.....?

Tuesday, November 30, 2004

Tilraun nr. 1 að verða fullorðin... failed!

Ég sat í herberginu mínu um daginn, drakk glögg og borðaði piparkökur með því... umm mér leið eins og það væru komin jól! En nei, svo leit ég upp frá bollanum... horfði á herbergið mitt... og það var ekki alveg eins og það væru komin jól.. :(
Svo það var sett í flug-gírinn og staðið í stórhreingerningum hér á bæ (öllum 20 fermetrunum) Það var einmitt þá sem ég áttaði mig á að það er eiginlega hentugra að búa í herbergi en stóru húsi.. jólahreingernigarnar tóku alveg eldsnöggt af.. hver veit nema ég búi bara svona að eilífu og verði bara aldrei fullorðinn.. ahh það væri draumurinn!
En annars er svo jólalegt hjá mer að aðventukransinn í ár samanstendur af 4 sprittkertum með vanillulykt...raðað í fallega röð í gluggakistunni (sólbekknum fyrir þá sem vilja kalla það það ..ósk!) og verða hér eftir tendruð eitt í einu, hvern sunnudag;)
Ég átti nú ekki til orð um daginn þegar ég fór í sund.. við erum að tala um rétt rúmlega 20. nóv... og þar blöstu við mér 2 alskreytt og upplýst jólatré! Maður má sko ekki kveikja fyr en kl 5 á aðfangadag... það segir mamma mín alltaf að minnsta kosti!
En svona úr einu í annað þá verð ég eginlega að svindla og leyfa öllum kertunum fjórum í "aðventu-kransinum" mínum að loga svo ég drepist ekki úr skólpfílu! Sturtuniðurfallið mitt fór á mótþróaskeiðið í morgun.. og hætti að hleypa niður vatni, það lá við flóði í forstofunni. Ég ætlaði nú að taka skref framávið í því að verða fullorðin og sjálfbjarga og laga pípulagnirnar sjálf! Þær aðfarir enduðu svoleiðis að ég fór hlaupandi út af baðherberginu með verkfæra settið mitt (gaffall í þetta sinn) þar sem bæði kósettið og sturtan byrjuðu að gusa út brúnu vatni!!! OJJJ svo hurðinni var skellt og það má segja að ég hafi hætt við það á stundinni að verða sjálfbjarga og fann frekar númerið hjá AF-skrifstofunni!
Eins og stendur þá er ég þakklátust fyrir að það eru 2 lokanlegar millihurðir fram á baðherbergi, og þar sem ég er búin að taka til þá get ég drukkið glögg án nokkurs samviskubits!

Friday, November 26, 2004

Það er sko ekkert eins manns verk að fá skilríki í Svíþjóð...

