þá held ég geti sagt að ég hafi hitað upp með hlátri þar sem Ragnar var ekki sá taktvísasti.. sló mig bara nokkrum sinnum þar sem hann fór óvart í aðra átt en allir hinir, þvílíkt fynndið! Leikurinn átti nú reyndar að verða sanngjarn þegar við fórum í körfu á Laugardeginum.. en nei leikurinn byrjaði svoleiðis að hann var kominn með A-S-N.. og ég ekkert, svo keppnir helgarinnar fóru eiginlega 2-0 fyrir mér:)
Það var djamm á Laugardagskvöldið, byrjuðum í fyrirpartýi hérna heima með Stefan, Fredrik og nokkrum fleiri, svo var haldið í partý hjá Hönnu... mikið fjör.. síðan var dansað langt fram á nótt á lokahófinu hjá eðlisfræðideildinni.
Það var algert sólbaðsveður á Sunnudeginum, fórum í pick-nick og lágum í sólbaði allan daginn... það var eins og besti sumardagur heima (langað bara að deila þessu með ykkur heima í hríðinni.;)

Ég fékk þetta sniðuga mail frá Önnu Betu um daginn, hef séð svona áður en það er ferlega fynndið að þetta virki.......

Svmkmaæt rnsanókn við Cmabrigde hkóásla þá stkpiir ekki mlái í hðvaa röð stfiar í oðri eru, það enia sem stikipr mlái era ð frtsyi og stíasði stinaurfn séu á rtéutm satð. Aillr hniir sfitarnir gtea vireð í aöljrgu rlgui en þú gtuer smat lseið það aðvuledlgea. Áæðsatn fiyrr þsesu er að mnnashgrniuun les ekki hevrn satf friyr sig hleudr oirðð sem hiled.

Ég verð nú samt að viðurkenna að ég átti í svolitlum erfiðleikum með að lesa mnnashgrniuun, sá það fyrst sem mannsahringurinn þangað til ég fór að telja, en það gerir líklega bara íslenskuleysið síðustu 3 árin;)

Ég hef nú alltaf reynt að vera bara ung í anda (það var svo gaman að vera 16-17) og reynt að taka sem minnst eftir því að ég sé að eldast. Það hefur gengið svo langt að ég veit ekki hvað ég er sjálf gömul lengur. Svaraði svona e-maili til Helgu um daginn þar sem ég átti að svara hinum ýmsu spurningum um hversu vel ég þekki hana, ég var með flest allt rétt.. já nema það hvað hún var gömul! Og það besta var að þá var ég nú þegar búin að leiðrétta það einu sinni! Haha.. byrjaði á því að hugsa hvað ég væri gömul, lagði svo bara 1 ár við.. en ég byrjaði á því að skrifa 20 ára, fattaði svo að hún var aðeins eldri og breytti því í 21 og dauðskammaðist mín svo þegar hún minnti mig á að hún væri 22ja að verða 23ja!!!
Svo hér eftir getið þið ekki farið fram á meira en að ég muni eftir afmælisdeginum ykkar, allavega ekki að ég viti hvað þið eruð gömul!

Haha Hildur sendi mér pakka í síðustu viku, fékk bókina Hot Sex eftir Tracy Cox, svo nú ætti ég sko að vera fær í flestan sjó þar sem Anna og Elva gáfu mér Súperflirt bókina hennar í tvítugsafmælisgjöf;) Svo ef þið þurfið einhver góð ráð eða hafið eihverjar spurningar um þetta allt saman þá er það bara að hafa samband, ég á súpersex bókina reyndar á dösnku, en ég veit að það er hægt að leita til Önnu Tzzz-tzzz fyrir ráð á íslensku:)

En jæja það er kominn tími á aðeins alvarlegri bókmenntir og prófalestur og svo bandý-leik í kvöld sem við ÆTLUM að vinna þar sem við töpuðum MJÖG naumlega í síðustu viku!