.....?

Thursday, July 19, 2007

Þyrnirós

Ég veit ekki um neitt ömurlegra en að vera veikur heima! Ég er semsagt búin að ná mér í einhverja helv... pest sem lýsir sér með svæsini hálsbólgu, hita og hausverk sem stafar sprengihætta af!! Af fenginni reynslu þá ákvað ég að vera heima í morgun og sofa þetta úr mér í stað þess að drífa mig út og leggjast ekki fyrir og enda með hita í 16 daga eins og mér tókst fyrr á árinu. Fór að sofa kl 10 í gærkvöldi, lagði mig í níu tíma í dag og augnlokin eru farin að síga núna og kl er níu! Þessi þyrnirósarsvefn hlýtur að skila mér endurnærðri til morgundagsins, ég hef ekki tíma í þetta bull!

Og fyrir þá sem hafa áhuga þá er ég tilbúin að færa hálskirtlana mína sem gjöf með því skilyrði að sá hinn sami fjarlægi þá. Þeir eru án efa mikið verðmæti sökum óeðlilegrar stærðar og má eflaust selja einhverju vísindasetri til tilrauna! En ég fékk einmitt ágætis áminningu um hvað ég heff tossað það lengi að láta fjarlægja þá þegar ég vaknaði með golfkúlur í kokinu urrrr!!!

Það styttist í brottför til Færeyja/Noregs/Svíþjóðar svo nú bíð ég bara spennt eftir litlu músinni hennar Óskar og svo verð ég tilbúin að fara af landi brott... vííí barnafötin bíða hennar/hans á stofuborðinu mínu;)

Skemmtilegar helgar fram að því -rafting með vinnunnni, brúðkaup hjá Rakeli frænku, afmæli hjá Söndru, versló, hugsanlegt kveðjupartý (sérstaklega að kröfu Guðrúnar Eddu, svo eins gott fyrir þig að stinga ekki af austur í rassgat! ;) og svo flytja út og keyra austur;)

Ég er loksins búin að setja inn myndir frá heimsókn Karinar og Mattíasar, þær eru undir myndir 7. En nú er þyrnirós farin aftur að sofa og ætlar að vakna hressari en aldrei fyr í fyrramálið;)

Friday, July 13, 2007

Köngulóin Ógeð!!

Það er STÓRhættulegt að vera með kóngulóafóbíu og keyra samtímis!!! Ég var að keyra heim úr vinnunni í dag, en var reyndar kyrrstæð í röð þegar ég finn að mig kitlar soldið í hendina. Ég leit niður og sá þetta líka humangus kvikindi brölta upp hendina á mér.. OJJJJJJJJ!! ég hrökk við og hristi hana af mér og vesenaðist eitthvað við að færa mig frá henni og reyna að ýta innkaupapokanum í næsta sæti ofan á hana þegar ég ranka við mér við það að bílaröðin fyrir framan mig er löngu horfin og bíllinn fyrir aftan búin að flauta og flauta.. woobs;) Þar sem ég sá köngulónna síðast í nánd við gírstöngina þá hætti ég ekki mínu litla lífi til þess að skipta um gír heldur tók af stað í öðrum og keyrði í öðrum gír alla leið heim! Svo fór mig nottla að klægja út um allt og fannst hún vera alls staðar á mér svo ég kippti líka nokkrum sinnum höndunum af stýrinu og fékk svona klígju krump ojjjjjj

En örlög köngulórinnar Ógeð urðu þau að hún er enn ófunndin svo ég ætla bara að skilja bílinn eftir hreyfingarlausan fram yfir helgi og vonast til að hún grillist í sólinni!!!

Farin í frí.....

Wednesday, July 11, 2007

?? ungland-írverjaland ??

Rétt upp hendi sem finnst það fyrirgefanlegt að ruglast pínu á þessu tvennu á Laugardagsformiðdegi.....


... mér til stuðnings þá megiði endilega kvitta fyrir.. ef þið eruð ekki sammála þá vill ég ekkert frá ykkur heyra !! ;)


svo ég bæti því nú við þá var þetta mín næsta ágistun...


Tuesday, July 10, 2007

Svona á sumarið að vera! Leggja undir sig Mikla tún, spreyta sig í strandblaki og körfubolta langt fram á kvöld í stuttbuxnaveðri! Ég lék boltanum af þvílíkri fingrafimi að annað eins hefur ekki sést! Ok reyndar hefur annar eins klaufaskapur ekki sést frekar.. en ég kom heim með blóðugan putta svo það er nú ekki hægt að segja að ég hafi ekki lagt mig fram að minsta kosti;) En hún hin Margrét G á sko heiður skilið fyrir mikla leikni í körfuboltanum þar sem hún lagði drengina af velli með þvílíkum glæsibrag og endalausri hittni!

Eftir stíf helgarprógröm frá því við komum að utan þá erum við búin að panta afslöppun um næstu helgi fyrir norðan í sveitasælunni! Síðasta helgi var frábær. Við skelltum okkur á Írska (ungverska-Írska- ungverska.. nei írska) daga á Akranesi með Söndru og Árna. Svo hittum við reyndar hana Sigríði fyrir tilviljun:) Ball með Bubba, Buff, Ragga Bjarna og fleirum var ekki leiðinleg upplifun! Hins vegar var troðningurinn á gólfinu ekki alveg sniðin að mínum taugum...:/ Ég var farin að íhuga hnefann þegar ég lét skynsemina ráða og dansaði aftast það sem eftir var ballsins! Það fékk reyndar einn ungur pjakkur að læra sína lexíu með smá eyrnatogi eftir að hafa gefið mér gott olnbogaskot í ennið ásamt nokkrum tátröðkum.. hann hafði ekkert annað en gott af því:) Ég hefði kannski frekar átt að beita þeirri ógn að ég væri keflvíkingur því þá hefðu Skagamenn án efa bara hlaupið undan haha;)