Ég fór í bankann um daginn til þess að fá debetkort og aðgang að heimabanka (svo ég þurfi nú örugglega að hreyfa mig sem minnst), sem er nu ekki frásögu færandi nema það að til þess þurfti ég sænska kennitölu. Ég hjólaði á skattstofuna, sem er hinum megin i bænum og getiði hvað... ég fann hana 1 mínútu eftir lokun, svo margrét mátti bíta í sitt súra epli og hjóla aftur heim. Vikuna eftir var tilraun númer 2 gerð.. og gekk alveg eftir áætlun. Ca. 3 vikum seinna fékk ég nýju kennitöluna í pósti, en ekki nóg með það heldur höfðu þeir flutt lögheimilið mitt í leiðinni.
Nú var ferðinni heitið í bankann aftur.. ég með nýju kennitöluna í 'einari' og brosið í 'hinni'... en NEI.. nú þurfti ég sænsk skilríki! Til þess að fá þau þurfti ég að fara á 3ja staðinn. Á leiðinni kom ég við í passamynda-automati, en till þess þurfti ég 4x100 kr, en margrét átti bara 5000. Ég tók upp brosið úr 'hinni' og lagði leið mína inná lestarstöð til að biðja um skiptimynt. Nei, það var alveg ómögulegt. Þaðan lá leiðin yfir í '7-11', og viti menn.. nei það var ekki hægt. Þá var mér nóg boðið og ég sagði afgreiðslustúlkinni að ég ætlaði að kaupa hjá henni 1 muffins (sem kostaði heilar 100 kr.. sem þýddi það að ég myndi líklega fá 4900 til baka;) hún bjóst nú ekki við þvi að geta gefið mér til baka (ýkt fúl að ég skildi hafa verið svona klók hehe) en ég taldi henni nú trú um það að hún gæti ekki neitað að selja mér muffins, svo ég fékk mínu framgengt að lokum, og þar með 4x 100 kr.
Eftir að ég var búin að fá passamyndirnar fór ég loksins á skrifstofuna til að sækja um skilríkin. Þar byrjaði afgreiðslukonan (líklega sú fýldasta þann daginn) á þvi að kíkja á myndirnar og sagði strax að þær væru ekki nógu skýrar því það allra mikilvægasta væri ekki nógu sjáanlegt á myndinni. Ótrúlegt en satt, þá var það eyrað sem var mitt mikilvægasta persónueinkenni (ég efast um að ég myndi sjálf þekkja mín eigin eyru á mynd!) Samt sem áður ákvað hún að spyrja hvort ég væri með skilríki með mér. Ég sagðist nú halda það og sýndi henni vegabréfið mitt... en NEI.. það gilti ekki sem skilríki döööö! (hvað get ég þá notað?) Svo þegar hún sá það að ég var útlendingur sá ég að það hlakkaði í henni þar sem hún sá fram á að hún gæti gert mér þetta enn erfiðara fyrir og sagði "svo þú ert ekki sænskur ríkisborgari? Jah þá verður þú að hafa með þér vitni sem er sænskur ríkisborgari sem getur staðfest að þú sért þú" Ég verð nú bara að viðurkenna það að ég gafst upp þann daginn! (reyndar eftir að ég hugsaði um að múta einum rónanum fyrir utan "Muffin fyirir persónustaðfestingu" en nei, það hefði kannski virkað með bjór)
En jæja eftir helgina þegar ég var aðeins búin að róa mig þá gerði ég mér ferð niður í bæ með öll möguleg skilríki ásamt Hönnu (sem er Sænskur ríkisborgari með meiru og treysti sér til að staðfesta að ég væri ég), tók nýjar nærmyndir af eyrunum á mér og heimsótti vinkonu mína glöðu á skifstofunni. En nei það dugði ekki til, nú vildi hún að ég sýndi fram á persónuskilríki frá sænsku sýsluskrifstofunni (sem ég hélt reyndar að væri það sem ég var að sækja um en..) og vitanlega gat hún ekki bara látið þær upplýsingar fylgja með fyrir helgina! Annars þá voru þeir pappírar svo mikilvgir að ég gat meira að segja fengið þá i gegnum síma!
Svei mér þá mér leið eins og ég væri komin til Noregs aftur þar sem þjónusta virtist oftast snúast um að vera sem óliðlegastur! Annars er þetta nú alveg skiljanlegt.. Svíþjóð er að drukkna í innflytjendum og afhverju ættu þeir að vilja einn í viðbót? Annars þá voru það nú þeir sjálfir sem voru svo ólmir í að flytja lögheimi mitt;)
En hún Margrét er semsagt enn að berjast fyrir skilríkunum... sem er sko ekkert eins manns verk!

Tuesday, November 23, 2004

Jáh ég hefði betur látið góðmennskuna víkja og hjólað yfir hann....

Jæja þar sem ég hef aðeins eytt 4 tímum í tölvuveri skólans í dag að læra á þrælsniðugt forrit(frekar árangurslaust reyndar) en þá ákvað ég þjálfa tölvukunnáttu mína enn fremur og útbúa blogg fyrir ykkur sem heima sitjið á klakanum. En þar sem þið hafið líklega ekki haft undan að lesa "öll" mailin frá mér þessa önnina (ætli ég geti ekki talið þau á fingrum hvorugrar handar...) en þá ætlaði ég bara að gera ykkur auveldara fyrir og þið getið tékkað á mér bara eins og ykkur hentar og þið kærið ykkur um;)
Svo ég byrji nú á afreki dagsins í dag.. þá komst ég að því að það er alls ekki ráðlagt að hjóla á svelli! Það sem heldur mér við þá skoðun er blár og marinn hægri fótleggur.. alveg upp að læri. Ég var að hjóla í skólann í morgun.. bara í frekar góðum gír eftir hafragrautinn.. kominn alveg í 3ja gír (af 3) á full fart.. þegar ég kem að vesælum hjólreiðamanni sem steinlá og lá því miður á miðjum hjólastígnum. Nú þrufti ég að hugsa hratt eftir að ég leit niður á malbikið sem glansaði af hálku:"annað hvort hjóla ég yfir manninn..gæti verið vont... eða ég fórna mér sjálfri og bremsa" Bremsan varð fyrir valinu vegna einskærrar góðmennsku minnar sem kostaði það að ég lá kylliflöt ásamt fjórum næstu sem voru á eftir mér! (þeir þurftu mjög líklega að fara í gegnum sömu snöggu hugarflækju og ég.. "láta vaða í hana eða fórna mer sjálfum")
Ég verð nú samt að viðurkenna að þetta var svo ómótstæðilega fynndið að þetta var næstum því þess virði.. en það fyrsta sem mér datt í hug var hvað það væri nú gaman að standa þarna dágóða stund með videóvél og filma nokkur kodak-moment.. en svo var það næsta sem mér datt í hug hvað þetta var nú ógeðslega vont! Svo hér eftir verða naglarnir settir undir já eða það verður bara gengið í svona ófærð ;)
Annars þá er komið að því að læra hérna megin, en svona fyrir ykkur sem hafið ekki séð lífsmark frá því í Ágúst, þá er allt í sómanum hér þrátt fyrir erfiði dagsins í dag...