Þrátt fyrir að hafa ekki verið mikil hetja í körfuboltanum í kvöld þá fannst mér ég vera alger hetja á Sunnudaginn þótt ég segi sjálf frá;) Við fórum í reiðtúr og ég datt sko ekki af baki heldur datt hesturinn með mig! Hesturinn var stórslasaður eftir byltuna (þetta var sko alls ekkert orðum ofaukið hehe) en hann fékk sko samt sár á munninn! Og ég hékk ennþá á. Galdurinn er bara sá að gera allt sem maður á alls ekki að gera, það að sleppa taumnum, setja hendur uppí loft og reyna að öskra.. en vera samt svo brugðið að það kemur ekkert hljóð haha þetta var frekar skondið;)

En tíminn flýgur!! Það er nánast hver einasti dagur bókaður fram að brottför þann 16. Ágúst.. ja allavega hver einasta helgi en samt á eftir að gera alveg helling!!! Raggi er farin að hóta mér hjartaslagi ef ég fer ekki að gefa eftir í þessari ofvirkni.. en hann verður bara að fara að skilja það að ég lifi á tvöföldum hraða miðað við hann (ja allavega ef gengið er út frá púlsmælingum ;)

Sunday, July 01, 2007

Bölvaða Pakk!!


Ég var í mínu mesta sakleysi í Vera Moda í Smáralindinni í dag og var auðvitað alveg jafn græn og fyrri daginn með að finnast ég geta treyst öllum heimsins hálvitum til þess að vera heiðarlegir og skildi símann minn eftir í mátunarklefanum þær 3 sek sem ég skrapp í burtu að ath með aðra stærð.. btw þá vorum við ekki meira en í ca. 5 m fjarlægð frá mátunarklefanum! Þegar ég kom til baka sá ég að síminn minn var horfinn... já ennþá þónokkuð glænýji dýrasti síminn sem ég hef átt! Á sama tíma sá ég miðaldra karlmann ganga í átt frá mátunarklefanum og ég hljóp hann uppi og spurði kurteisislega hvort hann hefði nokkuð tekið gsm síma í misgripum úr klefanum. Það kom í ljós að þessi miðaldra maður var af erlendu bergi brotinn sem einkenndist af síendurteknum “noooe noooe noooe” með mjög eystrasaltlenskum hreim. Og eftir að raggi hafði staðfest við mig að hafa séð þennan ekki svo ágæta mann hafa skotist inní klefann og skilið þar eftir peysu þá ásakaði ég manninn óhikað fyrir það að hann hlyti að hafa tekið símann þar sem síminn hvarf um leið og hann skaust inní klefann. Þar á eftir bað ég hann um að sýna mér að hann væri örugglega ekki með símann minn í vasanum, þar sem það fór ekkert á milli mála að hann var með eitthvað í vasanum! Hann féllst á það að grafa vel og lengi í vasann sinn og draga þar upp vel valinn gsm síma (sem var ekki ekki minn) en harð neitaði með “noooe nooe”-unum sínum að sýna mér að vasinn væri tómur. Á þessum tímapunkti var stór hluti kúnnanna í versluninni farin að hlusta á það sem okkar fór á milli og ég farin að skjálfa af óvissu um hvort ég væri að gera mig að fífli og ásaka saklausan mann fyrir að hafa rænt símanum mínum sem ég hefði svosem getað hafa litið framhjá inní mátunarklefanum. Ég gerði honum það alveg ljóst að ég skildi láta hann í friði og taka hann trúverðugan ef hann bara sýndi mér að vasinn sinn væri tómur.. sem hann vildi ekki gera. Þá kveikti Raggi á þeirri mjög svo ágætu hugmynd að hringja bara í símann minn. Þarna stóð karlpungurinn og yppti öxlum yfir ásökunum mínum þegar kærkomna símahringingin “Is that the taxi company? I´m tellin ya this is Shaggy! I need a car cause.....” glumdi úr buxnavasanum hjá honum!! Ég sagði honum alveg brjáluð að þetta væri sko MÍN hringing og reif af honum símann!! Þetta leit út fyrir að vera bara daglegt brauð hjá honum því hann rölti bara hinn rólegasti út úr búðinni.... puff Menningarlaus skrýll!!


Að menningarlegri hlutum þá skelltum við okkur í Kjósina á Föstudagskvöldið og nutum okkar í splunkunýja heitapottinum með kampavín í einari og bjór í hinni.. very naajjs;) Á laugardagsmorguninn pikkaði VST rútan okkur upp á afleggjaranum og við héldum inní Botnsdal í Hvalfirði. Þaðan gengum við í rúma 5 tíma í yndislegu veðri yfir Leggjabrjót og komum niður við Þingvelli þar sem biðu okkar gómsætir grillaðir hamborgarar.. ekki slæmur Laugardagur það. Sólin skildi okkur eftir rauðröndótt eftir bakpoka, boli, sólgleraugu o.fl. mjög kúl!



Eftir gestaforföll um kvöldið sátum við Raggi í góðu yfirlæti yfir hvítvínsbelju og spilastokk og hjóluðum svo á djammið um miðnætti og hittum Margréti G galvaska í bænum! Það voru ALLIR í bænum sveittir.. svo sveittir að maður límdist við næsta mann á dansgólfinu! Ég þakka bara fyrir að fólk var ekki með jafn mikla vindverki og það var sveitt.. je sússi minn! En það er nú reyndar ALLT betra en sígarettureykurinn:)